„Ég óttast að það taki ekkert við á Spáni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. september 2024 06:39 Mótmæli standa yfir í Leifsstöð vegna brottflutnings Yazan. No Borders „Lögregla telur það ekki vera sitt vandamál og íslensk stjórnvöld, þrátt fyrir ítrekaða hvatingu og beiðnir, hafa ekki viljað óska eftir tryggingum eða loforðum frá spænskum stjórnvöldum um hvað taki við á Spáni.Þannig að ég óttast að það taki ekkert við á Spáni.“ Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaðs drengs með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn, sem var vakinn í nótt og fluttur ásamt fjölskyldu sinni til Keflavíkur. Til stendur að flytja fjölskylduna úr landi og til Spánar. „Í raun og veru vitum við ósköp lítið. Þau upplýsa okkur ekkert um stöðu málsins,“ segir Albert um stöðuna nú í morgunsárið. „Fjölskyldan fékk tækifæri til að hringja í mig í mýflugumynd, upp úr klukkan tvö í nótt, en það samtal var takmarkað vegna þess að það var enginn túlkur. Í raun og veru hefur lögregla kosið að frelsissvipta þessa fjölskyldu án ástæðu og án þess að leyfa mér, sem lögmanni þeirra, að hafa aðgang að þeim.“ Albert segir að eftir því sem hann viti best sé fjölskyldan komin á Keflavíkurflugvöll. Hann hefur hins vegar engar upplýsingar fengið um framhaldið. „Það eina sem ég get getið mér til um og ég tek það fram að þetta er bara grunur minn, er að þau eigi að fljúga með flugi Icelandair til Barcelona í morgunsarið,“ segir Albert. „Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort flugfélag sem talar sérstaklega um „vildarbörn“ sé að flytja með þvinguðum flutningi barn sem hafi verið útskrifað af spítala án samráðs við lækna.“ Boðað verður til frekari mótmæla vegna brottflutnings Yazan en María Lilja Þrastardóttir Kemp segir menn ekki munu sætta sig við þessi málalok.No Borders Yazan dvaldi í Rjóðrinu þar sem hann var mikið verkjaður og ekki hægt að veita honum þá þjónustu sem hann þurfti heima. Hann þarf, að sögn Alberts, mjög mikla þjónustu og eins og fyrr segir hafa engar tryggingar fengist fyrir því að hann muni fá hana á Spáni. Segir fjölskylduna detta úr kerfinu á Spáni eftir fimm daga „Þau eru bara tekin þarna á miðnætti, farið bara beint með þau upp á flugvöll, sem er auðvitað mjög alvarlegt í ljósi þess að Yazan er með Duchenne-heilkenni og allt hnjask og stress... þetta fer ofboðslega illa í hann,“ segir María Lilja Þrastardóttir Kemp, sem hefur verið í Leifsstöð í nótt. „Að láta hann sitja einhvers staðar í stól í einhverjum klefa í Leifsstöð í marga marga klukkutíma, það náttúrulega er alveg hryllilegt. Þetta er bara fólskuverk.“ Að sögn Maríu liggur fyrir að biðtíminn eftir því að komast inn í heilbrigðiskerfið á Spáni sé um sex mánuðir og að allt rof á þjónustu komi niður á lífslíkum Yazan. Þá hafi verið komið vilyrði fyrir því að Yazan yrði ekki sóttur á meðan hann lægi inni á spítala en það virðist hafa breyst. „Það sem er merkilegt er að það eru fimm dagar í að fingraförin þeirra verði horfin úr kerfinu á Spáni, þannig að þetta hefur verið gert með ráðum rétt áður en þau detta alveg út úr kerfinu þar,“ segir María. Mótmælendur séu nú á leið heim af flugvellinum en boðað verði til frekari mótmæla vegna málsins. Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaðs drengs með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn, sem var vakinn í nótt og fluttur ásamt fjölskyldu sinni til Keflavíkur. Til stendur að flytja fjölskylduna úr landi og til Spánar. „Í raun og veru vitum við ósköp lítið. Þau upplýsa okkur ekkert um stöðu málsins,“ segir Albert um stöðuna nú í morgunsárið. „Fjölskyldan fékk tækifæri til að hringja í mig í mýflugumynd, upp úr klukkan tvö í nótt, en það samtal var takmarkað vegna þess að það var enginn túlkur. Í raun og veru hefur lögregla kosið að frelsissvipta þessa fjölskyldu án ástæðu og án þess að leyfa mér, sem lögmanni þeirra, að hafa aðgang að þeim.“ Albert segir að eftir því sem hann viti best sé fjölskyldan komin á Keflavíkurflugvöll. Hann hefur hins vegar engar upplýsingar fengið um framhaldið. „Það eina sem ég get getið mér til um og ég tek það fram að þetta er bara grunur minn, er að þau eigi að fljúga með flugi Icelandair til Barcelona í morgunsarið,“ segir Albert. „Maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort flugfélag sem talar sérstaklega um „vildarbörn“ sé að flytja með þvinguðum flutningi barn sem hafi verið útskrifað af spítala án samráðs við lækna.“ Boðað verður til frekari mótmæla vegna brottflutnings Yazan en María Lilja Þrastardóttir Kemp segir menn ekki munu sætta sig við þessi málalok.No Borders Yazan dvaldi í Rjóðrinu þar sem hann var mikið verkjaður og ekki hægt að veita honum þá þjónustu sem hann þurfti heima. Hann þarf, að sögn Alberts, mjög mikla þjónustu og eins og fyrr segir hafa engar tryggingar fengist fyrir því að hann muni fá hana á Spáni. Segir fjölskylduna detta úr kerfinu á Spáni eftir fimm daga „Þau eru bara tekin þarna á miðnætti, farið bara beint með þau upp á flugvöll, sem er auðvitað mjög alvarlegt í ljósi þess að Yazan er með Duchenne-heilkenni og allt hnjask og stress... þetta fer ofboðslega illa í hann,“ segir María Lilja Þrastardóttir Kemp, sem hefur verið í Leifsstöð í nótt. „Að láta hann sitja einhvers staðar í stól í einhverjum klefa í Leifsstöð í marga marga klukkutíma, það náttúrulega er alveg hryllilegt. Þetta er bara fólskuverk.“ Að sögn Maríu liggur fyrir að biðtíminn eftir því að komast inn í heilbrigðiskerfið á Spáni sé um sex mánuðir og að allt rof á þjónustu komi niður á lífslíkum Yazan. Þá hafi verið komið vilyrði fyrir því að Yazan yrði ekki sóttur á meðan hann lægi inni á spítala en það virðist hafa breyst. „Það sem er merkilegt er að það eru fimm dagar í að fingraförin þeirra verði horfin úr kerfinu á Spáni, þannig að þetta hefur verið gert með ráðum rétt áður en þau detta alveg út úr kerfinu þar,“ segir María. Mótmælendur séu nú á leið heim af flugvellinum en boðað verði til frekari mótmæla vegna málsins.
Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent