Tók rúmlega ár að fá „nei“ við einfaldri fyrirspurn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. september 2024 18:29 Friðjón (t.h.) segist ekkert sérlega hissa á hve langan tíma tók að fá formlegt svar við einfaldri fyrirspurn. Vísir/Vilhelm Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar var ekki upplýst um að undirgöngum við Nauthólsveg hefði verið lokað á síðasta ári. Fyrirspurn um hvort ráðið hefði fengið upplýsingar um þetta var lögð fram í ágúst á síðasta ári. Formlegt svar, sem var eitt orð, barst fyrir nokkrum dögum. Friðjón R. Friðjónsson lagði fyrirspurnina fram á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar þann 25. ágúst 2023. Fyrirspurnin var svohljóðandi: „Var menningar og íþróttasvið upplýst um að undirgöngum við Nauthólsveg væri lokað og aðkoma barna og annarra hjólandi og gangandi skert að einu fjölsóttasta íþrótta og tómstundasvæði borgarinnar?“ Á síðasta fundi ráðsins, þann 13. september síðastliðinn, var svar við fyrirspurninni lagt fram. Það er dagsett þremur dögum fyrr, 10. september 2024, og er svohljóðandi: „Nei.“ Ekki fyrsta skiptið Í samtali við Vísi segist Friðjón muna óljóst eftir fyrirspurninni. Hann var ekki á fundinum þar sem hið stutta svar var lagt fram, en hann er varamaður í ráðinu. „Okkur þótti þetta mjög skrýtið. Þarna voru krakkar sem hjóla úr Fossvogi inn á Hlíðarendasvæðið á æfingar, vegna þess að Víkingur er ekki með körfuboltadeild. Þeir lenda í því að þurfa þarna allt í einu að fara yfir götu, sem er þónokkur umferðargata. Þó það sé ekki hröð umferð frá Háskólanum í Reykjavík, þá er þetta mikil umferð,“ segir Friðjón. Því hafi fyrirspurnin verið lögð fram, þar sem sífellt sé verið að reyna að tryggja öryggi barna og auka aðgengi í umferðinni á sama tíma og fyllt hafi verið upp í göngin í ágúst í fyrra. „Sviðsstjórinn hvíslaði nú svarinu óformlega að okkur á fundinum [2023] en ég skal viðurkenna að mig undrar ekki að formlegt svar hafi komið núna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í því að það taki meira en ár að svara fyrirspurn frá mér,“ segir Friðjón. Kjörnir fulltrúar í Ráðhúsinu hafa það mun verra en kollegar þeirra á þingi, þegar kemur að því að fá svör við fyrirspurnum sínum, að sögn Friðjóns.Vísir/Vilhelm Nokkurra vikna bið eftir ráðherrum hátíð miðað við þetta Hann telur um mjög óheppilega stjórnsýslu að ræða. „Ég lagði fram fyrirspurn á þriðja fundi mínum í stafrænu ráði, sem tók ár að svara líka, á milli áranna 2022 og '23. Þrátt fyrir sífellt fjölmennari miðlæga stjórnsýslu þá gengur stundum mjög erfiðlega að fá svör við fyrirspurnum.“ Friðjón segist hafa lagt inn aðra fyrirspurn í maí síðastliðnum, um eignir borgarinnar. „Sem maður skyldi ætla að væru til upplýsingar um nánast í Excel-skjali eða gagnagrunni. Svar við þeirri fyrirspurn er ekki heldur komið.“ Friðjón bendir á að á Alþingi þyki það óheppilegt þegar ráðherrar svari ekki innan nokkurra vikna. Fólkið hinu megin Vonarstrætis hafi það því mjög gott, í samanburði við kjörna fulltrúa í Ráðhúsinu. „Guð forði okkur frá því að svarið hefði verið lengra, þá hefði kjörtímabilið kannski klárast áður en það kæmi,“ segir Friðjón. Fyrirspurnina og svar við henni má nálgast í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl FyrirspurnFYRIRSPURNUNDIRGÖNGSækja skjal SvarSVARUNDIRGÖNGSækja skjal Stjórnsýsla Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Friðjón R. Friðjónsson lagði fyrirspurnina fram á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs borgarinnar þann 25. ágúst 2023. Fyrirspurnin var svohljóðandi: „Var menningar og íþróttasvið upplýst um að undirgöngum við Nauthólsveg væri lokað og aðkoma barna og annarra hjólandi og gangandi skert að einu fjölsóttasta íþrótta og tómstundasvæði borgarinnar?“ Á síðasta fundi ráðsins, þann 13. september síðastliðinn, var svar við fyrirspurninni lagt fram. Það er dagsett þremur dögum fyrr, 10. september 2024, og er svohljóðandi: „Nei.“ Ekki fyrsta skiptið Í samtali við Vísi segist Friðjón muna óljóst eftir fyrirspurninni. Hann var ekki á fundinum þar sem hið stutta svar var lagt fram, en hann er varamaður í ráðinu. „Okkur þótti þetta mjög skrýtið. Þarna voru krakkar sem hjóla úr Fossvogi inn á Hlíðarendasvæðið á æfingar, vegna þess að Víkingur er ekki með körfuboltadeild. Þeir lenda í því að þurfa þarna allt í einu að fara yfir götu, sem er þónokkur umferðargata. Þó það sé ekki hröð umferð frá Háskólanum í Reykjavík, þá er þetta mikil umferð,“ segir Friðjón. Því hafi fyrirspurnin verið lögð fram, þar sem sífellt sé verið að reyna að tryggja öryggi barna og auka aðgengi í umferðinni á sama tíma og fyllt hafi verið upp í göngin í ágúst í fyrra. „Sviðsstjórinn hvíslaði nú svarinu óformlega að okkur á fundinum [2023] en ég skal viðurkenna að mig undrar ekki að formlegt svar hafi komið núna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í því að það taki meira en ár að svara fyrirspurn frá mér,“ segir Friðjón. Kjörnir fulltrúar í Ráðhúsinu hafa það mun verra en kollegar þeirra á þingi, þegar kemur að því að fá svör við fyrirspurnum sínum, að sögn Friðjóns.Vísir/Vilhelm Nokkurra vikna bið eftir ráðherrum hátíð miðað við þetta Hann telur um mjög óheppilega stjórnsýslu að ræða. „Ég lagði fram fyrirspurn á þriðja fundi mínum í stafrænu ráði, sem tók ár að svara líka, á milli áranna 2022 og '23. Þrátt fyrir sífellt fjölmennari miðlæga stjórnsýslu þá gengur stundum mjög erfiðlega að fá svör við fyrirspurnum.“ Friðjón segist hafa lagt inn aðra fyrirspurn í maí síðastliðnum, um eignir borgarinnar. „Sem maður skyldi ætla að væru til upplýsingar um nánast í Excel-skjali eða gagnagrunni. Svar við þeirri fyrirspurn er ekki heldur komið.“ Friðjón bendir á að á Alþingi þyki það óheppilegt þegar ráðherrar svari ekki innan nokkurra vikna. Fólkið hinu megin Vonarstrætis hafi það því mjög gott, í samanburði við kjörna fulltrúa í Ráðhúsinu. „Guð forði okkur frá því að svarið hefði verið lengra, þá hefði kjörtímabilið kannski klárast áður en það kæmi,“ segir Friðjón. Fyrirspurnina og svar við henni má nálgast í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl FyrirspurnFYRIRSPURNUNDIRGÖNGSækja skjal SvarSVARUNDIRGÖNGSækja skjal
Stjórnsýsla Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent