Fjölbreytni í náttúru Íslands Rannveig Magnúsdóttir skrifar 16. september 2024 09:02 Í dag, 16. september, er Dagur íslenskrar náttúru og fæðingardagur Ómars Ragnarssonar. Dagurinn er haldinn hátíðlegur til heiðurs Ómars og framlagi hans og annarra til náttúruverndar og almenningsfræðslu um íslenska náttúru. Líffræðileg fjölbreytni er forsenda heilbrigðra vistkerfa sem eru undirstaða lífkerfa jarðar. Ef mannkynið ætlar sér að búa áfram á jörðinni þarf það að semja frið við náttúruna og vinna markvisst að því að stöðva hrun og endurreisa náttúru. Einstök náttúra Íslands á undir högg að sækja úr öllum áttum en er sannarlega þess virði að bjarga og hlúa að. Skólar geta fundið ýmis verkefni og fróðleik sem tengjast íslenskri náttúru hjá Grænfánaverkefni Landverndar og Fróðleiksbrunni Náttúruminjasafns Íslands. Ástin á náttúru Íslands í gegnum kynslóðirnar Ég lærði að þekkja og elska náttúru Íslands þegar ég var mjög ung. Foreldrar mínir og afar og ömmur voru dugleg að ferðast um landið með okkur systurnar og svo á fjölskyldan sumarbústað á sælureit við litla tjörn í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Ég lærði snemma að þekkja plöntur, pöddur og fugla og ég er byrjuð að kynna þessi undur náttúrunnar fyrir tveggja ára dóttur minni. Hún kann reyndar bara að segja bíbí, blóm og fluga eins og er en við erum að vinna í þessu. Dóttir líffræðingsins þarf að sjálfsögðu að læra allt um hrossagauka, brunnklukkur og að það sé langleggur en ekki kónguló sem vísar á berjamó. Sælureiturinn okkar Fuglalífið á og við tjörnina í reitnum okkar er fjölbreytt, þar er m.a. kríuvarp á litlu nesi og himbrimar koma oft upp ungum. Í mínum huga jafnast fátt á við það þegar lygnir seint á sumarkvöldum, tjörnin verður spegilslétt og himbrimarnir byrja að syngja sinn tregafulla söng. Þessar töfrastundir eru eins og í ævintýri. Sem krakki lék ég mér með brunnklukkur í tjörninni og týndi ber á haustin. Ég þekkti hvern einasta hól, þúfu og gjótu og elskaði að róa á vatninu og veiða upp vatnagróður með fingrunum. Við fjölskyldan stunduðum endurheimt vistkerfa á landinu okkar áður en ég lærði hugtakið. Við græddum rofið landið með heyi, áburði, rabbarbarablöðum og moltu og hlúðum að berjalyngi og birkitrjám. Við gerðum einnig tilraunir með að gróðursetja villt íslensk jarðarber á ýmsa staði á landinu, með misgóðum árangri. Þegar ég lærði, löngu seinna sem vistfræðingur, að krækilyng og mosinn hraungambri stunda svokallað bælilíf (þegar lífverur gefa frá sér efni sem hafa fælandi áhrif á nágranna sína) þá kom það okkur mömmu ekkert á óvart því við höfðum séð þetta svo klárlega á landinu okkar. Annað sem við höfum alltaf tekið eftir er hve mikill breytileiki er í bláberjalynginu og berjunum sjálfum. Landið okkar er einungis um tveir hektarar en þar eru mörg ólík svæði. Í birkirjóðri á einum stað er bláberjalyngið hátt og berin stór og dökkblá. Í hraungambranum er lyngið mjög lágvaxið og stór berin eru einstök á stangli, fullkomlega kringlótt og ljósblá. Þar sést fyrrnefnt bælilíf vel. Í skjólsælli dæld í brekku á móti sól er blanda af bláberjum og aðalbláberjum; þar líður lynginu vel og gefur yfirleitt mikið af berjum. Ef eingöngu er horft til bláberjalyngsins sjáum við ótrúlega mikinn lífbreytileika á litla landinu okkar; lyngið er lágvaxið og hávaxið, blöðin eru lítil og stór, blöðin og berin eru mismunandi á litinn, berin eru lítil og stór, kringlótt eða ávöl og allur skalinn á milli. Mig dreymir um að rannsaka þetta betur. Fjölbreytni í náttúru Íslands Líffræðileg fjölbreytni, eða einfaldlega lífbreytileiki eða líffjölbreytni, er alþjóðlegt hugtak sem nær yfir allar lífverur. Hugtakið vísar til breytileika á þremur skölum; breytileika innan tegunda, breytileika milli tegunda og breytileika í vistkerfum. Of oft er fókusinn einungis settur á fjölda tegunda en það getur gefið alranga mynd af stöðu mála. Á Íslandi eru frekar fáar tegundir miðað við nágrannalöndin sem skýrist af legu landsins og hve stutt er frá síðasta jökulskeiði. Hér hafa lífverur fengið einstakt tækifæri til að vaxa og dafna í fjölbreyttum búsvæðum með lítilli samkeppni milli tegunda. Þetta býr til góðar aðstæður fyrir þróun tegunda og á Íslandi er því að finna óvenjulega mikla fjölbreytni innan tegunda. Má þar nefna t.d. bleikjuna í Þingvallavatni þar sem fjögur afbrigði hafa þróast innan tegundarinnar á einungis 10 þúsund árum. Vágestir í vistkerfum Íslands Það að bæta við framandi lífverum í innlent vistkerfi þýðir ekki að það sé verið að auka við líffræðilega fjölbreytni heldur getur því verið öfugt farið. Ef framandi lífvera reynist vera ágeng, (þ.e. að hún valdi skaða á lífríkinu sem fyrir er), þá verður tap á líffræðilegri fjölbreytni. Framandi ágengar lífverur eru ein af fimm helstu ógnum í heiminum við líffræðilega fjölbreytni. Fæstar framandi lífverur verða ágengar, en það eru þessar fáu sem valda svo miklum skaða. Dæmi um framandi ágengar lífverur eru kettir, rauðrefir og kanínur í Ástralíu og minkur og lúpína á Íslandi. Stafafura er framandi ágeng tegund á Nýja Sjálandi og því ættu viðvörunarbjöllur að fara í gang þegar hún er notuð notuð til ræktunar utan síns útbreiðslusvæðis. Fjölgun framandi sjávarlífvera er hér við land mikið áhyggjuefni og smádýr sem koma með innfluttri mold eru tifandi tímasprengja samkvæmt Náttúrufræðistofnun. Ágengar tegundir hafa það sameiginlegt að fjölga sér hratt (mörg afkvæmi) og lifa við fjölbreyttar aðstæður. Pöndur eru dæmi um dýrategund sem verður líklega aldrei ágeng utan sinna heimkynna í Kína því þær fjölga sér mjög hægt (fá afkvæmi) og éta mjög einhæfa fæðu. Best er að uppræta framandi ágengar tegundir strax og þær ná fótfestu því það getur verið mjög erfitt og dýrt að eiga við þær þegar þær fara að fjölga sér. Sælureitir í hættu Það eru óveðursský fram undan í litla sælureitnum okkar við tjörnina. Framandi ágengar tegundir herja að okkur úr öllum áttum. Vágestirnir eru margir og alltumlykjandi og litla sem enga aðstoð eða styrki er að fá frá stjórnvöldum til að takast á við vandann. Skógarkerfill siglir hraðbyri í átt að okkur meðfram veginum og framandi trjátegundir eru farnar að sá sér út um allt. Það er lúpínuhaf allt í kringum okkur og það fer mikil vinna á sumrin í að uppræta hana og hefta útbreiðsluna á nærliggjandi jörðum. Við fjölskyldan og nágrannar rífum stakar plöntur upp, förgum fræjum og sláum kantana á lúpínubreiðunum í kring. Það krefst mikillar vinnu á hverju einasta sumri en við sjáum nú þegar góðan árangur. Með því að slá lúpínuna á réttum tíma þegar krafturinn er allur í blómunum þá er hægt að halda víginu. Við fjölskyldan neitum að gefast upp, þessir tveir hektarar með berjunum okkar dýrmætu skulu bjargast. Mig langar til að börnin mín, fjölskylda og vinir fái að njóta sælureitsins okkar um ókomna tíð með öllum þeim dásamlega lífbreytileika íslenskrar náttúru sem þar er. Í raun eigum við í sjálfu sér ekki landið þó að afi og amma hafi borgað einhverjum fyrir það á sínum tíma. Náttúran á sig auðvitað sjálf. Með von í brjósti Það er mikilvægt að fagna fjölbreytni íslenskrar náttúru og kenna börnunum okkar og öðrum að njóta hennar. Við þurfum einnig að læra um hinar raunverulegu ógnir við íslenska náttúru og bregðast við þeim á skynsaman og sjálfbæran hátt. Sýn Kunming-Montréal stefnunnar um líffræðilega fjölbreytni fyrir árið 2050 er heimur þar sem fólk lifir í sátt og samlyndi með og í náttúrunni og í stefnunni eru 23 undirmarkmið sem aðildaþjóðir þurfa að ná fyrir 2030. Þessi stefna verður í brennidepli á COP16 ráðstefnu samnings sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem hefst í Kólumbíu í lok október 2024. Það er mikið í húfi fyrir Íslendinga og íslenska náttúru að taka virkan þátt í þeirri vinnu sem framundan er. Höfundur er náttúrubarn og vistfræðingur hjá BIODICE og Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 16. september, er Dagur íslenskrar náttúru og fæðingardagur Ómars Ragnarssonar. Dagurinn er haldinn hátíðlegur til heiðurs Ómars og framlagi hans og annarra til náttúruverndar og almenningsfræðslu um íslenska náttúru. Líffræðileg fjölbreytni er forsenda heilbrigðra vistkerfa sem eru undirstaða lífkerfa jarðar. Ef mannkynið ætlar sér að búa áfram á jörðinni þarf það að semja frið við náttúruna og vinna markvisst að því að stöðva hrun og endurreisa náttúru. Einstök náttúra Íslands á undir högg að sækja úr öllum áttum en er sannarlega þess virði að bjarga og hlúa að. Skólar geta fundið ýmis verkefni og fróðleik sem tengjast íslenskri náttúru hjá Grænfánaverkefni Landverndar og Fróðleiksbrunni Náttúruminjasafns Íslands. Ástin á náttúru Íslands í gegnum kynslóðirnar Ég lærði að þekkja og elska náttúru Íslands þegar ég var mjög ung. Foreldrar mínir og afar og ömmur voru dugleg að ferðast um landið með okkur systurnar og svo á fjölskyldan sumarbústað á sælureit við litla tjörn í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Ég lærði snemma að þekkja plöntur, pöddur og fugla og ég er byrjuð að kynna þessi undur náttúrunnar fyrir tveggja ára dóttur minni. Hún kann reyndar bara að segja bíbí, blóm og fluga eins og er en við erum að vinna í þessu. Dóttir líffræðingsins þarf að sjálfsögðu að læra allt um hrossagauka, brunnklukkur og að það sé langleggur en ekki kónguló sem vísar á berjamó. Sælureiturinn okkar Fuglalífið á og við tjörnina í reitnum okkar er fjölbreytt, þar er m.a. kríuvarp á litlu nesi og himbrimar koma oft upp ungum. Í mínum huga jafnast fátt á við það þegar lygnir seint á sumarkvöldum, tjörnin verður spegilslétt og himbrimarnir byrja að syngja sinn tregafulla söng. Þessar töfrastundir eru eins og í ævintýri. Sem krakki lék ég mér með brunnklukkur í tjörninni og týndi ber á haustin. Ég þekkti hvern einasta hól, þúfu og gjótu og elskaði að róa á vatninu og veiða upp vatnagróður með fingrunum. Við fjölskyldan stunduðum endurheimt vistkerfa á landinu okkar áður en ég lærði hugtakið. Við græddum rofið landið með heyi, áburði, rabbarbarablöðum og moltu og hlúðum að berjalyngi og birkitrjám. Við gerðum einnig tilraunir með að gróðursetja villt íslensk jarðarber á ýmsa staði á landinu, með misgóðum árangri. Þegar ég lærði, löngu seinna sem vistfræðingur, að krækilyng og mosinn hraungambri stunda svokallað bælilíf (þegar lífverur gefa frá sér efni sem hafa fælandi áhrif á nágranna sína) þá kom það okkur mömmu ekkert á óvart því við höfðum séð þetta svo klárlega á landinu okkar. Annað sem við höfum alltaf tekið eftir er hve mikill breytileiki er í bláberjalynginu og berjunum sjálfum. Landið okkar er einungis um tveir hektarar en þar eru mörg ólík svæði. Í birkirjóðri á einum stað er bláberjalyngið hátt og berin stór og dökkblá. Í hraungambranum er lyngið mjög lágvaxið og stór berin eru einstök á stangli, fullkomlega kringlótt og ljósblá. Þar sést fyrrnefnt bælilíf vel. Í skjólsælli dæld í brekku á móti sól er blanda af bláberjum og aðalbláberjum; þar líður lynginu vel og gefur yfirleitt mikið af berjum. Ef eingöngu er horft til bláberjalyngsins sjáum við ótrúlega mikinn lífbreytileika á litla landinu okkar; lyngið er lágvaxið og hávaxið, blöðin eru lítil og stór, blöðin og berin eru mismunandi á litinn, berin eru lítil og stór, kringlótt eða ávöl og allur skalinn á milli. Mig dreymir um að rannsaka þetta betur. Fjölbreytni í náttúru Íslands Líffræðileg fjölbreytni, eða einfaldlega lífbreytileiki eða líffjölbreytni, er alþjóðlegt hugtak sem nær yfir allar lífverur. Hugtakið vísar til breytileika á þremur skölum; breytileika innan tegunda, breytileika milli tegunda og breytileika í vistkerfum. Of oft er fókusinn einungis settur á fjölda tegunda en það getur gefið alranga mynd af stöðu mála. Á Íslandi eru frekar fáar tegundir miðað við nágrannalöndin sem skýrist af legu landsins og hve stutt er frá síðasta jökulskeiði. Hér hafa lífverur fengið einstakt tækifæri til að vaxa og dafna í fjölbreyttum búsvæðum með lítilli samkeppni milli tegunda. Þetta býr til góðar aðstæður fyrir þróun tegunda og á Íslandi er því að finna óvenjulega mikla fjölbreytni innan tegunda. Má þar nefna t.d. bleikjuna í Þingvallavatni þar sem fjögur afbrigði hafa þróast innan tegundarinnar á einungis 10 þúsund árum. Vágestir í vistkerfum Íslands Það að bæta við framandi lífverum í innlent vistkerfi þýðir ekki að það sé verið að auka við líffræðilega fjölbreytni heldur getur því verið öfugt farið. Ef framandi lífvera reynist vera ágeng, (þ.e. að hún valdi skaða á lífríkinu sem fyrir er), þá verður tap á líffræðilegri fjölbreytni. Framandi ágengar lífverur eru ein af fimm helstu ógnum í heiminum við líffræðilega fjölbreytni. Fæstar framandi lífverur verða ágengar, en það eru þessar fáu sem valda svo miklum skaða. Dæmi um framandi ágengar lífverur eru kettir, rauðrefir og kanínur í Ástralíu og minkur og lúpína á Íslandi. Stafafura er framandi ágeng tegund á Nýja Sjálandi og því ættu viðvörunarbjöllur að fara í gang þegar hún er notuð notuð til ræktunar utan síns útbreiðslusvæðis. Fjölgun framandi sjávarlífvera er hér við land mikið áhyggjuefni og smádýr sem koma með innfluttri mold eru tifandi tímasprengja samkvæmt Náttúrufræðistofnun. Ágengar tegundir hafa það sameiginlegt að fjölga sér hratt (mörg afkvæmi) og lifa við fjölbreyttar aðstæður. Pöndur eru dæmi um dýrategund sem verður líklega aldrei ágeng utan sinna heimkynna í Kína því þær fjölga sér mjög hægt (fá afkvæmi) og éta mjög einhæfa fæðu. Best er að uppræta framandi ágengar tegundir strax og þær ná fótfestu því það getur verið mjög erfitt og dýrt að eiga við þær þegar þær fara að fjölga sér. Sælureitir í hættu Það eru óveðursský fram undan í litla sælureitnum okkar við tjörnina. Framandi ágengar tegundir herja að okkur úr öllum áttum. Vágestirnir eru margir og alltumlykjandi og litla sem enga aðstoð eða styrki er að fá frá stjórnvöldum til að takast á við vandann. Skógarkerfill siglir hraðbyri í átt að okkur meðfram veginum og framandi trjátegundir eru farnar að sá sér út um allt. Það er lúpínuhaf allt í kringum okkur og það fer mikil vinna á sumrin í að uppræta hana og hefta útbreiðsluna á nærliggjandi jörðum. Við fjölskyldan og nágrannar rífum stakar plöntur upp, förgum fræjum og sláum kantana á lúpínubreiðunum í kring. Það krefst mikillar vinnu á hverju einasta sumri en við sjáum nú þegar góðan árangur. Með því að slá lúpínuna á réttum tíma þegar krafturinn er allur í blómunum þá er hægt að halda víginu. Við fjölskyldan neitum að gefast upp, þessir tveir hektarar með berjunum okkar dýrmætu skulu bjargast. Mig langar til að börnin mín, fjölskylda og vinir fái að njóta sælureitsins okkar um ókomna tíð með öllum þeim dásamlega lífbreytileika íslenskrar náttúru sem þar er. Í raun eigum við í sjálfu sér ekki landið þó að afi og amma hafi borgað einhverjum fyrir það á sínum tíma. Náttúran á sig auðvitað sjálf. Með von í brjósti Það er mikilvægt að fagna fjölbreytni íslenskrar náttúru og kenna börnunum okkar og öðrum að njóta hennar. Við þurfum einnig að læra um hinar raunverulegu ógnir við íslenska náttúru og bregðast við þeim á skynsaman og sjálfbæran hátt. Sýn Kunming-Montréal stefnunnar um líffræðilega fjölbreytni fyrir árið 2050 er heimur þar sem fólk lifir í sátt og samlyndi með og í náttúrunni og í stefnunni eru 23 undirmarkmið sem aðildaþjóðir þurfa að ná fyrir 2030. Þessi stefna verður í brennidepli á COP16 ráðstefnu samnings sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem hefst í Kólumbíu í lok október 2024. Það er mikið í húfi fyrir Íslendinga og íslenska náttúru að taka virkan þátt í þeirri vinnu sem framundan er. Höfundur er náttúrubarn og vistfræðingur hjá BIODICE og Landvernd.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun