„Það er ekki auðvelt að leggja mig í einelti“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2024 08:02 Dilja Mist Einarsdóttir segir að staða Ríkisútvarpsins á markaði sé óboðleg. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir, lögfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa lært að eiga við eineltisseggi í grunnskóla og það hjálpi henni þegar ákveðinn hópur að fólki ræðst að henni í opinberri umræðu. Diljá sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir ákveðinn hóp í samfélaginu gefa sig út fyrir umburðarlyndi, en í raun stunda andfélagslega og jafnvel ofbeldisfulla hegðun. „Það fer oft saman að fólkið sem gefur sig út fyrir að vera sérstaklega umburðarlynt og kærleiksríkt er sama fólkið sem úhrópar mann mest og sýnir í raun af sér yfirmáta andfélagslega hegðun og allt að því ofbeldisfulla. Þetta virðist vera einhver uppsöfnuð reiði og jafnvel aðgerðarleysi. Það er eins og að það vanti einhvern fasta í tilverunni og tilgang hjá hluta af þessum hópi. En þetta er ekki fjölmennur hópur, þó að hann sé hávær. Og það er enginn jafnvondur við mig í umræðunni en ákveðinn hópur af konum. Sömu konur og eru fyrstar til að kaupa „Konur eru konum bestar”-boli. Ég nenni ekki að væla undan þessu, en hræsnin er fyrir allra augum. Þetta er í raun sama hegðun og við vörum við í grunnskólum frá eineltisbelgjum. Þessi ofstopi og þörf fyrir að þagga niður í öðrum og troða á skoðunum annarra. En ég hef ekki verið móttækileg fyrir þessu og er mjög góð í að eiga við eineltisseggi,” segir Diljá. Hún segist hafa hoppað yfir einn bekk í grunnskóla og sé líka fædd í lok desember og sé lágvaxin. Það hafi því verið mælt gegn því, en mamma hafi hörð á sínu. „Það var sannarlega ekki tekið vel á móti mér þarna í 5.-6. bekk þar sem ég var miklu meiri krakki en hinir í bekknum. Mér var ekki boðið í afmæli og fleira í þeim dúr. En ég bara fór og rukkaði afmæliskortið sem hlyti að hafa týnst og stóð alltaf fast á mínu. Það er ekki auðvelt að leggja mig í einelti. Ég glímdi líka við raddbandavandamál þegar ég var krakki og þurfti að læra að nota röddina og svo er ég bara fædd með mikla réttlætiskennd og er bara alls ekki til í að láta valta yfir mig.” Diljá Mist Einarsdóttir í þingsal.Vísir/Vilhelm Staða RÚV óboðleg Diljá og Sölvi ræða í þættinum um hlutverk stjórnvalda og hve langt ríkið á að ganga í að hafa áhrif á líf þegnanna. Diljá hugnast ekki sú þróun að settar séu skorður við tjáningu fólks, líkt og nú á sér stað í Bretlandi. „Þegar það er farið að handtaka fólk fyrir eitthvað sem það segir á netinu erum við komin á hættulegan stað. Ef fólki fer að líða þannig að það þori ekki lengur að segja skoðun sína opinberlega erum við á vafasamri braut. Þeir sem tala fyrir því verða að spyrja sig hverning þeim myndi líða ef hitt liðið kæmist til valda og þeirra skoðanir yrðu allt í einu flokkaðar sem hættulegar,” segir Diljá, sem talar einnig um hlutverk Ríkisútvarpsins í þessu samhengi. „Það skiptir svakalega miklu máli í lýðræðisríki að við séum með sterka frjálsa fjölmiðla, en það er nánast ógjörningur á Íslandi vegna stöðu RÚV. Og það bara versnar frá ári til árs. Ríkisútvarpið getur ekki hætt að færa út kvíarnar, sama hvort það eru hlaðvörp eða annað og svo ver ráðherra málaflokksins þetta bara með kjafti og klóm í þinginu. Mér finnst þetta óboðlegt. Hlutverk RÚV á bara að vera mjög takmarkað og einskorðast við það hlutverk, en ekki að vera með risastórt markaðsteymi og stíga alls staðar inn þar sem frjálsir fjölmiðlar eru að reyna að feta sig. Svo lítur RÚV í ofanálag á sig sem handhafa sannleikans og beita þeim refsivendi að fá ekki þá í heimsókn sem voga sér að gagnrýna stofnunina. Þetta er þekkt meðal stjórnmálamanna og margir stjórnmálamenn veigra sér við að segja það sem þeir eru að hugsa varðandi RÚV út af dagskrárvaldi stofnunarinnar og hvernig það er notað. Það er gamaldags hugsunarháttur að halda að það sé til einhver ríkisstofnun sem haldi á sannleikanum.” Vill ekki lögleiðingu fíkniefna Eitt mál þar sem Diljá stendur ef til vill öðruvísi en margir myndu ætla er lögleiðing fíkniefna. Hún segist ekki vilja lögleiðingu: „Þarna ertu kannski komin með annað mál þar sem við erum ekki sammála. Ég er ekki fylgjandi lögleiðingu fíkniefna. Mér finnst við vera að byrja á vitlausum enda ef við ætlum að lögleiða fíkniefni. Fyrst og fremst tala ég sem aðstandandi í þessum málaflokki sem þekki kerfið út frá þeim vinkli. Ég þekki bæði meðferðarúrræðin og AA-samtökin og ég hef viljað leggja áherslu á að styrkja úrræðin og aðstoð við þá sem glíma við vímuefnavanda. Þetta fólk mætir oft lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu, eins og stundum þeir sem glíma við geðsjúkdóma gera líka. Ungt fólk er að deyja á meðan það er að bíða eftir heilbrigðisþjónustu. Árangur okkar í forvarnarmálum er svo góður að hann er í raun útflutningsvara og ég vil sjá okkur halda meira áfram á þeirri braut. Framkvæmd fíkniefnalaganna er í reynd hvort sem er þannig að það er ekki verið að refsa veiku fólki fyrir vörslu á neysluskömmtum. Þannig að við erum í raun löngu búin að afglæpavæða þennan málaflokk upp að því marki sem við eigum að gera.” Hægt er að nálgast viðtalið við Diljá og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Diljá sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir ákveðinn hóp í samfélaginu gefa sig út fyrir umburðarlyndi, en í raun stunda andfélagslega og jafnvel ofbeldisfulla hegðun. „Það fer oft saman að fólkið sem gefur sig út fyrir að vera sérstaklega umburðarlynt og kærleiksríkt er sama fólkið sem úhrópar mann mest og sýnir í raun af sér yfirmáta andfélagslega hegðun og allt að því ofbeldisfulla. Þetta virðist vera einhver uppsöfnuð reiði og jafnvel aðgerðarleysi. Það er eins og að það vanti einhvern fasta í tilverunni og tilgang hjá hluta af þessum hópi. En þetta er ekki fjölmennur hópur, þó að hann sé hávær. Og það er enginn jafnvondur við mig í umræðunni en ákveðinn hópur af konum. Sömu konur og eru fyrstar til að kaupa „Konur eru konum bestar”-boli. Ég nenni ekki að væla undan þessu, en hræsnin er fyrir allra augum. Þetta er í raun sama hegðun og við vörum við í grunnskólum frá eineltisbelgjum. Þessi ofstopi og þörf fyrir að þagga niður í öðrum og troða á skoðunum annarra. En ég hef ekki verið móttækileg fyrir þessu og er mjög góð í að eiga við eineltisseggi,” segir Diljá. Hún segist hafa hoppað yfir einn bekk í grunnskóla og sé líka fædd í lok desember og sé lágvaxin. Það hafi því verið mælt gegn því, en mamma hafi hörð á sínu. „Það var sannarlega ekki tekið vel á móti mér þarna í 5.-6. bekk þar sem ég var miklu meiri krakki en hinir í bekknum. Mér var ekki boðið í afmæli og fleira í þeim dúr. En ég bara fór og rukkaði afmæliskortið sem hlyti að hafa týnst og stóð alltaf fast á mínu. Það er ekki auðvelt að leggja mig í einelti. Ég glímdi líka við raddbandavandamál þegar ég var krakki og þurfti að læra að nota röddina og svo er ég bara fædd með mikla réttlætiskennd og er bara alls ekki til í að láta valta yfir mig.” Diljá Mist Einarsdóttir í þingsal.Vísir/Vilhelm Staða RÚV óboðleg Diljá og Sölvi ræða í þættinum um hlutverk stjórnvalda og hve langt ríkið á að ganga í að hafa áhrif á líf þegnanna. Diljá hugnast ekki sú þróun að settar séu skorður við tjáningu fólks, líkt og nú á sér stað í Bretlandi. „Þegar það er farið að handtaka fólk fyrir eitthvað sem það segir á netinu erum við komin á hættulegan stað. Ef fólki fer að líða þannig að það þori ekki lengur að segja skoðun sína opinberlega erum við á vafasamri braut. Þeir sem tala fyrir því verða að spyrja sig hverning þeim myndi líða ef hitt liðið kæmist til valda og þeirra skoðanir yrðu allt í einu flokkaðar sem hættulegar,” segir Diljá, sem talar einnig um hlutverk Ríkisútvarpsins í þessu samhengi. „Það skiptir svakalega miklu máli í lýðræðisríki að við séum með sterka frjálsa fjölmiðla, en það er nánast ógjörningur á Íslandi vegna stöðu RÚV. Og það bara versnar frá ári til árs. Ríkisútvarpið getur ekki hætt að færa út kvíarnar, sama hvort það eru hlaðvörp eða annað og svo ver ráðherra málaflokksins þetta bara með kjafti og klóm í þinginu. Mér finnst þetta óboðlegt. Hlutverk RÚV á bara að vera mjög takmarkað og einskorðast við það hlutverk, en ekki að vera með risastórt markaðsteymi og stíga alls staðar inn þar sem frjálsir fjölmiðlar eru að reyna að feta sig. Svo lítur RÚV í ofanálag á sig sem handhafa sannleikans og beita þeim refsivendi að fá ekki þá í heimsókn sem voga sér að gagnrýna stofnunina. Þetta er þekkt meðal stjórnmálamanna og margir stjórnmálamenn veigra sér við að segja það sem þeir eru að hugsa varðandi RÚV út af dagskrárvaldi stofnunarinnar og hvernig það er notað. Það er gamaldags hugsunarháttur að halda að það sé til einhver ríkisstofnun sem haldi á sannleikanum.” Vill ekki lögleiðingu fíkniefna Eitt mál þar sem Diljá stendur ef til vill öðruvísi en margir myndu ætla er lögleiðing fíkniefna. Hún segist ekki vilja lögleiðingu: „Þarna ertu kannski komin með annað mál þar sem við erum ekki sammála. Ég er ekki fylgjandi lögleiðingu fíkniefna. Mér finnst við vera að byrja á vitlausum enda ef við ætlum að lögleiða fíkniefni. Fyrst og fremst tala ég sem aðstandandi í þessum málaflokki sem þekki kerfið út frá þeim vinkli. Ég þekki bæði meðferðarúrræðin og AA-samtökin og ég hef viljað leggja áherslu á að styrkja úrræðin og aðstoð við þá sem glíma við vímuefnavanda. Þetta fólk mætir oft lokuðum dyrum í heilbrigðiskerfinu, eins og stundum þeir sem glíma við geðsjúkdóma gera líka. Ungt fólk er að deyja á meðan það er að bíða eftir heilbrigðisþjónustu. Árangur okkar í forvarnarmálum er svo góður að hann er í raun útflutningsvara og ég vil sjá okkur halda meira áfram á þeirri braut. Framkvæmd fíkniefnalaganna er í reynd hvort sem er þannig að það er ekki verið að refsa veiku fólki fyrir vörslu á neysluskömmtum. Þannig að við erum í raun löngu búin að afglæpavæða þennan málaflokk upp að því marki sem við eigum að gera.” Hægt er að nálgast viðtalið við Diljá og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira