Fernandez vildi ekki gefa upp hver gerði Porsche Cayenne-bifreið sína þann 27. desember síðastliðinn en það var annað umferðarlagabrot bifreiðar í hans eigu á Englandi eftir að ganga til liðs við Chelsea frá Benfica í janúar 2023.
Chelsea captain Enzo Fernandez has been banned from driving for six months following two motoring offences in west Wales#BBCFootball
— BBC Sport Wales (@BBCSportWales) September 11, 2024
Í hvorugu atvikinu var ekki hægt að sýna fram á að Enzo hafi verið að keyra en þar sem bifreiðin var í hans eigu var honum refsað.
Í frétt Sky Sports segir að dæmt hafi verið í málinu á miðvikudag. Missir leikmaðurinn ökuréttindi í hálft ár, fær tólf refsipunkta vegna brotanna og þarf að borga sekt upp á rúmlega hálfa milljón króna.
Fernández er í dag fyrirliði Chelsea en hann var hluti af heimsmeistaraliði Argentínu í árslok 2022. Ekki löngu síðar keypti Chelsea hann frá Benfica á 106,8 milljónir punda eða rúmlega 19 milljarða, það var á þeim tímapunkti breskt met.
Segja má að portúgalska félagið hafi ávaxtað vel en það hafði aðeins fest kaup á miðjumanninum hálfu ári áður á 8,8 milljónir punda eða einn og hálfan milljarð.