Glódís Perla um liðsfélagann: Hún er allt öðruvísi en ég hélt hún væri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2024 08:31 Glódís Perla Viggósdóttir með tveimur liðsfélögum sínum í Bayern á kynningarkvöldi heimildaþáttanna „Mehr als 90 minuten“. Þetta eru þær Klara Bühl og Linda Sembrant. @fcbfrauen Glódís Perla Viggósdóttir er að sjálfsögðu í stóru hlutverki í nýjum heimildarmyndaþáttum um kvennalið Bayern München en fyrsti þátturinn var frumsýndur í gær. Þættirnir heita „Mehr als 90 minuten“ eða „Meira en bara þessar níutíu mínútur“. Þar var fylgst með liði Bayern á síðasta tímabili þegar Bayern stelpurnar urðu þýskir meistarar. Enska landsliðskonan og Evrópumeistarinn Georgia Stanway fékk svolítið á sig sviðsljósið í þessum fyrsta þætti og var Glódís okkar meðal annars spurð út í þennan snaggaralega miðjumann. „Hún er allt öðruvísi en ég hélt hún væri, ef ég ég segi alveg eins og er,“ sagði Glódís Perla um Stanway. Stanway fór mikinn með enska landsliðinu á EM 2022 þegar þær ensku unnu fyrsta fótboltatitil þjóðar sinnar frá 1966. „Við vorum ekkert svo nánar á síðasta tímabili en núna erum við miklu nánari þar sem við erum líka orðnar nágrannar,“ sagði Glódís Perla. „Utan frá lítur hún kannski fyrir að vera hörð týpa af því að hún lætur vel finna fyrir sér inn á vellinum. Hún hækkar róminn og öskrar á fólk. Hún fer líka í alla 50/50 bolta líka þótt að þeir séu 40/60. Fer hundrað prósent í allt saman og vinnur líka oftast einvígin sín,“ sagði Glódís. „Hún er vissulega með hraða skel en um leið og hún hleypir þér inn á er hún vinalegasta stelpan sem þú finnur,“ sagði Glódís. Það er fylgst með því þegar Stanway fær sér nýtt húðflúr því hún er mikil áhugakona um húðflúr. Það má sjá fyrsta þáttinn af „Mehr als 90 minuten“ hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=VzWdIqHwsBA">watch on YouTube</a> Þýski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Þættirnir heita „Mehr als 90 minuten“ eða „Meira en bara þessar níutíu mínútur“. Þar var fylgst með liði Bayern á síðasta tímabili þegar Bayern stelpurnar urðu þýskir meistarar. Enska landsliðskonan og Evrópumeistarinn Georgia Stanway fékk svolítið á sig sviðsljósið í þessum fyrsta þætti og var Glódís okkar meðal annars spurð út í þennan snaggaralega miðjumann. „Hún er allt öðruvísi en ég hélt hún væri, ef ég ég segi alveg eins og er,“ sagði Glódís Perla um Stanway. Stanway fór mikinn með enska landsliðinu á EM 2022 þegar þær ensku unnu fyrsta fótboltatitil þjóðar sinnar frá 1966. „Við vorum ekkert svo nánar á síðasta tímabili en núna erum við miklu nánari þar sem við erum líka orðnar nágrannar,“ sagði Glódís Perla. „Utan frá lítur hún kannski fyrir að vera hörð týpa af því að hún lætur vel finna fyrir sér inn á vellinum. Hún hækkar róminn og öskrar á fólk. Hún fer líka í alla 50/50 bolta líka þótt að þeir séu 40/60. Fer hundrað prósent í allt saman og vinnur líka oftast einvígin sín,“ sagði Glódís. „Hún er vissulega með hraða skel en um leið og hún hleypir þér inn á er hún vinalegasta stelpan sem þú finnur,“ sagði Glódís. Það er fylgst með því þegar Stanway fær sér nýtt húðflúr því hún er mikil áhugakona um húðflúr. Það má sjá fyrsta þáttinn af „Mehr als 90 minuten“ hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=VzWdIqHwsBA">watch on YouTube</a>
Þýski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira