1,4 milljarðar króna fyrir að mæta ekki fyrir rétt Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. september 2024 00:02 Diddy, sem réttu nafni heitir Sean Combs, er 54 ára. Jordan Strauss/Invision/AP Bandaríski rapparinn Sean „Diddy“ Combs var í dag dæmdur til þess að greiða meintum brotaþola 100 milljónir dala, um 1,4 milljarða króna, vegna kynferðisbrots fyrir 27 árum síðan. Sú er niðurstaða dómstóls í Michigan-ríki í Bandaríkjunum þar sem að Diddy mætti ekki fyrir réttinn. Í yfirlýsingu frá lögmanni hans segir að Diddy kannist ekki við manninn Derrick Lee Cardello-Smith sem hefur sakað hann um að brjóta á sér í teiti í Detroit árið 1997. Diddy „hlakki til að sjá málinu vísað frá dómi í snatri“ á áfrýjunarstigi. Cardello-Smith afplánar dóm í fangelsi í Michigan og í yfirlýsingu lögmanns er ýmislegt tínt til að varpa rýrð á hann og hans ásakanir. Cardello-Smith heldur því fram að Diddy hafi þegar boðið honum um tvær milljónir bandaríkjadala til að hætta við lögsóknina. Samkvæmt lögum Michigan-ríkis eru kröfur sækjanda teknar til greina ef verjandi sækir ekki þingfestingu máls. Í umfjöllun Detroit Metro Times kemur fram að Cardello-Smith haldi því fram að þeir Diddy hafi kynnst þegar sá fyrrnefndi vann á veitingastað í nágrenni Detroit. Diddy hafi boðið honum fyrrgreint sáttarboð en Cardello-Smith hafnað því. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diddy kemst í kast við lögin vegna kynferðisbrota eða gruns um slíkt. Fyrr á þessu ári birti CNN upptökur þar sem Diddy sést veitast að þáverandi kærustu sinni. Diddy hafði alla tíð neitað öllum ásökunum en greiddi kærustunni fyrrverandi ótilgreinda summu á fyrsta degi réttarhalda gegn honum. Myndbandið varpaði nýju ljósi á yfirlýsingar hans um sakleysi og í kjölfarið birti Diddy myndband þar sem hann biðst afsökunar á gjörðum sínum. Bandaríkin Erlend sakamál Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09 Opnar sig um ofbeldið af hálfu Diddy „Eftir mikla vinnu er ég á betri stað, en ég mun alltaf vera á batavegi,“ segir Cassie Ventura fyrrverandi kærasta Sean „Diddy“ Combs, sem beitti hana ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. 23. maí 2024 23:26 Gerðu húsleit hjá Diddy í Los Angeles og Miami Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði í dag húsleit í fasteignum tónlistarmannsins Diddy. Diddy var í nóvember kærður fyrir kynferðisbrot og hefur verið sakaður um aðild að mansali og sölu og dreifingu fíkniefna. 25. mars 2024 22:32 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Sú er niðurstaða dómstóls í Michigan-ríki í Bandaríkjunum þar sem að Diddy mætti ekki fyrir réttinn. Í yfirlýsingu frá lögmanni hans segir að Diddy kannist ekki við manninn Derrick Lee Cardello-Smith sem hefur sakað hann um að brjóta á sér í teiti í Detroit árið 1997. Diddy „hlakki til að sjá málinu vísað frá dómi í snatri“ á áfrýjunarstigi. Cardello-Smith afplánar dóm í fangelsi í Michigan og í yfirlýsingu lögmanns er ýmislegt tínt til að varpa rýrð á hann og hans ásakanir. Cardello-Smith heldur því fram að Diddy hafi þegar boðið honum um tvær milljónir bandaríkjadala til að hætta við lögsóknina. Samkvæmt lögum Michigan-ríkis eru kröfur sækjanda teknar til greina ef verjandi sækir ekki þingfestingu máls. Í umfjöllun Detroit Metro Times kemur fram að Cardello-Smith haldi því fram að þeir Diddy hafi kynnst þegar sá fyrrnefndi vann á veitingastað í nágrenni Detroit. Diddy hafi boðið honum fyrrgreint sáttarboð en Cardello-Smith hafnað því. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diddy kemst í kast við lögin vegna kynferðisbrota eða gruns um slíkt. Fyrr á þessu ári birti CNN upptökur þar sem Diddy sést veitast að þáverandi kærustu sinni. Diddy hafði alla tíð neitað öllum ásökunum en greiddi kærustunni fyrrverandi ótilgreinda summu á fyrsta degi réttarhalda gegn honum. Myndbandið varpaði nýju ljósi á yfirlýsingar hans um sakleysi og í kjölfarið birti Diddy myndband þar sem hann biðst afsökunar á gjörðum sínum.
Bandaríkin Erlend sakamál Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09 Opnar sig um ofbeldið af hálfu Diddy „Eftir mikla vinnu er ég á betri stað, en ég mun alltaf vera á batavegi,“ segir Cassie Ventura fyrrverandi kærasta Sean „Diddy“ Combs, sem beitti hana ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. 23. maí 2024 23:26 Gerðu húsleit hjá Diddy í Los Angeles og Miami Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði í dag húsleit í fasteignum tónlistarmannsins Diddy. Diddy var í nóvember kærður fyrir kynferðisbrot og hefur verið sakaður um aðild að mansali og sölu og dreifingu fíkniefna. 25. mars 2024 22:32 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Diddy biðst afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs hefur beðist afsökunar á „ófyrirgefanlegri hegðun“ sinni eftir að myndefni sem sýndi hann ráðast á fyrrverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Cassie Ventura, birtist á CNN í vikunni. 19. maí 2024 21:09
Opnar sig um ofbeldið af hálfu Diddy „Eftir mikla vinnu er ég á betri stað, en ég mun alltaf vera á batavegi,“ segir Cassie Ventura fyrrverandi kærasta Sean „Diddy“ Combs, sem beitti hana ofbeldi á meðan sambandi þeirra stóð. 23. maí 2024 23:26
Gerðu húsleit hjá Diddy í Los Angeles og Miami Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði í dag húsleit í fasteignum tónlistarmannsins Diddy. Diddy var í nóvember kærður fyrir kynferðisbrot og hefur verið sakaður um aðild að mansali og sölu og dreifingu fíkniefna. 25. mars 2024 22:32