Fiskeldi í Fjallabyggð eins og þruma úr heiðskíru lofti Rakel Hinriksdóttir skrifar 13. september 2024 09:33 Kleifar fiskeldi áformar að hefja fiskeldi í Fjallabyggð. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins þann 4.september síðastliðinn á að koma upp eldi á ófrjóum laxi í Fjallabyggð og er áformað að framleiðslugeta eldisins verði 20 þúsund tonn árlega. Samkvæmt fréttinni er áætlað að vera með seiðaeldi á Siglufirði, landeldi í Ólafsfirði og áframeldi í sjókvíum í fjörðum á Tröllaskaga. Róbert Guðfinnsson er í forsvari fyrir Kleifar fiskeldi. „Sjö nærliggjandi sveitarfélögum verður boðinn um 1,4% hlutur í Kleifum endurgjaldslaust, eða samtals 10,1%. Þannig munu sveitarfélögin sem gefa samþykki sitt fá 10,1% af öllum arðgreiðslum félagsins um ókomna framtíð,“ segir Róbert við Morgunblaðið. Fyrir hönd SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi lýsi ég yfir áhyggjum og undrun vegna þessa. Umræðan í samfélaginu varðandi sjókvíaeldi hefur ekki verið jákvæð, með réttu, enda eru umhverfisáhrif þeirra mjög slæm. Heldur hefur okkur þótt umræðan stefna í áttina að því að beina orkunni meira að landeldi sem hefur gefið góða raun og neikvæð umhverfisáhrif ekki nálægt því jafn fyrirferðarmikil. Áætlanir Kleifa fiskeldis koma því svolítið eins og þruma úr heiðskíru lofti, auk þess sem margt varðandi framkvæmdina stenst ekki skoðun. Eins og staðan er í dag, er Siglufjörður bannsvæði fyrir sjókvíar samkvæmt lögum. Einnig er hann, sem og hinir tveir firðirnir í Fjallabyggð; Héðinsfjörður og Ólafsfjörður, of grunnir fyrir sjókvíar. Þessir firðir eru á bilinu 30 - 40 metra djúpir þar sem dýpst er, en sjókvíar eru 20 metra djúpar. Sem dæmi má nefna að Arnarlax er með starfsleyfi í Dýrafirði og þar eru kvíarnar 20 metra djúpar en fjarlægð frá nót kvíar að botni er um 50 m. Bjarkey Olsen matvælaráðherra er með nýtt frumvarp um lagareldi á borðinu sem er ennþá í mótun, aðallega vegna þess að auðlindahlutinn hefur verið umdeildur. Samkvæmt frumvarpinu myndi leyfisveiting til fiskeldis vera ótímabundin, sem hefur valdið mörgum áhyggjum. Ef þetta frumvarp myndi vera samþykkt eins og það er í dag, yrðu Eyjafjörður, Ólafsfjörður og Héðinsfjörður líka lokaðir fyrir sjókvíaeldi. Annað sem er umhugsunarvert er að áætlað er að nota ófrjóan lax. Lítil reynsla er komin á það að ala ófrjóan lax enn sem komið er. Að lokum má nefna að grunnir firðir við norðvestanverðan Tröllaskaga henta varla fyrir sjókvíar vegna þess að þeir eru galopnir fyrir haföldu. Eyjafjörður er þar undanskilinn, innan við Hrísey. Haldinn hefur verið kynningarfundur á Ólafsfirði um verkefnið og umræðan hefur verið þannig, sérstaklega vegna þess að sveitarfélögunum á svæðinu er lofuð sneið af kökunni, að um jákvæða framkvæmd sé að ræða. Okkar skoðun er sú að það megi alls ekki gleyma því, þó að fjárhagslegum gróða sé lofað, að um er að ræða framkvæmd sem er náttúrunni alls ekki í hag. Auk þess er ennþá mjög svo á gráu svæði, að okkar mati, hvernig framkvæmdin eigi að vera. SUNN heldur vökulu auga með framvindu málsins, og ég hvet þau sem bera hag náttúru Norðurlands fyrir brjósti, hvort sem það er á láði eða legi, að hafa samband við okkur og taka þátt í starfi samtakanna. Aðalfundur félagsins verður á Amtsbókasafninu á mánudaginn næstkomandi, kl 20.00, þar sem öll eru velkomin. Aldrei hefur náttúra Íslands þurft meira á málsvörum að halda. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjallabyggð Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kleifar fiskeldi áformar að hefja fiskeldi í Fjallabyggð. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins þann 4.september síðastliðinn á að koma upp eldi á ófrjóum laxi í Fjallabyggð og er áformað að framleiðslugeta eldisins verði 20 þúsund tonn árlega. Samkvæmt fréttinni er áætlað að vera með seiðaeldi á Siglufirði, landeldi í Ólafsfirði og áframeldi í sjókvíum í fjörðum á Tröllaskaga. Róbert Guðfinnsson er í forsvari fyrir Kleifar fiskeldi. „Sjö nærliggjandi sveitarfélögum verður boðinn um 1,4% hlutur í Kleifum endurgjaldslaust, eða samtals 10,1%. Þannig munu sveitarfélögin sem gefa samþykki sitt fá 10,1% af öllum arðgreiðslum félagsins um ókomna framtíð,“ segir Róbert við Morgunblaðið. Fyrir hönd SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi lýsi ég yfir áhyggjum og undrun vegna þessa. Umræðan í samfélaginu varðandi sjókvíaeldi hefur ekki verið jákvæð, með réttu, enda eru umhverfisáhrif þeirra mjög slæm. Heldur hefur okkur þótt umræðan stefna í áttina að því að beina orkunni meira að landeldi sem hefur gefið góða raun og neikvæð umhverfisáhrif ekki nálægt því jafn fyrirferðarmikil. Áætlanir Kleifa fiskeldis koma því svolítið eins og þruma úr heiðskíru lofti, auk þess sem margt varðandi framkvæmdina stenst ekki skoðun. Eins og staðan er í dag, er Siglufjörður bannsvæði fyrir sjókvíar samkvæmt lögum. Einnig er hann, sem og hinir tveir firðirnir í Fjallabyggð; Héðinsfjörður og Ólafsfjörður, of grunnir fyrir sjókvíar. Þessir firðir eru á bilinu 30 - 40 metra djúpir þar sem dýpst er, en sjókvíar eru 20 metra djúpar. Sem dæmi má nefna að Arnarlax er með starfsleyfi í Dýrafirði og þar eru kvíarnar 20 metra djúpar en fjarlægð frá nót kvíar að botni er um 50 m. Bjarkey Olsen matvælaráðherra er með nýtt frumvarp um lagareldi á borðinu sem er ennþá í mótun, aðallega vegna þess að auðlindahlutinn hefur verið umdeildur. Samkvæmt frumvarpinu myndi leyfisveiting til fiskeldis vera ótímabundin, sem hefur valdið mörgum áhyggjum. Ef þetta frumvarp myndi vera samþykkt eins og það er í dag, yrðu Eyjafjörður, Ólafsfjörður og Héðinsfjörður líka lokaðir fyrir sjókvíaeldi. Annað sem er umhugsunarvert er að áætlað er að nota ófrjóan lax. Lítil reynsla er komin á það að ala ófrjóan lax enn sem komið er. Að lokum má nefna að grunnir firðir við norðvestanverðan Tröllaskaga henta varla fyrir sjókvíar vegna þess að þeir eru galopnir fyrir haföldu. Eyjafjörður er þar undanskilinn, innan við Hrísey. Haldinn hefur verið kynningarfundur á Ólafsfirði um verkefnið og umræðan hefur verið þannig, sérstaklega vegna þess að sveitarfélögunum á svæðinu er lofuð sneið af kökunni, að um jákvæða framkvæmd sé að ræða. Okkar skoðun er sú að það megi alls ekki gleyma því, þó að fjárhagslegum gróða sé lofað, að um er að ræða framkvæmd sem er náttúrunni alls ekki í hag. Auk þess er ennþá mjög svo á gráu svæði, að okkar mati, hvernig framkvæmdin eigi að vera. SUNN heldur vökulu auga með framvindu málsins, og ég hvet þau sem bera hag náttúru Norðurlands fyrir brjósti, hvort sem það er á láði eða legi, að hafa samband við okkur og taka þátt í starfi samtakanna. Aðalfundur félagsins verður á Amtsbókasafninu á mánudaginn næstkomandi, kl 20.00, þar sem öll eru velkomin. Aldrei hefur náttúra Íslands þurft meira á málsvörum að halda. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar