Aðeins meira um Kópavogsmódelið Sverrir J. Dalsgaard skrifar 13. september 2024 18:31 Sonja Ýr Þorbergsdóttir kemur með nýjasta útspil gegn Kópavogsmódelinu í grein sinni „Leikskólarnir eru fjöregg samfélagsins“, núna er sem betur fer hætt að nota léleg uppeldisfræðileg rök og Sonja vill draga sveitarfélagið til ábyrgðar. Klædd í búning umbóta Það er misskilningur að Kópavogsmódelið er aðgerð sem stjórnvöld hafa gripið til. Hugmyndin kemur úr leikskólasamfélaginu og var séð sem lausn við vandann sem var til staðar. Leikskólarnir voru komnir í þrot. Þá er í fyrsta lagi átt við þá staðreynd að íslensk börn dvelja að meðaltali um 38 klst á viku í leikskóla, en meðaltali í Evrópu er 28 klst skv rannsókn frá 2016. (Mörg börn telja sig vera lengi í leikskólanum | Háskóli Íslands (hi.is)). Í öðru lagi hefur mönnunarvandi verið mikill síðustu tvo áratugina þar sem skortur er á kennurum og síðustu árin hafa leikskólarnir einnig verið að missa kennara yfir í grunnskólann. Í þriðja lagi er svo þröngt rými í leikskólum eins og Sonja einnig kemur inn á. Það var ekki þannig að Kópavogsbær stökk á þessa lausn, en eftir mikinn þrýsting frá leikskólasamfélaginu tókst að fá þetta í gegn. Ég skil vel að það er mikil áhugi á Kópavogsmódelinu þar sem það er að skila árangri í bættu starfsumhverfi barna og kennara, enda er þetta bara í þriðja skipti sem ég sé einhvern stytting á dvalartíma barna. Fyrsta skipti var eftir hrun, en það gekk fljótlega til baka og annað skipti var þegar leikskólarnir styttu opnunartíma um hálfa klukkustund. Sonja talar um rannsóknir sem sýna að “foreldrar upplifa nú þegar mikið álag vegna samræmingar fjölskyldulífs og atvinnu.” og síðan skrifar hún um að of fáir njóti styttri vinnuviku. Í þessu dæmi er leikskólinn ekki einu sinni inni í myndinni. Foreldrar eru að vinna of mikið og eiga þess vegna ekki nógu mikinn tíma fyrir börnin sín. Kópavogsmódelið reynir allavega að svara ákalli foreldra, en af hverju er verkalýðshreyfingin ekki búin að svara ákallinu og tryggja öllum styttri vinnuviku og 30 orlofsdaga á ári? Þjónustuskerðing Það hefur verið mikið talað um þjónustuskerðingu hjá þeim sem gagnrýna Kópavogsmódelið. Þjónustan hefur verið skilgreind sem gjaldfrjáls leikskóli og viðbótar nám fyrir þau sem þurfa á meiri þjónustu að halda. Gerðar voru breytingar á gjaldskrá í kjölfarið þar sem frítt er fyrir 6 klst dvöl, börn sem eru í allt að 7 klst greiða sama gjald og áður. Dvalargjald fyrir 8 - 9 klst hafa hækkað. Ekki má gleyma því að tekinn var upp tekjutengdur afsláttur sem veitir ákveðnum hópi foreldra afsláttar sem ekki hefur verið með afsláttarkjör áður. Breytingin er þó ekki gallalaus og þarf að skoða hlut einstæðra foreldra sem eru á mörkum viðmiða um tekjutengingu. Áður en verkefnið hófst áttum við aðallega von á því að dvalartími barna myndi styttast aðeins, en verkefnið hefur gengið betri en við vonuðumst til, þar sem um fjórðungur barna hefur nýtt sér gjaldfrjálsan leikskóla eða frá því að 2% barna voru í 6 klst vistun eru um 22% barna komin í gjaldfrjálsan leikskóla. Í töflunni fyrir neðan má sjá samanburð á milli núverandi og fyrrverandi gjaldskrá Kópavogs og nágranna bæjarfélaga. Miðað er við 8 og 8,5 klst vistun með fullu fæði. Garðabær býður mest upp á 40 klst vistun. Samanburður á leikskólagjöldum fyrir fólk í sambúð.Sverrir J. Dalsgaard Samanburður leikskólagjalda fyrir einstæða foreldra.Sverrir J. Dalsgaard Það verður hver að dæma fyrir sig hvað þeim finnst um leikskólagjöldin. Hér áður var kostnaðarþátttaka foreldra um 25 %, en er um 10 - 14% í dag. BSRB sem hefur gagnrýnt Kópavogsmódelið er allavega mjög umhugað um þessar miklu gjaldskrárhækkanir á þau tekjulægstu. Samt ekki meira umhugað um það, en að þegar var samið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir við síðustu kjarasamninga, þá átti það ekki við börnin á fyrsta skólastiginu. Fullt fæði í leikskólum Kópavogs kostar 11.083 krónur/mánuð eða 35% af kostnaði fyrir 8 klst leikskólagjöldum hjá þeim tekjulægstu. Áfram um kjarasamninga Í nýgerðum kjarasamningum sætti verkalýðshreyfingin við að barnabætur hækka minna í krónutölu hjá þeim tekjulægstu en þeim sem eru næst fyrir ofan. (Vaxandi velsæld) Það á að auka framlög til fæðingarorlofs um 11,5 milljarða króna, þannig að hámarksgreiðslu geta orðið 900 þúsund krónur á mánuði, sem augljóslega gagnast tekjulægra fólki ekki neitt. Húsnæðiskostnaður er einn stærsti útgjaldaliður hjá þeim tekjulægstu, sérstaklega þeim sem eru á leigumarkaðnum. Af hverju er ekki ófrávíkjanleg krafa verkalýðsfélagana um að það verður sett þak á húsaleigu, þannig að fjárfestar verða að hætta að níðast á þeim sem eru með minnst á milli handanna. Hækkun á húsnæðisbótum verður augljóslega bara notuð í að hækka leiguna, þannig að það er engin kjarabót í því. Óvænt útgjöld er versti óvinur þeirra tekjulægstu. Verkalýðshreyfingin ætti fyrir löngu að vera búin að krefjast fría heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Það væri almennileg kjarabót fyrir þá tekjulægstu. Um jafnrétti og Kópavogsmódelið Það er erfitt að sjá hvernig Kópavogsmódelið er meiri ógn við jafnrétti, en þær aðgerðir sem BSRB sjálft hefur lagt sína blessun á við gerð síðustu kjarasamninga. Viðvarandi kynbundinn launamunur og ábyrgð kvenna á þriðju vaktinni er samfélagslegt vandamál. Það þarf að laga launamuninn til að laga jafnréttið. Hvað ætlar BSRB að gera í því? Sonju finnst tímabært að svara ákalli um umbætur á leikskólum. Það var tímabært í fyrra, fyrir 5 árum, fyrir 10 árum og fyrir 20 árum, en ekkert hefur gerst á þessum tíma. Það voru engir pólitikusar að kasta ryki í augu okkar. Ákalli leikskólasamfélagsins í Kópavogi var svarað og okkar hugmynd um hvernig leikskólinn er best settur til framtíðar var samþykkt. Það þarf að gefa þessu tíma og þróa það, þannig að það verður betri. Verð samt að viðurkenna að byrjunin lofar góðu! Höfundur er deildarstjóri í leikskóla í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir kemur með nýjasta útspil gegn Kópavogsmódelinu í grein sinni „Leikskólarnir eru fjöregg samfélagsins“, núna er sem betur fer hætt að nota léleg uppeldisfræðileg rök og Sonja vill draga sveitarfélagið til ábyrgðar. Klædd í búning umbóta Það er misskilningur að Kópavogsmódelið er aðgerð sem stjórnvöld hafa gripið til. Hugmyndin kemur úr leikskólasamfélaginu og var séð sem lausn við vandann sem var til staðar. Leikskólarnir voru komnir í þrot. Þá er í fyrsta lagi átt við þá staðreynd að íslensk börn dvelja að meðaltali um 38 klst á viku í leikskóla, en meðaltali í Evrópu er 28 klst skv rannsókn frá 2016. (Mörg börn telja sig vera lengi í leikskólanum | Háskóli Íslands (hi.is)). Í öðru lagi hefur mönnunarvandi verið mikill síðustu tvo áratugina þar sem skortur er á kennurum og síðustu árin hafa leikskólarnir einnig verið að missa kennara yfir í grunnskólann. Í þriðja lagi er svo þröngt rými í leikskólum eins og Sonja einnig kemur inn á. Það var ekki þannig að Kópavogsbær stökk á þessa lausn, en eftir mikinn þrýsting frá leikskólasamfélaginu tókst að fá þetta í gegn. Ég skil vel að það er mikil áhugi á Kópavogsmódelinu þar sem það er að skila árangri í bættu starfsumhverfi barna og kennara, enda er þetta bara í þriðja skipti sem ég sé einhvern stytting á dvalartíma barna. Fyrsta skipti var eftir hrun, en það gekk fljótlega til baka og annað skipti var þegar leikskólarnir styttu opnunartíma um hálfa klukkustund. Sonja talar um rannsóknir sem sýna að “foreldrar upplifa nú þegar mikið álag vegna samræmingar fjölskyldulífs og atvinnu.” og síðan skrifar hún um að of fáir njóti styttri vinnuviku. Í þessu dæmi er leikskólinn ekki einu sinni inni í myndinni. Foreldrar eru að vinna of mikið og eiga þess vegna ekki nógu mikinn tíma fyrir börnin sín. Kópavogsmódelið reynir allavega að svara ákalli foreldra, en af hverju er verkalýðshreyfingin ekki búin að svara ákallinu og tryggja öllum styttri vinnuviku og 30 orlofsdaga á ári? Þjónustuskerðing Það hefur verið mikið talað um þjónustuskerðingu hjá þeim sem gagnrýna Kópavogsmódelið. Þjónustan hefur verið skilgreind sem gjaldfrjáls leikskóli og viðbótar nám fyrir þau sem þurfa á meiri þjónustu að halda. Gerðar voru breytingar á gjaldskrá í kjölfarið þar sem frítt er fyrir 6 klst dvöl, börn sem eru í allt að 7 klst greiða sama gjald og áður. Dvalargjald fyrir 8 - 9 klst hafa hækkað. Ekki má gleyma því að tekinn var upp tekjutengdur afsláttur sem veitir ákveðnum hópi foreldra afsláttar sem ekki hefur verið með afsláttarkjör áður. Breytingin er þó ekki gallalaus og þarf að skoða hlut einstæðra foreldra sem eru á mörkum viðmiða um tekjutengingu. Áður en verkefnið hófst áttum við aðallega von á því að dvalartími barna myndi styttast aðeins, en verkefnið hefur gengið betri en við vonuðumst til, þar sem um fjórðungur barna hefur nýtt sér gjaldfrjálsan leikskóla eða frá því að 2% barna voru í 6 klst vistun eru um 22% barna komin í gjaldfrjálsan leikskóla. Í töflunni fyrir neðan má sjá samanburð á milli núverandi og fyrrverandi gjaldskrá Kópavogs og nágranna bæjarfélaga. Miðað er við 8 og 8,5 klst vistun með fullu fæði. Garðabær býður mest upp á 40 klst vistun. Samanburður á leikskólagjöldum fyrir fólk í sambúð.Sverrir J. Dalsgaard Samanburður leikskólagjalda fyrir einstæða foreldra.Sverrir J. Dalsgaard Það verður hver að dæma fyrir sig hvað þeim finnst um leikskólagjöldin. Hér áður var kostnaðarþátttaka foreldra um 25 %, en er um 10 - 14% í dag. BSRB sem hefur gagnrýnt Kópavogsmódelið er allavega mjög umhugað um þessar miklu gjaldskrárhækkanir á þau tekjulægstu. Samt ekki meira umhugað um það, en að þegar var samið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir við síðustu kjarasamninga, þá átti það ekki við börnin á fyrsta skólastiginu. Fullt fæði í leikskólum Kópavogs kostar 11.083 krónur/mánuð eða 35% af kostnaði fyrir 8 klst leikskólagjöldum hjá þeim tekjulægstu. Áfram um kjarasamninga Í nýgerðum kjarasamningum sætti verkalýðshreyfingin við að barnabætur hækka minna í krónutölu hjá þeim tekjulægstu en þeim sem eru næst fyrir ofan. (Vaxandi velsæld) Það á að auka framlög til fæðingarorlofs um 11,5 milljarða króna, þannig að hámarksgreiðslu geta orðið 900 þúsund krónur á mánuði, sem augljóslega gagnast tekjulægra fólki ekki neitt. Húsnæðiskostnaður er einn stærsti útgjaldaliður hjá þeim tekjulægstu, sérstaklega þeim sem eru á leigumarkaðnum. Af hverju er ekki ófrávíkjanleg krafa verkalýðsfélagana um að það verður sett þak á húsaleigu, þannig að fjárfestar verða að hætta að níðast á þeim sem eru með minnst á milli handanna. Hækkun á húsnæðisbótum verður augljóslega bara notuð í að hækka leiguna, þannig að það er engin kjarabót í því. Óvænt útgjöld er versti óvinur þeirra tekjulægstu. Verkalýðshreyfingin ætti fyrir löngu að vera búin að krefjast fría heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Það væri almennileg kjarabót fyrir þá tekjulægstu. Um jafnrétti og Kópavogsmódelið Það er erfitt að sjá hvernig Kópavogsmódelið er meiri ógn við jafnrétti, en þær aðgerðir sem BSRB sjálft hefur lagt sína blessun á við gerð síðustu kjarasamninga. Viðvarandi kynbundinn launamunur og ábyrgð kvenna á þriðju vaktinni er samfélagslegt vandamál. Það þarf að laga launamuninn til að laga jafnréttið. Hvað ætlar BSRB að gera í því? Sonju finnst tímabært að svara ákalli um umbætur á leikskólum. Það var tímabært í fyrra, fyrir 5 árum, fyrir 10 árum og fyrir 20 árum, en ekkert hefur gerst á þessum tíma. Það voru engir pólitikusar að kasta ryki í augu okkar. Ákalli leikskólasamfélagsins í Kópavogi var svarað og okkar hugmynd um hvernig leikskólinn er best settur til framtíðar var samþykkt. Það þarf að gefa þessu tíma og þróa það, þannig að það verður betri. Verð samt að viðurkenna að byrjunin lofar góðu! Höfundur er deildarstjóri í leikskóla í Kópavogi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun