Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2024 20:57 Heimir á hliðarlínunni í kvöld. Charles McQuillan/Getty Images Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu í fótbolta máttu þola annað tap sitt í röð þegar Írland fékk Grikkland í heimsókn í Þjóðadeild karla. Þá gerðu Holland og Þýskaland 2-2 jafntefli í fjörugum leik. Írland leikur í B-deild Þjóðadeildar og mátti þola 2-0 tap gegn Englandi í fyrsta leik Heimis. Að fá Grikki í heimsókn var aldrei að fara vera auðvelt en þó talsvert líklegra til árangurs en að mæta Englandi. Það verður seint sagt að leikurinn hafi verið flugeldasýning en hvorugt lið skapaði sér nein alvöru færi. Írland var með xG (vænt mörk) upp á 0,23 og Grikkland upp á 0.50. Chiedozie Ogbene hélt reyndar að hann hefði komið Írlandi yfir undir lok fyrri hálfleiks en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það má því segja að fyrra mark gestanna hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það skoraði Fotis Ioannidis með góðu skoti eftir sendingu Anastasios Bakasetas og Caoimhin Kelleher kom engum vörnum við í marki Írlands. A beauty from Fotis Ioannidis 🚀🇬🇷#NationsLeague pic.twitter.com/9vPwyEpcBf— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 10, 2024 Markið kom þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og eftir það voru Írar meira með boltann en tókst engan veginn að skapa sér opin marktækifæri. Það var svo þegar þrjár mínútur voru til leiksloka sem Cristos Tzolis stökk á lausan bolta og kom honum framhjá hjálparlausum Kelleher í markinu. Leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna sem tylla sér á topp riðils 2 í B-deildinni með sex stig og markatöluna 5-0. Þar á eftir kemur England með jafn mörg stig en markatöluna 4-0 á meðan Írland og Finnland eru án stiga. Önnur úrslit í B-deildinni í kvöld Albanía 0-1 Georgía Tékkland 3-2 Rúmenía Í A-deildinni mættust Holland og Þýskaland í Amsterdam. Leikurinn var hin mesta skemmtun en Tijjani Reijnders kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Ryan Gravenberch strax á 2. mínútu. Það fór illa í gestina sem fengu þrjú gul spjöld áður en þeir jöfnuðu á 38. mínútu. Florian Wirtz fann þá Deniz Undav sem skilaði knettinum í netið. Á lokamínútu venjulegs leiktíma fór Nathan Aké, varnarmaður Manchester City, meiddur af velli í liði Hollands og nýttu Þjóðverjar sér það strax. Undav fann Joshua Kimmich fyrir opnu marki þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og miðjumaðurinn sem spilar stundum bakvörð gat ekki annað en skorað, staðan 1-2 í hálfleik. Captain fantastic 💪🇩🇪#NationsLeague pic.twitter.com/XKQtFiRIPz— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 10, 2024 Snemma í síðari hálfleik jafnaði Denzel Dumfries leikinn eftir undirbúning Brian Brobbey og þar við sat, lokatölur í Amsterdam 2-2. Bæði lið eru því með fjögur stig í riðli 3 á meðan Bosnía & Hersegóvína og Ungverjaland eru með eitt stig eftir að gera markalaust jafntefli í kvöld. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Írland leikur í B-deild Þjóðadeildar og mátti þola 2-0 tap gegn Englandi í fyrsta leik Heimis. Að fá Grikki í heimsókn var aldrei að fara vera auðvelt en þó talsvert líklegra til árangurs en að mæta Englandi. Það verður seint sagt að leikurinn hafi verið flugeldasýning en hvorugt lið skapaði sér nein alvöru færi. Írland var með xG (vænt mörk) upp á 0,23 og Grikkland upp á 0.50. Chiedozie Ogbene hélt reyndar að hann hefði komið Írlandi yfir undir lok fyrri hálfleiks en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það má því segja að fyrra mark gestanna hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það skoraði Fotis Ioannidis með góðu skoti eftir sendingu Anastasios Bakasetas og Caoimhin Kelleher kom engum vörnum við í marki Írlands. A beauty from Fotis Ioannidis 🚀🇬🇷#NationsLeague pic.twitter.com/9vPwyEpcBf— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 10, 2024 Markið kom þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og eftir það voru Írar meira með boltann en tókst engan veginn að skapa sér opin marktækifæri. Það var svo þegar þrjár mínútur voru til leiksloka sem Cristos Tzolis stökk á lausan bolta og kom honum framhjá hjálparlausum Kelleher í markinu. Leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna sem tylla sér á topp riðils 2 í B-deildinni með sex stig og markatöluna 5-0. Þar á eftir kemur England með jafn mörg stig en markatöluna 4-0 á meðan Írland og Finnland eru án stiga. Önnur úrslit í B-deildinni í kvöld Albanía 0-1 Georgía Tékkland 3-2 Rúmenía Í A-deildinni mættust Holland og Þýskaland í Amsterdam. Leikurinn var hin mesta skemmtun en Tijjani Reijnders kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Ryan Gravenberch strax á 2. mínútu. Það fór illa í gestina sem fengu þrjú gul spjöld áður en þeir jöfnuðu á 38. mínútu. Florian Wirtz fann þá Deniz Undav sem skilaði knettinum í netið. Á lokamínútu venjulegs leiktíma fór Nathan Aké, varnarmaður Manchester City, meiddur af velli í liði Hollands og nýttu Þjóðverjar sér það strax. Undav fann Joshua Kimmich fyrir opnu marki þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og miðjumaðurinn sem spilar stundum bakvörð gat ekki annað en skorað, staðan 1-2 í hálfleik. Captain fantastic 💪🇩🇪#NationsLeague pic.twitter.com/XKQtFiRIPz— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 10, 2024 Snemma í síðari hálfleik jafnaði Denzel Dumfries leikinn eftir undirbúning Brian Brobbey og þar við sat, lokatölur í Amsterdam 2-2. Bæði lið eru því með fjögur stig í riðli 3 á meðan Bosnía & Hersegóvína og Ungverjaland eru með eitt stig eftir að gera markalaust jafntefli í kvöld.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira