Meirihluti auglýstra nýbygginga óseldur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. september 2024 16:11 Vesturbærinn í forgrunni, en Seltjarnarnes, þar sem nýbyggingar eru hvað dýrastar, sést í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Rúmlega sex af hverjum tíu nýbyggingum sem auglýstar voru til sölu á höfuðborgarsvæðinu á fyrri hluta árs eru óseldar. Aðeins 15 prósent af heildarframboði nýbygginga eru auglýst eða seld undir 65 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HMS, en upplýsingarnar eru unnar úr fasteignaauglýsingum og kaupskrá fasteigna. Þar segir að margar þeirra nýbygginga sem ekki hafa selst séu miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. „Á tímabilinu janúar til júlí var 1.911 nýbygging auglýst til sölu, en þar af seldust 714 íbúðir. Á kortinu hér að neðan má sjá söluhlutfall nýbygginga eftir götuheitum, en þar sést að í flestum tilvikum eru einungis 25 til 50 prósent íbúða seldar í hverri götu,“ segir í tilkynningunni og vísað í gagnvirkt kort þar sem sjá má söluhlutfall nýbygginga eftir götuheitum. Gögnin byggja á ayglýsingum frá 1. janúar síðastliðnum til 1. júlí síðastliðins af síðunni fasteignir.is, og gögnum um kaupsamninga á tímabilinu 1. janúar til dagsins í dag frá kaupskrá. HMS þótti áreiðanlegast að hafa tveggja mánaða bil á milli auglýstra og seldra eigna þar sem oft tekur langan tíma að þinglýsa kaupsamning. Dýrast á Seltjarnarnesi og niðri í bæ Meðalverð seldra nýbygginga er 88 milljónir króna á tímabilinu og meðalverð auglýstra nýbygginga er 93 milljónir. Aðeins 15 prósent nýbygginga eru auglýst eða seld á undir 65 milljónir. „Í Hafnarfirði, eða póstnúmerinu 221, eru flestar nýbyggingar auglýstar til sölu, eða um 496 talsins, þar sem 133 íbúðir hafa verið seldar. Að meðaltali er verð þessara íbúða 77 m.kr., sem er eitt lægsta meðalverðið á meðal póstnúmera á höfuðborgarsvæðinu. Ódýrustu nýbyggingarnar má finna í Grafarholtinu þar sem meðalverðið er 65 m.kr. Dýrustu nýbyggingarnar eru staðsettar á Seltjarnarnesi og miðbæ Reykjavíkur eða í póstnúmerum 101, 102 og 170. En þar er meðalverð nýbygginga í kringum 115 m.kr. Um 60 prósent seldra nýbygginga hafa selst á auglýstu kaupverði, 14 prósent yfir auglýstu kaupverði og 26 prósent undir auglýstu kaupverði.“ Húsnæðismál Reykjavík Seltjarnarnes Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Fasteignamarkaður Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HMS, en upplýsingarnar eru unnar úr fasteignaauglýsingum og kaupskrá fasteigna. Þar segir að margar þeirra nýbygginga sem ekki hafa selst séu miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. „Á tímabilinu janúar til júlí var 1.911 nýbygging auglýst til sölu, en þar af seldust 714 íbúðir. Á kortinu hér að neðan má sjá söluhlutfall nýbygginga eftir götuheitum, en þar sést að í flestum tilvikum eru einungis 25 til 50 prósent íbúða seldar í hverri götu,“ segir í tilkynningunni og vísað í gagnvirkt kort þar sem sjá má söluhlutfall nýbygginga eftir götuheitum. Gögnin byggja á ayglýsingum frá 1. janúar síðastliðnum til 1. júlí síðastliðins af síðunni fasteignir.is, og gögnum um kaupsamninga á tímabilinu 1. janúar til dagsins í dag frá kaupskrá. HMS þótti áreiðanlegast að hafa tveggja mánaða bil á milli auglýstra og seldra eigna þar sem oft tekur langan tíma að þinglýsa kaupsamning. Dýrast á Seltjarnarnesi og niðri í bæ Meðalverð seldra nýbygginga er 88 milljónir króna á tímabilinu og meðalverð auglýstra nýbygginga er 93 milljónir. Aðeins 15 prósent nýbygginga eru auglýst eða seld á undir 65 milljónir. „Í Hafnarfirði, eða póstnúmerinu 221, eru flestar nýbyggingar auglýstar til sölu, eða um 496 talsins, þar sem 133 íbúðir hafa verið seldar. Að meðaltali er verð þessara íbúða 77 m.kr., sem er eitt lægsta meðalverðið á meðal póstnúmera á höfuðborgarsvæðinu. Ódýrustu nýbyggingarnar má finna í Grafarholtinu þar sem meðalverðið er 65 m.kr. Dýrustu nýbyggingarnar eru staðsettar á Seltjarnarnesi og miðbæ Reykjavíkur eða í póstnúmerum 101, 102 og 170. En þar er meðalverð nýbygginga í kringum 115 m.kr. Um 60 prósent seldra nýbygginga hafa selst á auglýstu kaupverði, 14 prósent yfir auglýstu kaupverði og 26 prósent undir auglýstu kaupverði.“
Húsnæðismál Reykjavík Seltjarnarnes Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Mosfellsbær Fasteignamarkaður Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira