Blóðug barátta um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2024 08:02 Íbúar Culican hafa ítrekað upplifað átök milli lögregluþjóna og hersins annars vegar og glæpamanna eins og meðlima Sinaloa-samtakanna, á undan förnum árum. EPA/Juan Carlos Cruz Andrés Manuel López Obrador, forseti Mexíkó, biðlaði á dögunum til leiðtoga Sinaloa-samtakanna, sem berjast nú um yfirráð yfir glæpasamtökunum alræmdu, og bað þá um að sýna ábyrgð. Umfangsmikil ofbeldisalda hefur leikið Culiacan, höfuðborg Sinaloa-héraðsins, grátt á undanförnum dögum. Skólum og fyrirtækjum hefur verið lokað í borginni og fagnaðarhöldum vegna þjóðhátíðardags Mexíkó var frestað. Tveir af sonum hins víðfræga Joaquín Guzmán, eða „El Chapo“, berjast nú um yfirráð yfir samtökunum gegn stuðningsmönnum hins 76 ára gamla Ismael Zambada eða „El Mayo“. Bæði El Chapo og El Mayo stofnuðu Sinaloa-samtökin og sitja nú báðir í fangaklefa í Bandaríkjum. El Chapo var handtekinn fyrir nokkrum árum og dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2019. El Mayo var óvænt handtekinn í sumar eftir að þriðji sonur El Chapo plataði hann til Bandaríkjanna. Sjá einnig: Einn valdamesti fíkniefnabarón heims handtekinn Fregnir hafa borist af því Joaquín Guzmán, áðurnefndi þriðji sonur El Chapo, hafi viljað hjálpa fjórða bróðurnum, sem heitir Ovidio Guzmán López og situr einnig í fangelsi Í Bandaríkjunum. Joaquín er sagður hafa gabbað El Mayo til að fara upp í flugvél með sér til þess að fara að skoða fasteign. Áður en El Mayo vissi af var flugvélin þó lent í Bandaríkjunum og umkringd lögregluþjónum. Tvisvar sinnum þegar Ovidio Guzman López hefur verið handtekinn hafa blossað upp mikil átök í Culican.Getty/Jesus Verdugo Þannig er Joaquín sagður hafa viljað færa ráðamönnum í Bandaríkjunum stóran feng í skiptum fyrir léttvægari dóma fyrir sig og bróður sinn. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum og Joaquín hefur verið ákærður í Chicago fyrir fíkniefnasmygl. Iván Archivaldo Guzmán Salazar og Jesús Alfredo Guzmán Salazar eru bræðurnir sem berjast gegn stuðningsmönnum El Mayo. Saksóknarar í Bandaríkjunum segja El Mayo hafa verið og mögulega vera enn einhver valdamesti fíkniefnabarónn heims. Hann hafi stýrt umfangsmiklu glæpaveldi með harðri hendi um árabil. Glæpamenn á hans vegum hafi framið mannrán og morð víða og fyrir nokkrum mánuðum hafi hann til að mynda látið myrða frænda sinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. El Mayo hefur verið ákærður fyrir ýmis brot eins og fíkniefnasmygl, morð og pyntingu en hann var færður fyrir dómara á föstudaginn. Þá lýsti hann yfir sakleysi sínu og hélt því fram að hann væri fórnarlamb mannráns. Teikning af Ismael Zambada Garcia, eða „El Mayo“ í dómsal í síðustu viku.AP/Elizabeth Williams Minnst nítján morð í síðustu viku Eins og áður segir hefur umfangmikil ofbeldis- og glæpaalda farið yfir Sinaloa-hérað, samhliða valdabaráttunni innan Sinaloa-samtakanna. Síðasta föstudag voru sjö morð tilkynnt til lögreglunnar í héraðinu en í heildina voru nítján morð tilkynnt alla síðustu viku, samkvæmt frétt Reuters. Þar að auki hefur fjölda fólks verið rænt. Yfirvöld í héraðinu hafa sagt að morðin og mannránin tengist flest baráttu glæpamanna sín á milli. Átökin hófust strax í sumar, eins og AP fréttaveitan sagði frá á sínum tíma. El Mayo var handtekinn í júlí og í ágúst var fjöldi morða framinn í Sinaloa. Þá hafði fréttaveitan eftir sérfræðingum að ráðamenn í Mexíkó vildu ekki reyna að nýta sér ástandið innan Sinaloa-samtakanna til að reyna að brjóta þó á bak aftur. Það væri vegna þess að leiðtogar samtakanna sætu á upplýsingum um ráðamenn sem þeir vilji ekki að líti dagsins ljós. Forsetinn hefur þó beðið hinar stríðandi fylkingar um að sýna ábyrgð og koma í veg fyrir frekari dauðsföll. Þetta sagði hann á blaðamannafundi á föstudaginn. Þá spurði blaðamaður forsetann hvort hann hefði mikla trú á því að hlustað yrði á hann. „Það er alltaf hlustað á forseta Mexíkó,“ svaraði López Obrador. Það gerðu einnig glæpamenn. Meðal annars hefur verið ráðist á hermenn á götum Culiacan. Ein slík árás náðist á myndband í síðustu viku. 🚨| Militares son agredidos a balazos por sujetos armados en encontronazo ocurrido en Rivera de Tamazula, en Culiacán. pic.twitter.com/H2vY3mm9i7— Luis Alberto Díaz y Los Noticieristas (@noticieristas) September 12, 2024 Þungvopnaðir glæpamenn Umræddir glæpamenn hafa um árabil sent mikið magn fíkniefna víðsvegar um heim og þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Glæpamenn í Mexíkó hafa þar að auki flutt gífurlegt magn skotvopna til landsins frá Bandaríkjunum og eru þeir oftar en ekki þungvopnaðir. Yfirvöld í Mexíkó hafa reynt að höfða mál gegn bandarískum skotvopnaframleiðendum til að reyna að sporna gegn þessu flæði vopna suður yfir landamærin en án árangurs. Árið 2021 töldu ráðamenn í Mexíkó að á undangengnum áratug hefðu um 2,5 milljónir skotvopna verið flutt til Mexíkó með ólöglegum hætti. Sjá einnig: Mexíkóar ætla að höfða mál gegn byssuframleiðendum í Bandaríkjunum Vopnum þessum er ekki eingöngu beitt gegn öðrum glæpamönnum heldur einnig lögregluþjónum og hermönnum í Mexíkó. Árið 2019 var Ovidio Guzman, annar tveggja sona El Chapo sem berjast nú um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum, handtekinn í Culiacan. Þá fjölmenntu þungvopnaðir meðlimir samtakanna á götum borgarinnar og tóku í raun stjórn á borginni. Að endingu þurfti lögreglan að sleppa Ovidio Guzman lausum. Hann var svo aftur handtekinn í fyrra og framseldur til Bandaríkjanna. Heimildarmenn Wall Street Journal sem þekkja til Sinaloa-samtakanna segja að synir El Chapo hafi um fimm þúsund menn á sínum snærum og það séu mun fleiri menn en leiðtogar El Mayo-fylkingarinnar hafi. Mennirnir fimm þúsund eru þó sagðir illa þjálfaðir og álitnir svikarar af öðrum. Stuðningsmenn El Mayo líta á handtöku hans sem mikil svik og eru sagðir vilja bana sonum El Chapo vegna þessara svika. Þá hefur sú fylking myndað náin og góð tengsl við önnur glæpasamtök og gæti fengið liðsauka þaðan, sem gæti reynst sonum El Chapo erfitt að sigra. Ovidio Guzman, var handtekinn hér í Culican í fyrra. Mikil átök hófust þá milli glæpamanna og yfirvalda en Ovidio var fljótt framseldur til Bandaríkjanna.EPA/Juan Carlos Cruz Mexíkó Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Skólum og fyrirtækjum hefur verið lokað í borginni og fagnaðarhöldum vegna þjóðhátíðardags Mexíkó var frestað. Tveir af sonum hins víðfræga Joaquín Guzmán, eða „El Chapo“, berjast nú um yfirráð yfir samtökunum gegn stuðningsmönnum hins 76 ára gamla Ismael Zambada eða „El Mayo“. Bæði El Chapo og El Mayo stofnuðu Sinaloa-samtökin og sitja nú báðir í fangaklefa í Bandaríkjum. El Chapo var handtekinn fyrir nokkrum árum og dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2019. El Mayo var óvænt handtekinn í sumar eftir að þriðji sonur El Chapo plataði hann til Bandaríkjanna. Sjá einnig: Einn valdamesti fíkniefnabarón heims handtekinn Fregnir hafa borist af því Joaquín Guzmán, áðurnefndi þriðji sonur El Chapo, hafi viljað hjálpa fjórða bróðurnum, sem heitir Ovidio Guzmán López og situr einnig í fangelsi Í Bandaríkjunum. Joaquín er sagður hafa gabbað El Mayo til að fara upp í flugvél með sér til þess að fara að skoða fasteign. Áður en El Mayo vissi af var flugvélin þó lent í Bandaríkjunum og umkringd lögregluþjónum. Tvisvar sinnum þegar Ovidio Guzman López hefur verið handtekinn hafa blossað upp mikil átök í Culican.Getty/Jesus Verdugo Þannig er Joaquín sagður hafa viljað færa ráðamönnum í Bandaríkjunum stóran feng í skiptum fyrir léttvægari dóma fyrir sig og bróður sinn. Ekkert hefur þó verið staðfest í þeim efnum og Joaquín hefur verið ákærður í Chicago fyrir fíkniefnasmygl. Iván Archivaldo Guzmán Salazar og Jesús Alfredo Guzmán Salazar eru bræðurnir sem berjast gegn stuðningsmönnum El Mayo. Saksóknarar í Bandaríkjunum segja El Mayo hafa verið og mögulega vera enn einhver valdamesti fíkniefnabarónn heims. Hann hafi stýrt umfangsmiklu glæpaveldi með harðri hendi um árabil. Glæpamenn á hans vegum hafi framið mannrán og morð víða og fyrir nokkrum mánuðum hafi hann til að mynda látið myrða frænda sinn, samkvæmt AP fréttaveitunni. El Mayo hefur verið ákærður fyrir ýmis brot eins og fíkniefnasmygl, morð og pyntingu en hann var færður fyrir dómara á föstudaginn. Þá lýsti hann yfir sakleysi sínu og hélt því fram að hann væri fórnarlamb mannráns. Teikning af Ismael Zambada Garcia, eða „El Mayo“ í dómsal í síðustu viku.AP/Elizabeth Williams Minnst nítján morð í síðustu viku Eins og áður segir hefur umfangmikil ofbeldis- og glæpaalda farið yfir Sinaloa-hérað, samhliða valdabaráttunni innan Sinaloa-samtakanna. Síðasta föstudag voru sjö morð tilkynnt til lögreglunnar í héraðinu en í heildina voru nítján morð tilkynnt alla síðustu viku, samkvæmt frétt Reuters. Þar að auki hefur fjölda fólks verið rænt. Yfirvöld í héraðinu hafa sagt að morðin og mannránin tengist flest baráttu glæpamanna sín á milli. Átökin hófust strax í sumar, eins og AP fréttaveitan sagði frá á sínum tíma. El Mayo var handtekinn í júlí og í ágúst var fjöldi morða framinn í Sinaloa. Þá hafði fréttaveitan eftir sérfræðingum að ráðamenn í Mexíkó vildu ekki reyna að nýta sér ástandið innan Sinaloa-samtakanna til að reyna að brjóta þó á bak aftur. Það væri vegna þess að leiðtogar samtakanna sætu á upplýsingum um ráðamenn sem þeir vilji ekki að líti dagsins ljós. Forsetinn hefur þó beðið hinar stríðandi fylkingar um að sýna ábyrgð og koma í veg fyrir frekari dauðsföll. Þetta sagði hann á blaðamannafundi á föstudaginn. Þá spurði blaðamaður forsetann hvort hann hefði mikla trú á því að hlustað yrði á hann. „Það er alltaf hlustað á forseta Mexíkó,“ svaraði López Obrador. Það gerðu einnig glæpamenn. Meðal annars hefur verið ráðist á hermenn á götum Culiacan. Ein slík árás náðist á myndband í síðustu viku. 🚨| Militares son agredidos a balazos por sujetos armados en encontronazo ocurrido en Rivera de Tamazula, en Culiacán. pic.twitter.com/H2vY3mm9i7— Luis Alberto Díaz y Los Noticieristas (@noticieristas) September 12, 2024 Þungvopnaðir glæpamenn Umræddir glæpamenn hafa um árabil sent mikið magn fíkniefna víðsvegar um heim og þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Glæpamenn í Mexíkó hafa þar að auki flutt gífurlegt magn skotvopna til landsins frá Bandaríkjunum og eru þeir oftar en ekki þungvopnaðir. Yfirvöld í Mexíkó hafa reynt að höfða mál gegn bandarískum skotvopnaframleiðendum til að reyna að sporna gegn þessu flæði vopna suður yfir landamærin en án árangurs. Árið 2021 töldu ráðamenn í Mexíkó að á undangengnum áratug hefðu um 2,5 milljónir skotvopna verið flutt til Mexíkó með ólöglegum hætti. Sjá einnig: Mexíkóar ætla að höfða mál gegn byssuframleiðendum í Bandaríkjunum Vopnum þessum er ekki eingöngu beitt gegn öðrum glæpamönnum heldur einnig lögregluþjónum og hermönnum í Mexíkó. Árið 2019 var Ovidio Guzman, annar tveggja sona El Chapo sem berjast nú um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum, handtekinn í Culiacan. Þá fjölmenntu þungvopnaðir meðlimir samtakanna á götum borgarinnar og tóku í raun stjórn á borginni. Að endingu þurfti lögreglan að sleppa Ovidio Guzman lausum. Hann var svo aftur handtekinn í fyrra og framseldur til Bandaríkjanna. Heimildarmenn Wall Street Journal sem þekkja til Sinaloa-samtakanna segja að synir El Chapo hafi um fimm þúsund menn á sínum snærum og það séu mun fleiri menn en leiðtogar El Mayo-fylkingarinnar hafi. Mennirnir fimm þúsund eru þó sagðir illa þjálfaðir og álitnir svikarar af öðrum. Stuðningsmenn El Mayo líta á handtöku hans sem mikil svik og eru sagðir vilja bana sonum El Chapo vegna þessara svika. Þá hefur sú fylking myndað náin og góð tengsl við önnur glæpasamtök og gæti fengið liðsauka þaðan, sem gæti reynst sonum El Chapo erfitt að sigra. Ovidio Guzman, var handtekinn hér í Culican í fyrra. Mikil átök hófust þá milli glæpamanna og yfirvalda en Ovidio var fljótt framseldur til Bandaríkjanna.EPA/Juan Carlos Cruz
Mexíkó Erlend sakamál Bandaríkin Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira