„Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. september 2024 13:49 Rúnar Björn Herrera Þorkelsson er formaður NPA miðstöðvarinnar. EGILL AÐALSTEINSSON Það er óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna NPA-þjónustu og bíði árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað varðandi hver ber ábyrgð. Þetta segir formaður NPA-Miðstöðvar. Tugir eru á biðlista eftir þjónustu, þrátt fyrir að mótframlag frá ríkinu vegna NPA-samninga sé ekki fullnýtt. Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsti þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA, á samfélagsmiðlum í gær. Þar gangrýnir hann stjórnvöld og langa biðlista eftir þjónustunni sem er lögbundinn. Fjallað var einnig um málefni NPA í Kastljósi á Rúv í gærkvöldi þar sem aðstandandi lýsti raunum sínum af kerfinu og margra ára bið eftir viðunandi þjónustu. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, er formaður NPA-miðstöðvar en hann segir ástandið óboðlegt. „Það er náttúrlega alveg óásættanlegt að það séu biðlistar sem spanna margra ára bil eftir sjálfsögðum mannréttindum,“ segir Rúnar. 1. janúar í fyrra tóku gildi breytingar á lögum frá 2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þær felast í því að bráðabirgðaákvæði um innleiðingartímabil NPA var framlengt út þetta ár, 2024 og að á árinu muni ríkissjóður veita framlag vegna allt að 172 NPA-samninga. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu eru 128 NPA-samningar í gildi í dag, sem fjármagnaðir eru af ríki á móti sveitarfélögum. Þannig er heimild fyrir 25% fjármögnun frá ríkinu ekki nýtt vegna ríflega fjörutíu samninga þar sem ekki hafi borist fleiri umsóknir frá sveitarfélögunum. Allar umsóknir hafi verið samþykktar „Það er búið að vera innleiðingarferli síðan 2012 þannig að þetta er búið að vera í innleiðingu meira en áratug. Og þá bara er spurningin, hvað ætlum við að taka marga áratugi í þetta,“ segir Rúnar. Þá segir hann fráleitt að enn sé miðað við sama fjölda samninga og í upphafi. Í takt við fólksfjölgun og raunfjölda þeirra sem þurfi á slíkri þjónustu að halda í erlendum samanburði muni þeim að öllum líkindum fara fjölgandi sem þurfi á NPA-samningi að halda. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu hefur verið opið fyrir umsóknir sveitarfélaga síðan í fyrra vor um 25 prósent framlag ríkisins vegna NPA samninga. Allar slíkar umsóknir hafi verið samþykktar jafnóðum. Sveitarfélögum sé frjálst að gera NPA samninga án fjárhagslegrar aðkomu ríkisins, en ekkert sveitarfélag hefur gert það eftir því sem ráðuneytið kemst næst. „Bæði ríki og sveitarfélög eru að vísa á hvert annað og eru ekki að upplifa skyldur sínar og fatlaða fólkið verður fyrir miskanum,“ segir Rúnar. Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Haraldur Ingi Þorleifsson, frumkvöðull og baráttumaður, lýsti þrautagöngu sinni við það að fá svör um notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA, á samfélagsmiðlum í gær. Þar gangrýnir hann stjórnvöld og langa biðlista eftir þjónustunni sem er lögbundinn. Fjallað var einnig um málefni NPA í Kastljósi á Rúv í gærkvöldi þar sem aðstandandi lýsti raunum sínum af kerfinu og margra ára bið eftir viðunandi þjónustu. Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, er formaður NPA-miðstöðvar en hann segir ástandið óboðlegt. „Það er náttúrlega alveg óásættanlegt að það séu biðlistar sem spanna margra ára bil eftir sjálfsögðum mannréttindum,“ segir Rúnar. 1. janúar í fyrra tóku gildi breytingar á lögum frá 2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Þær felast í því að bráðabirgðaákvæði um innleiðingartímabil NPA var framlengt út þetta ár, 2024 og að á árinu muni ríkissjóður veita framlag vegna allt að 172 NPA-samninga. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu eru 128 NPA-samningar í gildi í dag, sem fjármagnaðir eru af ríki á móti sveitarfélögum. Þannig er heimild fyrir 25% fjármögnun frá ríkinu ekki nýtt vegna ríflega fjörutíu samninga þar sem ekki hafi borist fleiri umsóknir frá sveitarfélögunum. Allar umsóknir hafi verið samþykktar „Það er búið að vera innleiðingarferli síðan 2012 þannig að þetta er búið að vera í innleiðingu meira en áratug. Og þá bara er spurningin, hvað ætlum við að taka marga áratugi í þetta,“ segir Rúnar. Þá segir hann fráleitt að enn sé miðað við sama fjölda samninga og í upphafi. Í takt við fólksfjölgun og raunfjölda þeirra sem þurfi á slíkri þjónustu að halda í erlendum samanburði muni þeim að öllum líkindum fara fjölgandi sem þurfi á NPA-samningi að halda. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu hefur verið opið fyrir umsóknir sveitarfélaga síðan í fyrra vor um 25 prósent framlag ríkisins vegna NPA samninga. Allar slíkar umsóknir hafi verið samþykktar jafnóðum. Sveitarfélögum sé frjálst að gera NPA samninga án fjárhagslegrar aðkomu ríkisins, en ekkert sveitarfélag hefur gert það eftir því sem ráðuneytið kemst næst. „Bæði ríki og sveitarfélög eru að vísa á hvert annað og eru ekki að upplifa skyldur sínar og fatlaða fólkið verður fyrir miskanum,“ segir Rúnar.
Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira