„Krefjandi“ að semja við einkaaðila um bakaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2024 19:26 Hluti hryggaðgerða verður fluttur í skrefum frá Landspítala til einkaaðila til þess að stytta biðlista. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið segir undirbúning og samningsgerð við einkaaðila um bakaðgerðir krefjandi vegna þess að aldrei hafi verið samið um þær áður. Ætlunin er að nýta reynsluna af samingum ríkisins við einkaaðila um liðskiptaaðgerðir. Bakaðgerðir hafa fram að þessu aðeins verið framkvæmdir á Landspítalanum til þessa en hann hefur ekki annað þörfinni vegna aðstöðuskorts. Því hafa biðlistar lengst. Þeir sem leita til einkaaðila þurfa að greiða fullt verð fyrir þær, meira en milljón króna. Læknir lýsti því að fólk brysti stundum í grát þegar það heyrði verðið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sjúkratryggingar auglýstu eftir einkaaðilum á heilbrigðismarkaði til þess að taka aðgerðir af þessu tagi að sér í mars. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu vegna fréttaflutningsins kemur fram að hluti aðgerðanna verði fluttur frá Landspítalanum í skrefum. Markmiðið sé að fjölga aðgerðum og tryggja opinbera greiðsluþátttöku í þeim. „Þar sem hér á landi hefur aldrei áður verið samið við einkaaðila um framkvæmd hryggjaraðgerða er undirbúningurinn og samningsgerðin meira krefjandi en ella,“ segir í tilkynningunni. Ekki kemur fram hvenær ráðuneytið býst við að gengið verði frá samningunum. Vilja ekki skapa tvöfalt kerfi Ráðuneytið segir að áhersla verði lögð á að nýta lærdóm sem hefur fengist af samningum við einkaaðila um liðskiptaaðgerðir sem gerðir voru í fyrra. Samið var um sjö hundruð aðgerðir til viðbótar við þær sem eru gerðar á opinberum heilbrigðisstofnunum. Framkvæmd þessara samninga er sögð hafa gengið vel í megindráttum og biðlistar styst. Áhersla er sögð lögð á að tryggja faglegar kröfur varðandi aðgerðirnar með áherslu á öryggi sjúklinga samhliða skilvirkni þjónustunnar. Vandað verði til við mat á sjúklingum, val á skurðaðgerð sem meðferðarúrræði og undirbúning fyrir aðgerð. „Mikilvægt er að ekki skapist tvöfalt kerfi við veitingu þessarar þjónustu, heldur að sjúklingar sitji við sama borð óháð efnahag,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Bakaðgerðir hafa fram að þessu aðeins verið framkvæmdir á Landspítalanum til þessa en hann hefur ekki annað þörfinni vegna aðstöðuskorts. Því hafa biðlistar lengst. Þeir sem leita til einkaaðila þurfa að greiða fullt verð fyrir þær, meira en milljón króna. Læknir lýsti því að fólk brysti stundum í grát þegar það heyrði verðið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sjúkratryggingar auglýstu eftir einkaaðilum á heilbrigðismarkaði til þess að taka aðgerðir af þessu tagi að sér í mars. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu vegna fréttaflutningsins kemur fram að hluti aðgerðanna verði fluttur frá Landspítalanum í skrefum. Markmiðið sé að fjölga aðgerðum og tryggja opinbera greiðsluþátttöku í þeim. „Þar sem hér á landi hefur aldrei áður verið samið við einkaaðila um framkvæmd hryggjaraðgerða er undirbúningurinn og samningsgerðin meira krefjandi en ella,“ segir í tilkynningunni. Ekki kemur fram hvenær ráðuneytið býst við að gengið verði frá samningunum. Vilja ekki skapa tvöfalt kerfi Ráðuneytið segir að áhersla verði lögð á að nýta lærdóm sem hefur fengist af samningum við einkaaðila um liðskiptaaðgerðir sem gerðir voru í fyrra. Samið var um sjö hundruð aðgerðir til viðbótar við þær sem eru gerðar á opinberum heilbrigðisstofnunum. Framkvæmd þessara samninga er sögð hafa gengið vel í megindráttum og biðlistar styst. Áhersla er sögð lögð á að tryggja faglegar kröfur varðandi aðgerðirnar með áherslu á öryggi sjúklinga samhliða skilvirkni þjónustunnar. Vandað verði til við mat á sjúklingum, val á skurðaðgerð sem meðferðarúrræði og undirbúning fyrir aðgerð. „Mikilvægt er að ekki skapist tvöfalt kerfi við veitingu þessarar þjónustu, heldur að sjúklingar sitji við sama borð óháð efnahag,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira