Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari látinn Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2024 16:52 Hilmar var einn þekktasti matreiðslumeistari landsins og lenti sem slíkur í margvíslegum ævintýrum. Hilmar Bragi Jónsson matreiðslumeistari er fallinn frá. Hilmar var einn þekktasti matreiðslumaður landsins og lifði ævintýralegu lífi; eldaði ofan í kónga, drottningar, þjóðhöfðingja, sendiherra, varaforseta, þingmenn og aðra hátt setta embættismenn víða um heim. Þannig komst Hilmar sjálfur að orði í samtali við Elínu Albertsdóttur árið 2015 en hann var matreiðslumeistari Vigdísar Finnbogadóttur meðan hún gegndi embætti forseta Íslands. Hann sá um allar opinberar veislur fyrir Vigdísi og fór með henni í ferðalög út fyrir landsteina. Þá voru gestir 350-400 og ekkert mátti klikka en Hilmar tók því sem á gekk sem öðru með stóískri ró. Veitingageirinn.is hefur sent frá sér tilkynningu um fráfall Hilmars en þar segir að þær sorglegu fréttir hafi verið að berast að einn af okkar dáðustu matreiðslumeisturum væri látinn. „Hilmar Bragi Jónsson lést á Torrevieja á Spáni nú í morgun 11. september, 81 árs að aldri.“ Þar kemur fram að Hilmar hafi legið á spítala frá 3. ágúst vegna sýkingar í hjarta, tengt hjartaaðgerð sem hann fór í fyrir um 25 árum. Lyfin virtust vera að virka en hjartað hefur gefið sig. Hilmar var ekkill, hann bjó síðustu ár ævi sinnar á Spáni. Kona Hilmars, Elín Káradóttir, var ráðskona á Bessastöðum en hún veiktist og féll frá fyrir allmörgum árum. Þau eignuðust tvö börn. Afrekslisti Hilmars er langur og mikill en hann talaði ævinlega um matreiðsluna sem lífsstíl og ævintýri fremur en starf. Hann stofnaði Matreiðsluskólann, starfaði, eins og áður sagði hjá forsetaembættinu, hann starfaði lengi í Bandaríkjunum og var þar sérstakur sendiherra íslenska fiskinn, hann var í fyrsta kokkalandsliðinu sem keppti fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi og þannig má lengi áfram telja. Hilmar bætti þá við mikilvægum kafla í söguna um Einvígi aldarinnar en hann starfaði á Hótel Loftleiðum þegar það fór fram og má í raun segja að hann hafi bjargað því sem bjargað varð, þegar Bobby Fischer var að sligast undan álaginu. Vísir ræddi sérstaklega við Hilmar um það atvik. Andlát Íslendingar erlendis Kokkalandsliðið Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Þannig komst Hilmar sjálfur að orði í samtali við Elínu Albertsdóttur árið 2015 en hann var matreiðslumeistari Vigdísar Finnbogadóttur meðan hún gegndi embætti forseta Íslands. Hann sá um allar opinberar veislur fyrir Vigdísi og fór með henni í ferðalög út fyrir landsteina. Þá voru gestir 350-400 og ekkert mátti klikka en Hilmar tók því sem á gekk sem öðru með stóískri ró. Veitingageirinn.is hefur sent frá sér tilkynningu um fráfall Hilmars en þar segir að þær sorglegu fréttir hafi verið að berast að einn af okkar dáðustu matreiðslumeisturum væri látinn. „Hilmar Bragi Jónsson lést á Torrevieja á Spáni nú í morgun 11. september, 81 árs að aldri.“ Þar kemur fram að Hilmar hafi legið á spítala frá 3. ágúst vegna sýkingar í hjarta, tengt hjartaaðgerð sem hann fór í fyrir um 25 árum. Lyfin virtust vera að virka en hjartað hefur gefið sig. Hilmar var ekkill, hann bjó síðustu ár ævi sinnar á Spáni. Kona Hilmars, Elín Káradóttir, var ráðskona á Bessastöðum en hún veiktist og féll frá fyrir allmörgum árum. Þau eignuðust tvö börn. Afrekslisti Hilmars er langur og mikill en hann talaði ævinlega um matreiðsluna sem lífsstíl og ævintýri fremur en starf. Hann stofnaði Matreiðsluskólann, starfaði, eins og áður sagði hjá forsetaembættinu, hann starfaði lengi í Bandaríkjunum og var þar sérstakur sendiherra íslenska fiskinn, hann var í fyrsta kokkalandsliðinu sem keppti fyrir Íslands hönd á alþjóðavettvangi og þannig má lengi áfram telja. Hilmar bætti þá við mikilvægum kafla í söguna um Einvígi aldarinnar en hann starfaði á Hótel Loftleiðum þegar það fór fram og má í raun segja að hann hafi bjargað því sem bjargað varð, þegar Bobby Fischer var að sligast undan álaginu. Vísir ræddi sérstaklega við Hilmar um það atvik.
Andlát Íslendingar erlendis Kokkalandsliðið Vigdís Finnbogadóttir Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira