Haraldur skammar Pawel: „Ömurlegt pólitískt útspil“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2024 09:33 Haraldur (t.v.) er ekki parsáttur við skrif Pawels (t.h.) Vísir/Arnar/Samsett Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, virðist ekki parsáttur við skrif Pawels Bartoszek, varaborgarfulltrúa Viðreisnar, á Vísi í gær. Pawel birti skoðanapistil þar sem hann veltir upp vandræðum Víkinga vegna þátttöku þeirra í Sambandsdeild Evrópu, kröfurnar sem fylgja og kostnaðinn sem það ber í för með sér fyrir skattgreiðendur. Pawel bendir á það í pistli sínum að knattspyrnufélög hérlendis leitist, líkt og fólk flest, eftir því að lágmarka eigin útgjöld. Ein leið til slíks sé að aðrir greiði stofnkostnað þeirra rekstrar – fyrir knattspyrnuvelli til að mynda – sem sveitarfélög fjármagna að langstærstu leyti. „Réttlætingin fyrir þessu að þessi kostnaður kemur til vegna síaukinna „krafna“. Frá hverjum? Jú, jú, iðnaðinum sjálfum,“ segir Pawel og á þar við regluverk Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem gerir ríkulegar kröfur til leikvanga sem nýta má undir Evrópuleiki. „Stjórnmálamenn virðast almennt til í að samþykkja þetta upplegg. Ef þeir gera það ekki þá mæta ástríðufullir menn á sviðið og segja að stjórnvöld (les: skattgreiðendur) verði að „hundskast“ og „drullast“ til að „hysja upp um sig buxurnar“ og „sýna metnað“. Ef ekki þá muni liðið fara og spila á öðrum velli, í öðrum bæ, í öðru héraði, eða í öðru landi. „Vilja menn það?“ skrifar Pawel enn frekar. Hann telur upp margar þær kröfur sem UEFA gerir til Víkinga vegna komandi heimaleikja þeirra í Sambandsdeildinni. Þar má nefna aðskildar stúkur, lýsingu vegna sjónvarpsútsendinga og snúningshlið við innganga vallar. Lýsingin er helsta vandamálið sem Víkingar standa frammi fyrir. Starfsmenn félagsins standa í ströngu að fá undanþágur frá UEFA til að leikirnir geti farið fram hér á landi en ekki í Þórshöfn í Færeyjum. Til stendur að leigja ljósabúnað fyrir fleiri tugi milljóna og koma upp á Kópavogsvelli. Leigan á búnaðinum myndi nýtast í þrjá heimaleiki Víkings í Sambandsdeildinni; gegn Cercle Brugge 24. október, gegn Borac 7. nóvember og við Djurgården 12. desember. Ljóst er að kostnaðurinn mun nema tugum milljóna á hvern leik aðeins fyrir leiguna á ljósabúnaði, sem fer síðan aftur úr landi eftir þriðja leikinn í desember. „Það má alveg fjárfesta í íþróttamannvirkjum ef þessar fjárfestingar nýtast okkur. Upphitað gervigras eykur til dæmis nýtingu valla, líka vegna æfinga barna. En aðskildar stúkur, snúningshlið og flóðljós til að tryggja sjónvarpsútsendingar á nóttunni um vetur nýtast okkur ekki til neins nema til að uppfylla einhverjar tilbúnar „kröfur“ annarra. Kannski er kominn til að fara að setja spurningamerki við þær,“ er niðurlag greinar Pawels. Haraldur segir skrifin fjarri staðreyndum Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, hefur staðið í ströngu undanfarna viku, líkt og aðrir starfsmenn Víkings vegna málsins. Að auki hafa Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri sambandsins, og Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs, setið sveittir, að reyna að leysa málið með UEFA auk fulltrúa ríkis og borgar. Með það fyrir augum að leikir Víkings geti farið fram hér á landi. Endanlegrar niðurstöðu er að vænta eftir hádegið í dag. Haraldur svaraði Pawel á Facebook síðu þess síðarnefnda í gær. Skrif Pawels virðast hafa farið fyrir brjóstið á honum. Haraldur segir að hefði Reykjavíkurborg tekið til tillit til krafna UEFA til flóðlýsingar við byggingu heimavallar Fram í Úlfarsárdal væru Víkingar ekki í þessum sporum og gætu spilað leiki sína þar. „Ótrúleg vonbrigði að lesa þessa grein Pawel Bartoszek. Ekkert land í Evrópu býr við þessar aðstæður. Ekkert. Var að koma frá Andorra. 80þ manns. Nýr glæsilegur völlur fyrir 6000 áhorfendur tekinn í notkun næsta vor,“ segir Haraldur. „UEFA hefur ekki bannað að spila á Laugardalsvelli. Völlurinn lendir hins vegar undir framkvæmdum í haust. Trúi því að þú þekkir það. Kannski er ástæðan fyrir því að þú þekkir ekki staðreyndir sú að þú ert vara borgarfulltrúi í dag en ekki formaður málaflokksins líkt og áður. Það hefur ekkert mjakast. Ekkert,“ „Allar nýframkvæmdir mannvirkja eru gerðar m.t.t. lágmarkskrafna hverju sinni. Ef Framvöllurinn hefði fengið ljós sem uppfylla 1200/1400 LUX þá fullyrði ég að við værum ekki í þessum sporum meðan framkvæmdir í Laugardalnum klárast. Slíkt hefði kostað 40-50 mills aukalega,“ segir Haraldur sem skammar Pawel: „Þetta er ömurlegt pólitískt útspil og fjarri staðreyndum. Skamm.“ Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sambandsdeild Evrópu UEFA Skipulag Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Pawel bendir á það í pistli sínum að knattspyrnufélög hérlendis leitist, líkt og fólk flest, eftir því að lágmarka eigin útgjöld. Ein leið til slíks sé að aðrir greiði stofnkostnað þeirra rekstrar – fyrir knattspyrnuvelli til að mynda – sem sveitarfélög fjármagna að langstærstu leyti. „Réttlætingin fyrir þessu að þessi kostnaður kemur til vegna síaukinna „krafna“. Frá hverjum? Jú, jú, iðnaðinum sjálfum,“ segir Pawel og á þar við regluverk Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem gerir ríkulegar kröfur til leikvanga sem nýta má undir Evrópuleiki. „Stjórnmálamenn virðast almennt til í að samþykkja þetta upplegg. Ef þeir gera það ekki þá mæta ástríðufullir menn á sviðið og segja að stjórnvöld (les: skattgreiðendur) verði að „hundskast“ og „drullast“ til að „hysja upp um sig buxurnar“ og „sýna metnað“. Ef ekki þá muni liðið fara og spila á öðrum velli, í öðrum bæ, í öðru héraði, eða í öðru landi. „Vilja menn það?“ skrifar Pawel enn frekar. Hann telur upp margar þær kröfur sem UEFA gerir til Víkinga vegna komandi heimaleikja þeirra í Sambandsdeildinni. Þar má nefna aðskildar stúkur, lýsingu vegna sjónvarpsútsendinga og snúningshlið við innganga vallar. Lýsingin er helsta vandamálið sem Víkingar standa frammi fyrir. Starfsmenn félagsins standa í ströngu að fá undanþágur frá UEFA til að leikirnir geti farið fram hér á landi en ekki í Þórshöfn í Færeyjum. Til stendur að leigja ljósabúnað fyrir fleiri tugi milljóna og koma upp á Kópavogsvelli. Leigan á búnaðinum myndi nýtast í þrjá heimaleiki Víkings í Sambandsdeildinni; gegn Cercle Brugge 24. október, gegn Borac 7. nóvember og við Djurgården 12. desember. Ljóst er að kostnaðurinn mun nema tugum milljóna á hvern leik aðeins fyrir leiguna á ljósabúnaði, sem fer síðan aftur úr landi eftir þriðja leikinn í desember. „Það má alveg fjárfesta í íþróttamannvirkjum ef þessar fjárfestingar nýtast okkur. Upphitað gervigras eykur til dæmis nýtingu valla, líka vegna æfinga barna. En aðskildar stúkur, snúningshlið og flóðljós til að tryggja sjónvarpsútsendingar á nóttunni um vetur nýtast okkur ekki til neins nema til að uppfylla einhverjar tilbúnar „kröfur“ annarra. Kannski er kominn til að fara að setja spurningamerki við þær,“ er niðurlag greinar Pawels. Haraldur segir skrifin fjarri staðreyndum Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, hefur staðið í ströngu undanfarna viku, líkt og aðrir starfsmenn Víkings vegna málsins. Að auki hafa Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri sambandsins, og Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs, setið sveittir, að reyna að leysa málið með UEFA auk fulltrúa ríkis og borgar. Með það fyrir augum að leikir Víkings geti farið fram hér á landi. Endanlegrar niðurstöðu er að vænta eftir hádegið í dag. Haraldur svaraði Pawel á Facebook síðu þess síðarnefnda í gær. Skrif Pawels virðast hafa farið fyrir brjóstið á honum. Haraldur segir að hefði Reykjavíkurborg tekið til tillit til krafna UEFA til flóðlýsingar við byggingu heimavallar Fram í Úlfarsárdal væru Víkingar ekki í þessum sporum og gætu spilað leiki sína þar. „Ótrúleg vonbrigði að lesa þessa grein Pawel Bartoszek. Ekkert land í Evrópu býr við þessar aðstæður. Ekkert. Var að koma frá Andorra. 80þ manns. Nýr glæsilegur völlur fyrir 6000 áhorfendur tekinn í notkun næsta vor,“ segir Haraldur. „UEFA hefur ekki bannað að spila á Laugardalsvelli. Völlurinn lendir hins vegar undir framkvæmdum í haust. Trúi því að þú þekkir það. Kannski er ástæðan fyrir því að þú þekkir ekki staðreyndir sú að þú ert vara borgarfulltrúi í dag en ekki formaður málaflokksins líkt og áður. Það hefur ekkert mjakast. Ekkert,“ „Allar nýframkvæmdir mannvirkja eru gerðar m.t.t. lágmarkskrafna hverju sinni. Ef Framvöllurinn hefði fengið ljós sem uppfylla 1200/1400 LUX þá fullyrði ég að við værum ekki í þessum sporum meðan framkvæmdir í Laugardalnum klárast. Slíkt hefði kostað 40-50 mills aukalega,“ segir Haraldur sem skammar Pawel: „Þetta er ömurlegt pólitískt útspil og fjarri staðreyndum. Skamm.“
Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sambandsdeild Evrópu UEFA Skipulag Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira