Vaxtalækkanir erlendis „opna gluggann“ fyrir Seðlabankann að fylgja á eftir
![Jerome Powell seðlabankastjóri Bandaríkjanna tilkynnti um fyrstu vaxtalækkunina þar í landi í meira en fjögur ár í gær. Hlutabréfamarkaðir beggja vegna Atlantshafsins hafa brugðist vel við tíðindunum og hækkað skarpt.](https://www.visir.is/i/033751330B49531C8D1F662DA4779C1DFDE6F35F596DEE28FA0E5D26EFD4073B_713x0.jpg)
Með hjaðnandi verðbólgu og vaxtalækkunum erlendra seðlabanka að undanförnu er að „opnast gluggi“ fyrir Seðlabanka Íslands að fylgja í kjölfarið, að mati sérfræðings á skuldabréfamarkaði, en fjárfestar hér innanlands brugðust vel við stórri vaxtalækkun vestanhafs og ávöxtunarkrafa styttri ríkisbréfa féll nokkuð í morgun auk sem hlutabréfaverð hækkaði. Ólíkt stöðunni beggja vegna Atlantshafsins er verðbólgan hér á landi hins vegar enn fyrir utan vikmörk Seðlabankans.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/91CB9983116FD0C9F37D4402AF187D3FCDCE66B4BFA82F03E622C08905C24F02_308x200.jpg)
Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti
Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri.