„Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Bjarki Sigurðsson skrifar 11. september 2024 19:26 Hulda Brá Magnadóttir starfar sem heila- og taugaskurðlæknir í New Hampshire í Bandaríkjunum. Vísir/Einar Sjúklingar þurfa að reiða fram rúma milljón króna til að komast í bakaðgerð hjá einkaaðilum. Verið er að búa til stéttaskiptingu í heilbrigðisþjónustu að sögn forstjóra og læknir segir fólk stundum bresta í grát þegar það heyrir verðið. Í mars auglýstu Sjúkratryggingar eftir einkaaðilum á heilbrigðismarkaði sem hefðu tök á því að framkvæma aðgerðir í þremur flokkum sem ekki eru til samningar um, þar á meðal bakaðgerðir vegna brjóskloss. Orkuhúsið hafði þegar hafið undirbúning á því að bjóða upp á slíkar aðgerðir og sendu inn erindi. Í júní voru forsvarsmennirnir boðaðir á fund með sjúkratryggingum en ekkert hefur gerst síðan þá. Á meðan greiða sjúklingar fullt verð eða bíða á biðlista hjá Landspítalanum. Einnig var fjallað um þetta mál í nýútgefnu Læknablaði. „Þeir eru því miður fáliðaðir og vilja geta tekið fleiri sjúklinga að sér. Þeir eru fáliðaðir og það er erfitt að komast að á skurðstofu á Landspítalanum. Núna eru þeir að senda fjórar af hverjum fimm tilvísunum frá sér því þeir anna bara ekki eftirspurn. Þess vegna erum við meðal annars farin af stað til að létta á álaginu á Landspítalanum,“ segir Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu. Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu.Vísir/Einar Hryllilega skert lífsgæði Hulda Brá Magnadóttir, heila- og taugaskurðlæknir, starfar í Bandaríkjunum en kemur til Íslands inn á milli til að framkvæma þessar aðgerðir í Orkuhúsinu. Hún segir marga sem ekki komast að á Landspítalanum þjást verulega. „Fólk er bara búið að ganga mánuðum saman haltrandi, þjást af verk niður í annan fótinn eða báða. Fólk sem er vant að ganga tíu kílómetra getur varla gengið hálfan, getur varla komist í gegnum búðina. Þetta eru bara hryllilega skert lífsgæði,“ segir Hulda. Með aðgerðarleysi heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga sé verið búa til stéttaskiptingu hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Sigurður H. Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga.Vísir/Ívar Fannar/Egill „Það eru ekki allir sem geta reitt fram 1200 þúsund krónur til að komast í svona aðgerðir með stuttum fyrirvara. Þá verður augljós stéttaskipting í þjóðfélaginu,“ segir Dagný. „Auðvitað eru sumir sem geta alveg borgað og hafa skilning á því en það er bara svakalega mikið af fólki, langflestir draga ekkert eina komma tvær úr rassvasanum. Fólk fer bara hreinlega grátandi frá mér. þetta er ekki hægt. Þetta er bara ekki hægt,“ segir Hulda. Ert þú á biðlista eftir aðgerð hjá hinu opinbera sem einkaaðilar bjóða upp á gegn fullu gjaldi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Í mars auglýstu Sjúkratryggingar eftir einkaaðilum á heilbrigðismarkaði sem hefðu tök á því að framkvæma aðgerðir í þremur flokkum sem ekki eru til samningar um, þar á meðal bakaðgerðir vegna brjóskloss. Orkuhúsið hafði þegar hafið undirbúning á því að bjóða upp á slíkar aðgerðir og sendu inn erindi. Í júní voru forsvarsmennirnir boðaðir á fund með sjúkratryggingum en ekkert hefur gerst síðan þá. Á meðan greiða sjúklingar fullt verð eða bíða á biðlista hjá Landspítalanum. Einnig var fjallað um þetta mál í nýútgefnu Læknablaði. „Þeir eru því miður fáliðaðir og vilja geta tekið fleiri sjúklinga að sér. Þeir eru fáliðaðir og það er erfitt að komast að á skurðstofu á Landspítalanum. Núna eru þeir að senda fjórar af hverjum fimm tilvísunum frá sér því þeir anna bara ekki eftirspurn. Þess vegna erum við meðal annars farin af stað til að létta á álaginu á Landspítalanum,“ segir Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu. Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu.Vísir/Einar Hryllilega skert lífsgæði Hulda Brá Magnadóttir, heila- og taugaskurðlæknir, starfar í Bandaríkjunum en kemur til Íslands inn á milli til að framkvæma þessar aðgerðir í Orkuhúsinu. Hún segir marga sem ekki komast að á Landspítalanum þjást verulega. „Fólk er bara búið að ganga mánuðum saman haltrandi, þjást af verk niður í annan fótinn eða báða. Fólk sem er vant að ganga tíu kílómetra getur varla gengið hálfan, getur varla komist í gegnum búðina. Þetta eru bara hryllilega skert lífsgæði,“ segir Hulda. Með aðgerðarleysi heilbrigðisráðuneytisins og Sjúkratrygginga sé verið búa til stéttaskiptingu hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Sigurður H. Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga.Vísir/Ívar Fannar/Egill „Það eru ekki allir sem geta reitt fram 1200 þúsund krónur til að komast í svona aðgerðir með stuttum fyrirvara. Þá verður augljós stéttaskipting í þjóðfélaginu,“ segir Dagný. „Auðvitað eru sumir sem geta alveg borgað og hafa skilning á því en það er bara svakalega mikið af fólki, langflestir draga ekkert eina komma tvær úr rassvasanum. Fólk fer bara hreinlega grátandi frá mér. þetta er ekki hægt. Þetta er bara ekki hægt,“ segir Hulda. Ert þú á biðlista eftir aðgerð hjá hinu opinbera sem einkaaðilar bjóða upp á gegn fullu gjaldi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Ert þú á biðlista eftir aðgerð hjá hinu opinbera sem einkaaðilar bjóða upp á gegn fullu gjaldi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira