Forsætisráðherra mætir fyrstur manna í Samtalið Heimir Már Pétursson skrifar 19. september 2024 10:21 Bjarni Benediksson forsætisráðherra er fyrsti gesturinn í Samtalinu með Heimi Má. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins mætir fyrstur manna í Samtalið hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í dag. Þátturinn verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 og sýndur á Stöð 2 í kvöld klukkan 19:10. Samtalið er nýr þjóðmálaþáttur fréttastofunnar sem verður á dagskrá alla fimmtudaga í vetur. Mörg spjót standa að Bjarna Benediktssyni sem um þessar mundir hefur gegnt formennsku í Sjálfstæðisflokknum næst lengst allra eða í 15 ár. Hann fer fyrir ríkisstjórn sem verið hefur umdeild frá upphafi fyrri stjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Vaxandi ólgu hefur gætt í stjórnarsamstarfinu frá því það var endurnýjað eftir kosningarnar 2021 og segja sumir að ríkisstjórnin þurfi varla á stjórnarandstöðu að halda með þá ólgu sem ríkir innan hennar. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur minnkað mikið og samkvæmt könnunum er hún kolfallin. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur sömuleiðis fallið í áður óþekktar lægðir og mælst allt niður í 14 prósent. Mörg umdeild mál bíða afgreiðslu á Alþingi þennan síðasta þingvetur fyrir kosningar samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar upp á 217 mál. Allt bendir til að innan ríkisstjórnarinnar verði tekist á um orku- og virkjanamál, útlendingamál og málefni löggæslunnar í landinu svo eitthvað sé talið. Samkvæmt kosningalögum ættu næstu alþingiskosningar að fara fram í september á næsta ári. Kosið var að hausti 2016 eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti forsætisráðherra áður en kjörtímabilið var úti og kosningum flýtt og haustið 2017 eftir að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk eftir aðeins tíu mánuði. Núverandi stjórnarflokkar sem hófu samstarf að loknum kosningum 2017 ákváðu síðan að sitja út kjörtímabilið þannig að í þriðja sinn í röð var kosið að hausti 2021. Nú velta margir fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir ætli sér að boða til kosninga næsta vor, þar sem það hefur verið lengst af verið hefð að alþingiskosningar fari fram að vori. Þessari spurningu og mörgum fleirum verður velt upp í beinni útsendingu í Samtalinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Uppfært klukkan 15:18 Þættinum er lokið en upptöku má sjá að ofan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samtalið Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Samtalið er nýr þjóðmálaþáttur fréttastofunnar sem verður á dagskrá alla fimmtudaga í vetur. Mörg spjót standa að Bjarna Benediktssyni sem um þessar mundir hefur gegnt formennsku í Sjálfstæðisflokknum næst lengst allra eða í 15 ár. Hann fer fyrir ríkisstjórn sem verið hefur umdeild frá upphafi fyrri stjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Vaxandi ólgu hefur gætt í stjórnarsamstarfinu frá því það var endurnýjað eftir kosningarnar 2021 og segja sumir að ríkisstjórnin þurfi varla á stjórnarandstöðu að halda með þá ólgu sem ríkir innan hennar. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur minnkað mikið og samkvæmt könnunum er hún kolfallin. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur sömuleiðis fallið í áður óþekktar lægðir og mælst allt niður í 14 prósent. Mörg umdeild mál bíða afgreiðslu á Alþingi þennan síðasta þingvetur fyrir kosningar samkvæmt þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar upp á 217 mál. Allt bendir til að innan ríkisstjórnarinnar verði tekist á um orku- og virkjanamál, útlendingamál og málefni löggæslunnar í landinu svo eitthvað sé talið. Samkvæmt kosningalögum ættu næstu alþingiskosningar að fara fram í september á næsta ári. Kosið var að hausti 2016 eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér embætti forsætisráðherra áður en kjörtímabilið var úti og kosningum flýtt og haustið 2017 eftir að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sprakk eftir aðeins tíu mánuði. Núverandi stjórnarflokkar sem hófu samstarf að loknum kosningum 2017 ákváðu síðan að sitja út kjörtímabilið þannig að í þriðja sinn í röð var kosið að hausti 2021. Nú velta margir fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir ætli sér að boða til kosninga næsta vor, þar sem það hefur verið lengst af verið hefð að alþingiskosningar fari fram að vori. Þessari spurningu og mörgum fleirum verður velt upp í beinni útsendingu í Samtalinu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan 14:00 í dag. Uppfært klukkan 15:18 Þættinum er lokið en upptöku má sjá að ofan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samtalið Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira