Eftirfylgni og hagrænir hvatar í loftslagsmálum Sigurpáll Ingibergsson skrifar 12. september 2024 08:32 Eftirfylgni Fókus á eftirfylgni á loftslagsaðgerðir fyrirtækja er engin hér á landi. Fyrirtæki á Íslandi bera ábyrgð á 89% af beinni kolefnislosun Íslands. Stærstu losunarfyrirtækin sem menga meira en 20 þúsund tonn af CO2 eru 22 að tölu og bera ábyrgð á tveim þriðju af losuninni. Stjórnvöld og hagaðilar víða um heim hafa beint sjónum sínum á ábyrgð stóru losunarfyrirtækjanna. Í Ástralíu hafa stjórnvöld sett kröfur á fyrirtæki sem losa meira en 25 þúsund tonn CO2 og hafa aðgerðasinnar í auknu mæli ákært stóru fyrirtækin. Íslensk fyrirtæki ásamt hagaðilum hafa hafið herferð um draga Ísland úr Parísarsamningnum og á Sjálfbærnidegi Landsbankans fluttu fjórir forstjórar tölu og kvörtuðu undan íþyngjandi regluverki. Þau vilja halda áfram á sömu braut á sama tíma og hvert hitamet í heiminum er slegið. Það er sannarlega tilefni til að hafa áhyggur af úrtölutón í umræðunni um loftslagsmál. Í Sjálfbærnivísi PwC 2040 voru 50 stærstu fyrirtæki Íslands kortlögð. Niðurstaðan var verri en úr verstu Pisa könnun, en aðeins eitt fyrirtæki náði að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Það er ljóst að við náum engum engum lögbundnum markmiðum um samdrátt í losun með þessari frammistöðu. Stjórnvöld hafa verið allt of hliðholl atvinnulífinu og myndað skjaldborg um fyrirtækin. Hagnaður fyrir skatta hjá fyrirtækjunum var rúmlega 250 milljarðar árið 2022. Þau menga á daginn og grilla á kvöldin. Það er margt sem stjórnvöld geta gert. Eitt öflugt tól er að bæta eftirfylgni með loftslagsaðgerðum fyrirtækjanna. Ferlið er einfalt: Loftslagsmarkmið – Loftslagsaðgerðir og eftirfylgni stjórnvalda Neyðarlög Til að ná árangri þá þurfa stjórnvöld að setja neyðarlög á þessi 22 fyrirtæki sem eiga 2/3 af losun landsins og setja í gjörgæslu. Skyldi þau til að gefa út staðfestar kolefnislosunartölur fyrir öll losunarsvið og fylgja Science Based Targets aðferðafræðinni. Þau þurfa að setja sér raunhæf markmið og metnaðarfulla aðgerðaráætlun í loftslagsmálum Í eftirfylgni þurfa stjórnvöld að spyrja þriggja spurninga í anda agile aðferðafræðinnar: Hvað ætlið þið að gera í dag í loftslagsmálum? Hvað gerðu þig í gær í loftslagsmálum? Eru einhverjar hindranir? Setja þarf í neyðarlögin lagaheimildir til að svifta fyrirtæki leyfum, starfsleyfi eða veiðileyfum svíkist þau undan því að bera ábyrgð. Hagrænir hvatar Nauðsynlegt er að beita mengunarbótareglunni á alla geira atvinnulífsins. Bæði OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa ítrekað bent á að hagrænir hvatar, skattar og gjöld, á mengun séu skilvirkasta leiðin til að ná markmiðum í umhverfismálum. Á morgun fimmtudag, verður haldið í Norræna húsinu málþing: Ábyrgð stórfyrirtækja: Hagrænir hvatar til að draga úr hamfarahlýnun. Þar sem undirritaður verður með erindi. Þar verður einnig komið inn á þessi mál og Jesper Sölver Schou frá danska loftslagsráðinu mun segja frá metnaðarfullri loftslagsáætlun Dana. Einnig mun Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftlagsmála hjá Brim segja frá vegferð fyrirtækisins. Að lokum mun öflugt fólk taka þátt í pallborðsumræðum. Höfundur er félagi í Hellnaskeri, hugveitu um sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Eftirfylgni Fókus á eftirfylgni á loftslagsaðgerðir fyrirtækja er engin hér á landi. Fyrirtæki á Íslandi bera ábyrgð á 89% af beinni kolefnislosun Íslands. Stærstu losunarfyrirtækin sem menga meira en 20 þúsund tonn af CO2 eru 22 að tölu og bera ábyrgð á tveim þriðju af losuninni. Stjórnvöld og hagaðilar víða um heim hafa beint sjónum sínum á ábyrgð stóru losunarfyrirtækjanna. Í Ástralíu hafa stjórnvöld sett kröfur á fyrirtæki sem losa meira en 25 þúsund tonn CO2 og hafa aðgerðasinnar í auknu mæli ákært stóru fyrirtækin. Íslensk fyrirtæki ásamt hagaðilum hafa hafið herferð um draga Ísland úr Parísarsamningnum og á Sjálfbærnidegi Landsbankans fluttu fjórir forstjórar tölu og kvörtuðu undan íþyngjandi regluverki. Þau vilja halda áfram á sömu braut á sama tíma og hvert hitamet í heiminum er slegið. Það er sannarlega tilefni til að hafa áhyggur af úrtölutón í umræðunni um loftslagsmál. Í Sjálfbærnivísi PwC 2040 voru 50 stærstu fyrirtæki Íslands kortlögð. Niðurstaðan var verri en úr verstu Pisa könnun, en aðeins eitt fyrirtæki náði að uppfylla markmið Parísarsamkomulagsins. Það er ljóst að við náum engum engum lögbundnum markmiðum um samdrátt í losun með þessari frammistöðu. Stjórnvöld hafa verið allt of hliðholl atvinnulífinu og myndað skjaldborg um fyrirtækin. Hagnaður fyrir skatta hjá fyrirtækjunum var rúmlega 250 milljarðar árið 2022. Þau menga á daginn og grilla á kvöldin. Það er margt sem stjórnvöld geta gert. Eitt öflugt tól er að bæta eftirfylgni með loftslagsaðgerðum fyrirtækjanna. Ferlið er einfalt: Loftslagsmarkmið – Loftslagsaðgerðir og eftirfylgni stjórnvalda Neyðarlög Til að ná árangri þá þurfa stjórnvöld að setja neyðarlög á þessi 22 fyrirtæki sem eiga 2/3 af losun landsins og setja í gjörgæslu. Skyldi þau til að gefa út staðfestar kolefnislosunartölur fyrir öll losunarsvið og fylgja Science Based Targets aðferðafræðinni. Þau þurfa að setja sér raunhæf markmið og metnaðarfulla aðgerðaráætlun í loftslagsmálum Í eftirfylgni þurfa stjórnvöld að spyrja þriggja spurninga í anda agile aðferðafræðinnar: Hvað ætlið þið að gera í dag í loftslagsmálum? Hvað gerðu þig í gær í loftslagsmálum? Eru einhverjar hindranir? Setja þarf í neyðarlögin lagaheimildir til að svifta fyrirtæki leyfum, starfsleyfi eða veiðileyfum svíkist þau undan því að bera ábyrgð. Hagrænir hvatar Nauðsynlegt er að beita mengunarbótareglunni á alla geira atvinnulífsins. Bæði OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa ítrekað bent á að hagrænir hvatar, skattar og gjöld, á mengun séu skilvirkasta leiðin til að ná markmiðum í umhverfismálum. Á morgun fimmtudag, verður haldið í Norræna húsinu málþing: Ábyrgð stórfyrirtækja: Hagrænir hvatar til að draga úr hamfarahlýnun. Þar sem undirritaður verður með erindi. Þar verður einnig komið inn á þessi mál og Jesper Sölver Schou frá danska loftslagsráðinu mun segja frá metnaðarfullri loftslagsáætlun Dana. Einnig mun Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftlagsmála hjá Brim segja frá vegferð fyrirtækisins. Að lokum mun öflugt fólk taka þátt í pallborðsumræðum. Höfundur er félagi í Hellnaskeri, hugveitu um sjálfbærni.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun