Hljóp á ljósmyndara en setti met Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2024 10:32 Beatrice Chebet á heimsmetið í 10.000 metra hlaupi og varð ólympíumeistari í 10.000 og 5.000 metra hlaupi í París í sumar. Getty/Michele Maraviglia Minnstu munaði að tillitslaus ljósmyndari ylli því að tvöfaldi ólympíumeistarinn Beatrice Chebet næði ekki að klára 5.000 metra hlaupið á Demantamótinu í Brussel á föstudagskvöld. Chebet vann gull í 5.000 og 10.000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í ágúst og var að sjálfsögðu sigurstrangleg í Brussel. Hún var líka komin með gott forskot þegar um 1.100 metrar voru eftir af hlaupinu en þá labbaði ljósmyndari inn á hlaupabrautina, til að mynda keppanda í hástökki karla. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan og þar sést hvernig ljósmyndarinn birtist óvænt fyrir framan Chebet en hún rétt náði að smeygja sér framhjá honum. Það varð þó smávægilegur árekstur og myndavél ljósmyndarans féll niður á brautina en hann var fljótur að ná í hana og koma sér frá. „Hann sá ekki að ég væri að koma. Ég finn aðeins til en ég hugsaði bara með mér að ég ætti að halda áfram að hlaupa,“ sagði Chebet. Það gerði hún svo sannarlega því hún hljóp í mark á 14:09,82 mínútum og setti nýtt mótsmet á Boudewijn-leikvanginum. Hún bætti metið um níu sekúndur. Hún var aðeins 30 sekúndubrotum frá besta tíma ársins, sem hún náði sjálf í Zürich fyrr í þessum mánuði. Óhappið í Brussel breytir því ekki að Chebet vann mótið og fullkomnaði frábært keppnistímabil: „Ég er bara þakklát fyrir mjög gott keppnistímabil. Þetta hefur verið frábært ár með tveimur gullverðlaunum í París og núna Demantamótameistaratitlinum. ÉG mun fagna þessu með fjölskyldunni,“ sagði Chebet. Hún var rúmum tólf sekúndum á undan Medina Eisa frá Eþíópíu sem fékk silfur í Brussel. Fotyen Tesfay frá Eþíópíu varð í 3. sæti á 14:28,53 mínútum. Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira
Chebet vann gull í 5.000 og 10.000 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í ágúst og var að sjálfsögðu sigurstrangleg í Brussel. Hún var líka komin með gott forskot þegar um 1.100 metrar voru eftir af hlaupinu en þá labbaði ljósmyndari inn á hlaupabrautina, til að mynda keppanda í hástökki karla. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan og þar sést hvernig ljósmyndarinn birtist óvænt fyrir framan Chebet en hún rétt náði að smeygja sér framhjá honum. Það varð þó smávægilegur árekstur og myndavél ljósmyndarans féll niður á brautina en hann var fljótur að ná í hana og koma sér frá. „Hann sá ekki að ég væri að koma. Ég finn aðeins til en ég hugsaði bara með mér að ég ætti að halda áfram að hlaupa,“ sagði Chebet. Það gerði hún svo sannarlega því hún hljóp í mark á 14:09,82 mínútum og setti nýtt mótsmet á Boudewijn-leikvanginum. Hún bætti metið um níu sekúndur. Hún var aðeins 30 sekúndubrotum frá besta tíma ársins, sem hún náði sjálf í Zürich fyrr í þessum mánuði. Óhappið í Brussel breytir því ekki að Chebet vann mótið og fullkomnaði frábært keppnistímabil: „Ég er bara þakklát fyrir mjög gott keppnistímabil. Þetta hefur verið frábært ár með tveimur gullverðlaunum í París og núna Demantamótameistaratitlinum. ÉG mun fagna þessu með fjölskyldunni,“ sagði Chebet. Hún var rúmum tólf sekúndum á undan Medina Eisa frá Eþíópíu sem fékk silfur í Brussel. Fotyen Tesfay frá Eþíópíu varð í 3. sæti á 14:28,53 mínútum.
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Sjá meira