Frá þessu segir í tilkynningu frá Datera en fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf í gagnadrifinni markaðssetningu og birtingum.
Fram kemur að Hjalti hafi gengið til liðs við Datera haustið 2021 sem viðskiptaþróunarstjóri og hafi leitt sókn Datera inn á nýja markaði og sinnt strategískri ráðgjöf til viðskiptavina. Hann tók við sem framkvæmdastjóri Datera í byrjun september en hjá fyrirtækinu starfa þrettán manns.
Hreiðar Þór mun áfram sitja í stjórn Datera auk þess að sinna sértækum verkefnum á sviði ráðgjafar og birtinga.
„Hjalti Már Einarsson hefur starfað sem viðskiptaþróunarstjóri hjá Datera frá 2021. Áður var hann forstöðumaður markaðssviðs Nordic Visitor frá 2009-2021. Hjalti er með MS-gráðu í upplýsingatækni og rafrænum viðskiptum frá IT Universitet í Kaupmannahöfn og Bachelor-gráðu í stjórnun og framleiðslu miðla frá Den Grafiske Höjskole í Kaupmannahöfn. Hann hefur setið í stjórn Samtaka vefiðnaðarins, í faghópi vefstjórnenda hjá SKÝ og í stjórn körfuknattleiksdeildar KR.
Hreiðar Þór Jónsson var framkvæmdastjóri Datera frá 2020 til 2024. Hreiðar var sölu- og markaðsstjóri áfengra drykkja hjá Ölgerðinni frá 2018 til 2020 og þar áður markaðsstjóri hjá CCEP frá 2007 til 2017. Áður starfaði Hreiðar hjá Símanum. Hreiðar hefur einnig setið í stjórn og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum hjá ÍMARK,“ segir í tilkynningunni.