Óviss um að hann sé velkominn á Oasis tónleikana Valur Páll Eiríksson skrifar 18. september 2024 15:32 Trent Alexander-Arnold er ekki viss um að hann geti látið sjá sig á tónleikum Oasis í sumar. Julian Finney/Getty Images Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool á Englandi, er óviss um hvort hann láti sjá sig á tónleikum bresku hljómsveitarinnar Oasis í sumar. Sveitungi hans frá Liverpool, Jamie Carragher, býður honum þó með sér á leikana. Alexander-Arnold var í viðtali í umfjöllun CBS um Meistaradeild Evrópu í gær eftir 3-1 sigur Liverpool á AC Milan á San Siro. Þar var hann spurður hvort hann hefði tryggt sér miða á tónleika Oasis í sumar en sveitin kemur saman í fyrsta skipti í 15 ár. Sveitin var lögð af árið 2009 eftir að kastaðist í kekki milli bræðranna Liams og Noels Gallagher sem mynda sveitina. Mikil spenna er fyrir tónleikaröð bræðranna en allir miðar hafa selst upp á mettíma. „Nei, ég er ekki kominn með miða.“ „Mér líkar vel við Oasis, ég fýla lögin þeirra. En ég er ekki viss um að ég sé velkominn á tónleikana þeirra,“ sagði Alexander-Arnold í samtali við þau Kate Abdo, Thierry Henry, Micah Richards og Jamie Carragher í Meistaradeildarumfjöllun CBS í gærkvöld. Trent á þá að líkindum við um það að hann komi frá Liverpool-borg og sé ekki vinsæll í Manchester-borg. Bræðurnir Liam og Noel koma frá Manchester og eru miklir stuðningsmenn Manchester City sem hefur háð marga baráttuna við lið Liverpool undanfarin ár. „Ég er ekki viss um að þú sért velkominn heldur,“ sagði Alexander-Arnold við sveitung sinn Carragher, sem einnig kemur frá Liverpool. „Nei, ekki séns,“ svaraði Carragher. „En ég er búinn að bóka svítu á Wembley-tónleikana. Þú ert velkominn með,“ bætti hann við. Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjá meira
Alexander-Arnold var í viðtali í umfjöllun CBS um Meistaradeild Evrópu í gær eftir 3-1 sigur Liverpool á AC Milan á San Siro. Þar var hann spurður hvort hann hefði tryggt sér miða á tónleika Oasis í sumar en sveitin kemur saman í fyrsta skipti í 15 ár. Sveitin var lögð af árið 2009 eftir að kastaðist í kekki milli bræðranna Liams og Noels Gallagher sem mynda sveitina. Mikil spenna er fyrir tónleikaröð bræðranna en allir miðar hafa selst upp á mettíma. „Nei, ég er ekki kominn með miða.“ „Mér líkar vel við Oasis, ég fýla lögin þeirra. En ég er ekki viss um að ég sé velkominn á tónleikana þeirra,“ sagði Alexander-Arnold í samtali við þau Kate Abdo, Thierry Henry, Micah Richards og Jamie Carragher í Meistaradeildarumfjöllun CBS í gærkvöld. Trent á þá að líkindum við um það að hann komi frá Liverpool-borg og sé ekki vinsæll í Manchester-borg. Bræðurnir Liam og Noel koma frá Manchester og eru miklir stuðningsmenn Manchester City sem hefur háð marga baráttuna við lið Liverpool undanfarin ár. „Ég er ekki viss um að þú sért velkominn heldur,“ sagði Alexander-Arnold við sveitung sinn Carragher, sem einnig kemur frá Liverpool. „Nei, ekki séns,“ svaraði Carragher. „En ég er búinn að bóka svítu á Wembley-tónleikana. Þú ert velkominn með,“ bætti hann við.
Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjá meira