Til varnar mennsku kúgarans Hans Alexander Margrétarson Hansen skrifar 17. september 2024 15:01 Brasilíski menntunarfræðingurinn Paulo Freire sagði að þegar við afmennskum aðra þá afmennskum við okkur sjálf í leiðinni. Eins og við flest hef ég horft með skelfingu á hörmingarnar í Gaza síðastliðið ár. Ég hef líka hlustað á málefnið rætt fram og til baka á ýmsum vettvöngum, af alls konar fólki en alltaf þegar ég heyri talsmenn Ísraelsríkis tala þá verður mér hugsað til Paulo Freire. Málflutningur síonismans er til þess gerður að kúga og afmennska Palestínumenn, en endar alltaf á því að afmennska Ísraelsmenn í leiðinni. Ísraelski málflutningurinn gengur oftast út á að sýna fram á að kúgun Palestínumanna sé einhvers konar sjálfskaparvíti og að Ísrael hafi engra annarra kosta völ en að kúga Palestínumenn. Myndin sem er máluð af Palestínumönnum er mjög ljót og setur þá upp sem illkvittna, ofbeldisfulla og ósiðmenntaða gyðingahatara. Palestínumenn eru sagðir vondir, en í því felst líka að þeir séu ábyrgir fyrir gjörðum sínum og þar af leiðandi færir um siðferðislegar ákvarðanir. Ísrael, aftur á móti, í ísraelska málflutningnum, er ekki fært um siðferðislega breytni. Allt sem ísraelsk stjórnvöld og ísraelski herinn gera eru, samkvæmt þeirra eigin málflutningi, viðbrögð við einhverju öðru, eins og heimskt dýr sem bregst bara við áreiti. Það er ekki við björninn að sakast að hann ráðist á þig, þú hefðir ekki átt að atast í honum. Þessa sömu áróðurstaktík má líka sjá hjá talsmönnum Rússlands þegar innrásin í Úkraínu er rædd. Ábyrgðin er öll sett á Úkraínu, Vesturlönd og NATO. Þau hefðu ekki átt að hleypa öllum þessum Austur-Evrópuríkjum inn í NATO, þau hefðu ekki átt að vera með herstöðvar nálægt Rússlandi, Úkraína hefði ekki átt að mynda tengsl við ESB og Bandaríkin. Ef þú potar í geitungabúið þá verður þú stunginn. Vladímír Pútín fær í þessum málflutningi ekki að vera viti borinn maður sem getur tekið ákvarðanir út frá siðferðiskennd sinni, hvað þá út frá skynsemi, heldur sem geitungnum sem að stingur vonda úkraínumanninn sem var að pota í búið. Annað dæmi má finna í umræðum um kynferðisofbeldi. Í gegnum tíðina hef ég séð mörg dæmi þar sem að þolendum er sjálfum kennt um ofbeldið sem þeir eru beittir. Þar er m.a. bent á klæðaburð kvenna og sagt að þar sem að þær klæddu sig á ákveðinn hátt þá hafi þær verið að „bjóða upp á“ að vera nauðgað, að karlmenn einfaldlega ráði ekki við sig. Ég hef heyrt þessu líkt við það veifa kjötbita framan í úlf og búast við því að hann láti þig í friði. Markmiðið er að kenna konum um það ofbeldi sem þær eru beittar, en karlmenn eru afmennskaðir í leiðinni. Við karlmenn fáum í þessum málflutningi ekki að vera manneskjur, heldur bara óstjórnanleg rándýr sem tryllast þegar þau finna lyktina af blóði. Enn annað dæmi má sjá þegar rædd eru málefni fólks í leit að alþjóðlegri vernd á Íslandi. Síendurtekið er fólk nauðugt flutt úr landi fyrir þann eina glæp að hafa fæðst á vitlausum stað á hnettinum. Eðlilega blöskrar okkur þessi framganga, sér í lagi þegar börn eiga í hlut, en öllum mótmælum er svarað með því að segja að íslenska ríkið bara einfaldlega geti ekki gert neitt annað en að brottvísa og svipta fólk þjónustu. Útlendingastofnun er bara að fara eftir lögum. Dómsmálaráðherra hefur enga lagaheimild til þess að grípa inn í. Lögreglan er bara að fylgja fyrirmælum. Ekkert af þessu fólki fær að vera manneskjur í þeirra eigin málflutningi, heldur frekar vélar sem geta ekkert annað gert en að fylgja einhverjum óhagganlegum lagakóða. En þetta er bull. Ísraelskir ráðamenn og hermenn eru ekki heimskar skepnur, heldur manneskjur með hjörtu sem slá og geta ákveðið að enda á þjóðarmorðið í Gaza. Vladímír Pútín er ekki geitungur heldur maður og getur bundið enda á stríðið hvenær sem hann vill; syndir NATO og Vesturlanda eru vissulega margar en syndir Pútíns eru hans eigin. Karlmenn eru ekki rándýr heldur vitibornir menn og við erum fullfærir um sjálfstjórn. Dómsmálaráðherra, starfsfólk Útlendingastofnunar og lögregluþjónar eru ekki vélar heldur mannskjur. Í 9. grein siðareglum lögreglu er tekið fram að lögregluþjónum sé ekki skylt að fylgja fyrirmælum sem fara alvarlega gegn siðferðiskennd þeirra, starfsfólk Útlendingastofnunar þarf ekki að beita öllum mögulegum lagaheimildum til brottvísana (og í sumum tilvikum fara fram á brottvísanir sem eru beinlínis ólöglegar) og Dómsmálaráðherra situr í þingmeirihluta og getur hreinlega breytt lögunum. Kúgararnir eru ekki skepnur og vélar, heldur menn. Þar af leiðandi eru þeir ábyrgir fyrir eigin gjörðum, við getum gert þær kröfur til þeirra að þeir sýni af sér mennsku og við ættum aldrei að umbera það að þeir hagi sér eins og skepnur og vélar. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Brasilíski menntunarfræðingurinn Paulo Freire sagði að þegar við afmennskum aðra þá afmennskum við okkur sjálf í leiðinni. Eins og við flest hef ég horft með skelfingu á hörmingarnar í Gaza síðastliðið ár. Ég hef líka hlustað á málefnið rætt fram og til baka á ýmsum vettvöngum, af alls konar fólki en alltaf þegar ég heyri talsmenn Ísraelsríkis tala þá verður mér hugsað til Paulo Freire. Málflutningur síonismans er til þess gerður að kúga og afmennska Palestínumenn, en endar alltaf á því að afmennska Ísraelsmenn í leiðinni. Ísraelski málflutningurinn gengur oftast út á að sýna fram á að kúgun Palestínumanna sé einhvers konar sjálfskaparvíti og að Ísrael hafi engra annarra kosta völ en að kúga Palestínumenn. Myndin sem er máluð af Palestínumönnum er mjög ljót og setur þá upp sem illkvittna, ofbeldisfulla og ósiðmenntaða gyðingahatara. Palestínumenn eru sagðir vondir, en í því felst líka að þeir séu ábyrgir fyrir gjörðum sínum og þar af leiðandi færir um siðferðislegar ákvarðanir. Ísrael, aftur á móti, í ísraelska málflutningnum, er ekki fært um siðferðislega breytni. Allt sem ísraelsk stjórnvöld og ísraelski herinn gera eru, samkvæmt þeirra eigin málflutningi, viðbrögð við einhverju öðru, eins og heimskt dýr sem bregst bara við áreiti. Það er ekki við björninn að sakast að hann ráðist á þig, þú hefðir ekki átt að atast í honum. Þessa sömu áróðurstaktík má líka sjá hjá talsmönnum Rússlands þegar innrásin í Úkraínu er rædd. Ábyrgðin er öll sett á Úkraínu, Vesturlönd og NATO. Þau hefðu ekki átt að hleypa öllum þessum Austur-Evrópuríkjum inn í NATO, þau hefðu ekki átt að vera með herstöðvar nálægt Rússlandi, Úkraína hefði ekki átt að mynda tengsl við ESB og Bandaríkin. Ef þú potar í geitungabúið þá verður þú stunginn. Vladímír Pútín fær í þessum málflutningi ekki að vera viti borinn maður sem getur tekið ákvarðanir út frá siðferðiskennd sinni, hvað þá út frá skynsemi, heldur sem geitungnum sem að stingur vonda úkraínumanninn sem var að pota í búið. Annað dæmi má finna í umræðum um kynferðisofbeldi. Í gegnum tíðina hef ég séð mörg dæmi þar sem að þolendum er sjálfum kennt um ofbeldið sem þeir eru beittir. Þar er m.a. bent á klæðaburð kvenna og sagt að þar sem að þær klæddu sig á ákveðinn hátt þá hafi þær verið að „bjóða upp á“ að vera nauðgað, að karlmenn einfaldlega ráði ekki við sig. Ég hef heyrt þessu líkt við það veifa kjötbita framan í úlf og búast við því að hann láti þig í friði. Markmiðið er að kenna konum um það ofbeldi sem þær eru beittar, en karlmenn eru afmennskaðir í leiðinni. Við karlmenn fáum í þessum málflutningi ekki að vera manneskjur, heldur bara óstjórnanleg rándýr sem tryllast þegar þau finna lyktina af blóði. Enn annað dæmi má sjá þegar rædd eru málefni fólks í leit að alþjóðlegri vernd á Íslandi. Síendurtekið er fólk nauðugt flutt úr landi fyrir þann eina glæp að hafa fæðst á vitlausum stað á hnettinum. Eðlilega blöskrar okkur þessi framganga, sér í lagi þegar börn eiga í hlut, en öllum mótmælum er svarað með því að segja að íslenska ríkið bara einfaldlega geti ekki gert neitt annað en að brottvísa og svipta fólk þjónustu. Útlendingastofnun er bara að fara eftir lögum. Dómsmálaráðherra hefur enga lagaheimild til þess að grípa inn í. Lögreglan er bara að fylgja fyrirmælum. Ekkert af þessu fólki fær að vera manneskjur í þeirra eigin málflutningi, heldur frekar vélar sem geta ekkert annað gert en að fylgja einhverjum óhagganlegum lagakóða. En þetta er bull. Ísraelskir ráðamenn og hermenn eru ekki heimskar skepnur, heldur manneskjur með hjörtu sem slá og geta ákveðið að enda á þjóðarmorðið í Gaza. Vladímír Pútín er ekki geitungur heldur maður og getur bundið enda á stríðið hvenær sem hann vill; syndir NATO og Vesturlanda eru vissulega margar en syndir Pútíns eru hans eigin. Karlmenn eru ekki rándýr heldur vitibornir menn og við erum fullfærir um sjálfstjórn. Dómsmálaráðherra, starfsfólk Útlendingastofnunar og lögregluþjónar eru ekki vélar heldur mannskjur. Í 9. grein siðareglum lögreglu er tekið fram að lögregluþjónum sé ekki skylt að fylgja fyrirmælum sem fara alvarlega gegn siðferðiskennd þeirra, starfsfólk Útlendingastofnunar þarf ekki að beita öllum mögulegum lagaheimildum til brottvísana (og í sumum tilvikum fara fram á brottvísanir sem eru beinlínis ólöglegar) og Dómsmálaráðherra situr í þingmeirihluta og getur hreinlega breytt lögunum. Kúgararnir eru ekki skepnur og vélar, heldur menn. Þar af leiðandi eru þeir ábyrgir fyrir eigin gjörðum, við getum gert þær kröfur til þeirra að þeir sýni af sér mennsku og við ættum aldrei að umbera það að þeir hagi sér eins og skepnur og vélar. Höfundur er deildarstjóri á leikskóla.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun