Rakel Dögg: Lokuðum vel varnarlega og Alfa skildi liðin að sóknarlega Þorsteinn Hjálmsson skrifar 14. september 2024 18:56 Rakel Dögg fer vel af stað í starfi sem aðalþjálfari Fram. vísir / viktor freyr „Mér fannst frammistaðan frábær. Auðvitað er alltaf eitthvað sem þú getur rýnt í og allt það en mér fannst við heilt yfir frábærar,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram, eftir eins marks sigur sinna kvenna á liði Hauka. Lokatölur 27-26 í Lambhagahöllinni. Haukar byrjuðu betur en Rakel Dögg fannst sýnar konur sýna sterkan karakter með því að snúa þeirri stöðu við sem hún var að vonum ánægð með. „Mér fannst við í pínu basli í fyrri hálfleik, eigum erfitt með að skora. Við náum bara að snúa því við og ég er ógeðslega ánægð með stelpurnar hvernig þær héldu áfram. Við vorum í beinskeyttum árásum og að skapa okkur færi og náðum að draga upp sóknarleikinn. Við náðum líka að þétta varnarleikinn aðeins betur. Mér fannst við byrja fyrstu tuttugu mínúturnar aðeins of götóttar, en við náðum aðeins að þétta. Þetta var erfiður leikur en heilt yfir skemmtilegur og það er frábært að ná sigri.“ Aðspurð hver munurinn á liðunum hafi verið á lokakaflanum þar sem Fram kom sér í bílstjórasætið í leiknum, þá svaraði Rakel Dögg því á þennan veg. „Mér fannst við ná að loka vel á þær varnarlega. Mér fannst við lesa stöðurnar vel varnarlega og náum að loka á þær og náum nokkrum hröðum mörkum svo var Darija frábær í markinu. Alfa kemur svo og stígur upp sóknarlega, þannig hún er líka það sem skilur að hjá okkur sóknarlega í dag, ekki það að mér fannst allar hinar frábærar og skila góðu dagsverki.“ Leikhléið undir lokin Fram tók leikhlé þegar 18 sekúndur voru eftir af leiknum og einu marki yfir. Þær töpuðu boltanum þó fljótlega og munaði minnstu að Haukar næðu að jafna, en skot Söru Odden fór fram hjá marki Fram. En hvað var planið í þessu lokaleikhléi Fram? „Planið þegar er svona lítið eftir og við vitum að þær fara maður á mann þá snýst þetta bara aðeins um að róa hausinn og minna þær á að við getum haldið á boltanum í þrjár sekúndur og bara taka boltalaus hlaup. Það var í raun eina planið og eina sem hægt er að gera í svona stöðu. Við vorum bara óheppin, Kristrún missir boltann og þær fá tækifæri til þess að komast í sókn. Svona bara gerist, eðlilegt að taugarnar séu smá þandar,“ sagði Rakel Dögg að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Haukar byrjuðu betur en Rakel Dögg fannst sýnar konur sýna sterkan karakter með því að snúa þeirri stöðu við sem hún var að vonum ánægð með. „Mér fannst við í pínu basli í fyrri hálfleik, eigum erfitt með að skora. Við náum bara að snúa því við og ég er ógeðslega ánægð með stelpurnar hvernig þær héldu áfram. Við vorum í beinskeyttum árásum og að skapa okkur færi og náðum að draga upp sóknarleikinn. Við náðum líka að þétta varnarleikinn aðeins betur. Mér fannst við byrja fyrstu tuttugu mínúturnar aðeins of götóttar, en við náðum aðeins að þétta. Þetta var erfiður leikur en heilt yfir skemmtilegur og það er frábært að ná sigri.“ Aðspurð hver munurinn á liðunum hafi verið á lokakaflanum þar sem Fram kom sér í bílstjórasætið í leiknum, þá svaraði Rakel Dögg því á þennan veg. „Mér fannst við ná að loka vel á þær varnarlega. Mér fannst við lesa stöðurnar vel varnarlega og náum að loka á þær og náum nokkrum hröðum mörkum svo var Darija frábær í markinu. Alfa kemur svo og stígur upp sóknarlega, þannig hún er líka það sem skilur að hjá okkur sóknarlega í dag, ekki það að mér fannst allar hinar frábærar og skila góðu dagsverki.“ Leikhléið undir lokin Fram tók leikhlé þegar 18 sekúndur voru eftir af leiknum og einu marki yfir. Þær töpuðu boltanum þó fljótlega og munaði minnstu að Haukar næðu að jafna, en skot Söru Odden fór fram hjá marki Fram. En hvað var planið í þessu lokaleikhléi Fram? „Planið þegar er svona lítið eftir og við vitum að þær fara maður á mann þá snýst þetta bara aðeins um að róa hausinn og minna þær á að við getum haldið á boltanum í þrjár sekúndur og bara taka boltalaus hlaup. Það var í raun eina planið og eina sem hægt er að gera í svona stöðu. Við vorum bara óheppin, Kristrún missir boltann og þær fá tækifæri til þess að komast í sókn. Svona bara gerist, eðlilegt að taugarnar séu smá þandar,“ sagði Rakel Dögg að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira