Hart tekist á og saka hvort annað um skattahækkanir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. september 2024 12:29 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Bjarni Benediksson forsætisráðherra tókust á á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þar sem efnahagsmál voru í brennidepli. Vísir Formaður Samfylkingarinnar sakar stjórnvöld um að hækka skatta á ungt fólk og fjölskyldur og að reka ósjálfbæra atvinnustefnu í landinu. Forsætisráðherra segir Samfylkinguna á móti ekki boða neitt annað en skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Bjarni Benediksson forsætisráðherra tókust á á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þar sem efnahagsmál voru í brennidepli. Bjarni sagði stjórn efnahagsmála hafa gengið betur en búast hefði mátt við í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi hafi verið á kjörtímabilinu, til að mynda í ljósi heimsfaraldurs og náttúruhamfara. „Við höfum verið með hagvöxt á undanförnum árum sem er langt umfram það sem er að gerast í löndunum í kringum okkur. Það hefur síðan aftur þýtt það að hingað hafa margir flutt af því að hér eru lífskjör góð. Kaupmáttur á Íslandi hefur vaxtið hraðar en í nágrannalöndunum,“ segir Bjarni. Kristrún sagði þenslu í hagkerfinu og tilheyrandi verðbólgu megi meðal annars rekja til ósjálfbærrar atvinnustefnu stjórnvalda. „Ástæðan fyrir þessum mikla hagvexti er þessi mikla fólksfjölgun. Við höfum verið að keyra hér á lágframleiðni atvinnustefnu, við höfum verið að keyra hér á að auglýsa störf sem fólk sækir um og er þannig að þrýsta upp þessum vexti. Þetta er að reyna á innviðina, þetta er að reyna á húsnæðismarkaðinn, félagsþjónustuna, vegina, heilbrigðiskerfið. Þetta er eitthvað sem ríkið á líka að taka ábyrgð á,“ sagði Kristrún. Saka hvort annað um skattahækkanir Þá sakaði Kristrún ríkisstjórnina um að hafa gefist upp í efnahagsmálum. „Hvað er það annað en skattahækkun á ungt fólk og fjölskyldufólk að vera búin að keyra hérna efnahagsástandið á þann stað að það þarf níu prósent vexti í heilt ár til þess að keyra niður verðbólguna,“ sagði Kristrún. Þessu vísaði Bjarni alfarið á bug og sagði túlkun Kristrúnar á því hvað felst í skattahækkunum ekki halda vatni. „Við höfum lækkað skatta á tekjulága og millitekjufólk, lækkað. Það er mjög auðvelt að reikna það,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann Samfylkinguna ekki bjóða neitt betur í sinni stefnu. „Þau hafa auðvitað ekki boðað neitt annað við þessari stöðu sem að þau gagnrýna en stórfelldar skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld,“ sagði Bjarni. Viðtalið á Sprengisandi í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar og Bjarni Benediksson forsætisráðherra tókust á á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þar sem efnahagsmál voru í brennidepli. Bjarni sagði stjórn efnahagsmála hafa gengið betur en búast hefði mátt við í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi hafi verið á kjörtímabilinu, til að mynda í ljósi heimsfaraldurs og náttúruhamfara. „Við höfum verið með hagvöxt á undanförnum árum sem er langt umfram það sem er að gerast í löndunum í kringum okkur. Það hefur síðan aftur þýtt það að hingað hafa margir flutt af því að hér eru lífskjör góð. Kaupmáttur á Íslandi hefur vaxtið hraðar en í nágrannalöndunum,“ segir Bjarni. Kristrún sagði þenslu í hagkerfinu og tilheyrandi verðbólgu megi meðal annars rekja til ósjálfbærrar atvinnustefnu stjórnvalda. „Ástæðan fyrir þessum mikla hagvexti er þessi mikla fólksfjölgun. Við höfum verið að keyra hér á lágframleiðni atvinnustefnu, við höfum verið að keyra hér á að auglýsa störf sem fólk sækir um og er þannig að þrýsta upp þessum vexti. Þetta er að reyna á innviðina, þetta er að reyna á húsnæðismarkaðinn, félagsþjónustuna, vegina, heilbrigðiskerfið. Þetta er eitthvað sem ríkið á líka að taka ábyrgð á,“ sagði Kristrún. Saka hvort annað um skattahækkanir Þá sakaði Kristrún ríkisstjórnina um að hafa gefist upp í efnahagsmálum. „Hvað er það annað en skattahækkun á ungt fólk og fjölskyldufólk að vera búin að keyra hérna efnahagsástandið á þann stað að það þarf níu prósent vexti í heilt ár til þess að keyra niður verðbólguna,“ sagði Kristrún. Þessu vísaði Bjarni alfarið á bug og sagði túlkun Kristrúnar á því hvað felst í skattahækkunum ekki halda vatni. „Við höfum lækkað skatta á tekjulága og millitekjufólk, lækkað. Það er mjög auðvelt að reikna það,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann Samfylkinguna ekki bjóða neitt betur í sinni stefnu. „Þau hafa auðvitað ekki boðað neitt annað við þessari stöðu sem að þau gagnrýna en stórfelldar skattahækkanir og aukin ríkisútgjöld,“ sagði Bjarni. Viðtalið á Sprengisandi í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira