Sveik 1,3 milljarða úr streymisveitum með gervispilunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. september 2024 22:00 Streymisrisinn Spotify hefur glímt við gervispilanir um nokkurt skeið. getty Karlmaður í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir stórfelld fjársvik sem fólust í því að framleiða urmul laga með hjálp gervigreindar og nýta vélmenni til að falsa spilanir á streymisveitum. Með þessum hætti fékk hann greidd höfundalaun sem námu hátt í 1,3 milljörðum króna. Frá ákærunni er greint á vef ríkissaksóknara Bandaríkjanna. Haft er eftir Damian Williams saksóknara í New York að maðurinn, sem heitir Michael Smith, hafi verið handtekinn í vikunni grunaður um fjársvikin. „Með þessum hætti fékk Smith milljónir dala í höfundalaun sem hefðu með réttu átt að greiðast til tónlistarmanna og höfunda sem hafa fengið raunverulegar spilanir frá hlustendum. Þökk sé vinnu rannsakenda alríkislögreglunnar, þarf Smith nú svara fyrir gjörðir sínar,“ er haft eftir Williams. Alríkislögreglan muni nú gera atlögu að því að finna fleiri streymissvikara. Vísir hefur þegar fjallað um sambærilegar gervispilanir sem hafa að undanförnu tröllriðið íslenska vinsældarlista Spotify. Framkvæmdastjóri íslenska útgáfufélagsins Öldu music sagði að um stórt vandamál að ræða þar sem íslenskir tónlistarmenn verði af tekjum vegna þessa. Í tilkynningu saksóknara kemur fram að umræddur Smith hafi passað sig á því að hvert lag fengi ekki of margar spilanir, til að vekja ekki grunsemdir meðal forsvarsmanna streymisveitna. Þess í stað framleiddi hann óhemju mikið magn laga sem hvert um sig var spilað nokkrum þúsund sinnum. Hann hafi, með hjálp vélmenna (e. bots), getað fengið allt að 660 þúsund spilanir á dag. Frá árinu 2018 hafi hann nýtt gervigreind til þess að framleiða lög. Vísir hefur sömuleiðis fjallað um þess háttar framleiðslu tónlistar, sem virðist vera að ryðja sér til rúms. Skemmtikrafturinn Maggi Mix hefur til að mynda framleitt mikið magn laga með þeim hætti. Framundan eru réttarhöld gegn Smith sem yfir vofir þungur fangelsisdómur. Fyrir fyrrgreind svik er hámarksrefsing tuttugu ára fangelsi, en ofan á bætist tuttugu ára hámarksrefsing fyrir svik með fulltingi fjarskiptatækja, auk refsingar fyrir peningaþvætti. Tónlist Bandaríkin Gervigreind Streymisveitur Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Frá ákærunni er greint á vef ríkissaksóknara Bandaríkjanna. Haft er eftir Damian Williams saksóknara í New York að maðurinn, sem heitir Michael Smith, hafi verið handtekinn í vikunni grunaður um fjársvikin. „Með þessum hætti fékk Smith milljónir dala í höfundalaun sem hefðu með réttu átt að greiðast til tónlistarmanna og höfunda sem hafa fengið raunverulegar spilanir frá hlustendum. Þökk sé vinnu rannsakenda alríkislögreglunnar, þarf Smith nú svara fyrir gjörðir sínar,“ er haft eftir Williams. Alríkislögreglan muni nú gera atlögu að því að finna fleiri streymissvikara. Vísir hefur þegar fjallað um sambærilegar gervispilanir sem hafa að undanförnu tröllriðið íslenska vinsældarlista Spotify. Framkvæmdastjóri íslenska útgáfufélagsins Öldu music sagði að um stórt vandamál að ræða þar sem íslenskir tónlistarmenn verði af tekjum vegna þessa. Í tilkynningu saksóknara kemur fram að umræddur Smith hafi passað sig á því að hvert lag fengi ekki of margar spilanir, til að vekja ekki grunsemdir meðal forsvarsmanna streymisveitna. Þess í stað framleiddi hann óhemju mikið magn laga sem hvert um sig var spilað nokkrum þúsund sinnum. Hann hafi, með hjálp vélmenna (e. bots), getað fengið allt að 660 þúsund spilanir á dag. Frá árinu 2018 hafi hann nýtt gervigreind til þess að framleiða lög. Vísir hefur sömuleiðis fjallað um þess háttar framleiðslu tónlistar, sem virðist vera að ryðja sér til rúms. Skemmtikrafturinn Maggi Mix hefur til að mynda framleitt mikið magn laga með þeim hætti. Framundan eru réttarhöld gegn Smith sem yfir vofir þungur fangelsisdómur. Fyrir fyrrgreind svik er hámarksrefsing tuttugu ára fangelsi, en ofan á bætist tuttugu ára hámarksrefsing fyrir svik með fulltingi fjarskiptatækja, auk refsingar fyrir peningaþvætti.
Tónlist Bandaríkin Gervigreind Streymisveitur Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira