„Það spurði þig enginn“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. september 2024 11:03 Pharrell Williams er ekki alveg á sömu línu og Taylor Swift þegar það kemur að því að virða skoðanir sínar á pólitík. Vísir/EPA Tónlistarmanninum Pharrell Williams þykir ekki mikið til þess koma þegar aðrar stjörnur tjá sig um pólitík. Hann segist sjálfur halda sínum skoðunum út af fyrir sig. Bandaríski slúðurmiðillinn Page Six hefur þetta eftir stjörnunni. Miðillinn setur ummælin í samhengi við opinberan stuðning stórstjörnunnar Taylor Swift við Kamölu Harris í bandarísku forsetakosningunum vestanhafs. Swift birti stuðningsyfirlýsinguna á Instagram degi eftir kappræður þeirra Donalds Trump og Kamölu Harris. „Ég velti mér ekki upp úr pólitík. Það sem meira er að þá fer það í taugarnar á mér stundum þegar ég sé frægt fólk segja þér hvað þú átt að kjósa,“ segir tónlistarmaðurinn meðal annars. Hann vísar aldrei beinum orðum að Swift en erlendir slúðurmiðlar telja ljóst að hann sé meðal annars að tjá sig um hana. „Það eru stjörnur sem ég virði sem hafa skoðun á þessu, en ekki allir. Ég er einn af þeim sem segir bara, ha? Þegiðu. Það spurði þig enginn.“ Sjálfur vill tónlistarmaðurinn ekki gefa upp hvern hann hyggst kjósa þó hann segist efast um að hans atkvæði fari til ysta hægrisins eins og hann kallar það. „Mér er annt um mitt fólk og mér er annt um landið, en mér finnnst eins og það þurfi að bretta upp ermar og mér hefur alltaf þótt mikilvægt að grípa til aðgerða.“ Þrátt fyrir að Taylor Swift sé stærsta stjarnan til þess að styðja forsetaframbjóðanda vestanhafs er hún alls ekki sú eina. Þannig hafa stjörnur á borð við Billie Eilish, Olivia Rodrigo, George Clooney, Barbra Streisand og John Legend meðal annars öll lýst yfir stuðningi við Harris. Á meðan hafa frægðarmenni líkt og Kid Rock, Hulk Hogan og Elon Musk lýst yfir stuðningi við Trump. Hollywood Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örmum leiðsögumanns á Íslandi Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Bandaríski slúðurmiðillinn Page Six hefur þetta eftir stjörnunni. Miðillinn setur ummælin í samhengi við opinberan stuðning stórstjörnunnar Taylor Swift við Kamölu Harris í bandarísku forsetakosningunum vestanhafs. Swift birti stuðningsyfirlýsinguna á Instagram degi eftir kappræður þeirra Donalds Trump og Kamölu Harris. „Ég velti mér ekki upp úr pólitík. Það sem meira er að þá fer það í taugarnar á mér stundum þegar ég sé frægt fólk segja þér hvað þú átt að kjósa,“ segir tónlistarmaðurinn meðal annars. Hann vísar aldrei beinum orðum að Swift en erlendir slúðurmiðlar telja ljóst að hann sé meðal annars að tjá sig um hana. „Það eru stjörnur sem ég virði sem hafa skoðun á þessu, en ekki allir. Ég er einn af þeim sem segir bara, ha? Þegiðu. Það spurði þig enginn.“ Sjálfur vill tónlistarmaðurinn ekki gefa upp hvern hann hyggst kjósa þó hann segist efast um að hans atkvæði fari til ysta hægrisins eins og hann kallar það. „Mér er annt um mitt fólk og mér er annt um landið, en mér finnnst eins og það þurfi að bretta upp ermar og mér hefur alltaf þótt mikilvægt að grípa til aðgerða.“ Þrátt fyrir að Taylor Swift sé stærsta stjarnan til þess að styðja forsetaframbjóðanda vestanhafs er hún alls ekki sú eina. Þannig hafa stjörnur á borð við Billie Eilish, Olivia Rodrigo, George Clooney, Barbra Streisand og John Legend meðal annars öll lýst yfir stuðningi við Harris. Á meðan hafa frægðarmenni líkt og Kid Rock, Hulk Hogan og Elon Musk lýst yfir stuðningi við Trump.
Hollywood Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örmum leiðsögumanns á Íslandi Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira