Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Árni Sæberg skrifar 18. september 2024 10:06 Sigrún leiðir nýja Náttúruverndarstofnun og Gestur nýja Umhverfis- og orkustofnun. Vísir Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra hefur skipað Sigrúnu Ágústsdóttur í embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar og Gest Pétursson í embætti forstjóra Umhverfis- og orkustofnunar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Alþingi hafi í júlí samþykkt frumvörp um nýja Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun. Ný Umhverfis- og orkustofnun taki við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar, en Náttúruverndarstofnun taki við Vatnajökulsþjóðgarði og starfsemi náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar auk lífríkis og veiðistjórnunarhluta hennar. Forstjóri Umhverfisstofnunar tekur við Náttúruverndarstofnun Í tilkynningu segir að Sigrún hafi verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2020 og hafi starfað að umhverfismálum í rúm tuttugu ár. Hún hafi verið sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun frá árinu 2008 og auk þess staðgengill forstjóra áður en hún var skipuð í embætti forstjóra stofnunarinnar. Þá hafi hún starfað sem lögfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu á árunum 2000 – 2008. Sigrún hafi lokið cand.jur. prófi frá Háskóla Íslands árið 1995. Sigrún hafi sinnt prófdómarastörfum og stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík meðfram öðrum störfum, meðal annars í umhverfisrétti og stjórnsýslu umhverfismála. Þá hafi hún starfað að alþjóðamálum á vettvangi umhverfismála um árabil. Eiginmaður Sigrúnar sé Davíð Pálsson leiðsögumaður og þau eigi tvö börn. Embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar hafi verið auglýst í júlí síðastliðnum og átta sótt um stöðuna. Forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar beint úr stóriðjunni Þá segir að Gestur, nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar, hafi verið forstjóri PCC BakkiSilicon frá árinu 2022. Áður hafi hann meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Veitna, forstjóri Elkem Ísland og framkvæmdastjóri öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála hjá Elkem Ísland. Gestur hafi víðtæka reynslu af stjórnun og hafi átt sæti í framkvæmdastjórnum félaga sem æðsti stjórnandi eða sem næstráðandi nær óslitið frá árinu 2004. Samhliða störfum fyrir Elkem Ísland hafi Gestur setið í stjórnum félaga á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars í stjórn Grænvangs - samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir og í stjórn Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Gestur hafi lokið meistaragráðu í iðnaðar- og rekstrarverkfræði með áherslu á orkumál og áhættustýringu frá Oklahoma State University í Bandaríkjunum árið 1998. Embætti forstjóra Umhverfis- og loftslagsstofnunar hafi verið auglýst í júlí síðastliðinn og sex sótt um stöðuna. Umfangsmiklar stofnanabreytingar Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun muni taka til starfa 1. janúar 2025, en nýju stofnanirnar séu liður í umfangsmiklum stofnanabreytingum sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafi unnið að, ásamt undirstofnum, frá miðju ári 2022 og sem miði að því að skapa vettvang fyrir kraftmikið fagstarf og árangur. Umhverfismál Stjórnsýsla Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stóriðja Vistaskipti Tengdar fréttir Gestur ráðinn framkvæmdastjóri Veitna Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 23. júlí 2019 08:20 Gestur hættir sem framkvæmdastjóri Veitna Gestur Pétursson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Veitna frá árinu 2019, hefur látið af störfum hjá félaginu. 5. mars 2022 15:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Alþingi hafi í júlí samþykkt frumvörp um nýja Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun. Ný Umhverfis- og orkustofnun taki við starfsemi Orkustofnunar og hluta af starfsemi Umhverfisstofnunar, en Náttúruverndarstofnun taki við Vatnajökulsþjóðgarði og starfsemi náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar auk lífríkis og veiðistjórnunarhluta hennar. Forstjóri Umhverfisstofnunar tekur við Náttúruverndarstofnun Í tilkynningu segir að Sigrún hafi verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2020 og hafi starfað að umhverfismálum í rúm tuttugu ár. Hún hafi verið sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun frá árinu 2008 og auk þess staðgengill forstjóra áður en hún var skipuð í embætti forstjóra stofnunarinnar. Þá hafi hún starfað sem lögfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu á árunum 2000 – 2008. Sigrún hafi lokið cand.jur. prófi frá Háskóla Íslands árið 1995. Sigrún hafi sinnt prófdómarastörfum og stundakennslu við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík meðfram öðrum störfum, meðal annars í umhverfisrétti og stjórnsýslu umhverfismála. Þá hafi hún starfað að alþjóðamálum á vettvangi umhverfismála um árabil. Eiginmaður Sigrúnar sé Davíð Pálsson leiðsögumaður og þau eigi tvö börn. Embætti forstjóra Náttúruverndarstofnunar hafi verið auglýst í júlí síðastliðnum og átta sótt um stöðuna. Forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar beint úr stóriðjunni Þá segir að Gestur, nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar, hafi verið forstjóri PCC BakkiSilicon frá árinu 2022. Áður hafi hann meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Veitna, forstjóri Elkem Ísland og framkvæmdastjóri öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála hjá Elkem Ísland. Gestur hafi víðtæka reynslu af stjórnun og hafi átt sæti í framkvæmdastjórnum félaga sem æðsti stjórnandi eða sem næstráðandi nær óslitið frá árinu 2004. Samhliða störfum fyrir Elkem Ísland hafi Gestur setið í stjórnum félaga á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars í stjórn Grænvangs - samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir og í stjórn Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Gestur hafi lokið meistaragráðu í iðnaðar- og rekstrarverkfræði með áherslu á orkumál og áhættustýringu frá Oklahoma State University í Bandaríkjunum árið 1998. Embætti forstjóra Umhverfis- og loftslagsstofnunar hafi verið auglýst í júlí síðastliðinn og sex sótt um stöðuna. Umfangsmiklar stofnanabreytingar Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun muni taka til starfa 1. janúar 2025, en nýju stofnanirnar séu liður í umfangsmiklum stofnanabreytingum sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafi unnið að, ásamt undirstofnum, frá miðju ári 2022 og sem miði að því að skapa vettvang fyrir kraftmikið fagstarf og árangur.
Umhverfismál Stjórnsýsla Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stóriðja Vistaskipti Tengdar fréttir Gestur ráðinn framkvæmdastjóri Veitna Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 23. júlí 2019 08:20 Gestur hættir sem framkvæmdastjóri Veitna Gestur Pétursson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Veitna frá árinu 2019, hefur látið af störfum hjá félaginu. 5. mars 2022 15:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Gestur ráðinn framkvæmdastjóri Veitna Stjórn Veitna ohf. hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. 23. júlí 2019 08:20
Gestur hættir sem framkvæmdastjóri Veitna Gestur Pétursson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Veitna frá árinu 2019, hefur látið af störfum hjá félaginu. 5. mars 2022 15:01