Segir Leipzig hinn fullkomna áfangastað fyrir unga og efnilega leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. september 2024 07:01 Benjamin Šeško skoraði mark RB Leipzig þegar liðið mátti þola grátlegt tap gegn Atlético Madríd á útivelli. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Það má með sanni segja að RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni sé besti áfangastaður ungra og efnilegra knattspyrnumanna í Evrópu. Á undanförnum árum hefur liðið selt fjöldann allan af leikmönnum fyrir gríðarlega háar fjárhæðir. Á undanförnum árum hefur félagið blandað sér í toppbaráttuna í Þýskalandi, tvívegis orðið bikarmeistari og komist alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu ásamt því að vera hluti af deild þeirra bestu sex ár í röð. Félagið sjálft er umdeilt þar sem það er hluti af Red Bull samsteypunni og slíkt fellur í grýttan jarðveg í Þýskalandi. Félagið er hins vegar með gríðarlega vel mótaða stefnu hvað varðar bæði leikmenn og leikstíl. Salan á Dani Olmo til Barcelona er að mati BBC, breska ríkisútvarpsins, sönnun þess að stefna félagsins í leikmannamálum geri félagið að einum besta stökkpalli Evrópu. RB Leipzig didn’t see Dani Olmo’s summer move to Barcelona as a blow, rather confirmation of a trusted philosophyAhead of a sixth successive season of Champions League football, here’s how @RBLeipzig became a “perfect” destination for young stars https://t.co/QKXdy5qRS6— Alex Bysouth (@alexbysouth) September 19, 2024 Spánverjinn Olmo átti góðu gengi að fagna á EM og gekk í kjölfarið í raðir Barcelona á rúmlega níu milljarða íslenskra króna. Var það í fjórða sinn á aðeins tveimur árum sem félagið selur leikmann á meira en níu milljarða króna. Miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai gekk í raðir Liverpool, framherjinn Christopher Nkunku gekk í raðir Chelsea og varnarmaðurinn Joško Gvardiol fór til Manchester City. Olmo var ekki eini leikmaðurinn sem yfirgaf Leipzig í sumar en franski varnarmaðurinn Mohamed Simakan fór til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Marcel Schafer, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, horfði á það sem tækifæri frekar en hindrun. Félagið festi kaup á hinum 19 ára gamla Antonio Nusa sem og Assan Ouédraogo, Arthur Vermeeren á láni, markvörðinn Maarten Vandevoordt og Lutsharel Geertruida. Ekki nóg með það heldur átti félagið meira en fimm milljarða í afgang eftir sölurnar á Olmo og Simakan. Fyrir var liðið svo með hinn eftirsótta Šeško í sínum röðum sem og Xavi Simons sem er annað árið í röð á láni frá París Saint-Germain. Šeško 💫#UCL pic.twitter.com/99Y2UvQHB9— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Schafer gekk í raðir Leipzig fyrr á þessu ári og segist strax sjá merki þess efnis að ungir leikmenn vilji ólmir ganga til liðs við Leipzig vegna fordæmanna hér að ofan. „Þetta er ekki aðeins Olmo heldur er þetta einnig Gvardiol, þetta er Szoboszlai, þetta er Nkunku og svo margir til viðbótar. Ungir leikmenn sjá hvaða möguleika félagið hefur. Þetta er hið fullkomna félag – ekki aðeins í Þýskalandi heldur Evrópu allri – fyrir unga leikmenn,“ sagði Schafer að endingu. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira
Á undanförnum árum hefur félagið blandað sér í toppbaráttuna í Þýskalandi, tvívegis orðið bikarmeistari og komist alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu ásamt því að vera hluti af deild þeirra bestu sex ár í röð. Félagið sjálft er umdeilt þar sem það er hluti af Red Bull samsteypunni og slíkt fellur í grýttan jarðveg í Þýskalandi. Félagið er hins vegar með gríðarlega vel mótaða stefnu hvað varðar bæði leikmenn og leikstíl. Salan á Dani Olmo til Barcelona er að mati BBC, breska ríkisútvarpsins, sönnun þess að stefna félagsins í leikmannamálum geri félagið að einum besta stökkpalli Evrópu. RB Leipzig didn’t see Dani Olmo’s summer move to Barcelona as a blow, rather confirmation of a trusted philosophyAhead of a sixth successive season of Champions League football, here’s how @RBLeipzig became a “perfect” destination for young stars https://t.co/QKXdy5qRS6— Alex Bysouth (@alexbysouth) September 19, 2024 Spánverjinn Olmo átti góðu gengi að fagna á EM og gekk í kjölfarið í raðir Barcelona á rúmlega níu milljarða íslenskra króna. Var það í fjórða sinn á aðeins tveimur árum sem félagið selur leikmann á meira en níu milljarða króna. Miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai gekk í raðir Liverpool, framherjinn Christopher Nkunku gekk í raðir Chelsea og varnarmaðurinn Joško Gvardiol fór til Manchester City. Olmo var ekki eini leikmaðurinn sem yfirgaf Leipzig í sumar en franski varnarmaðurinn Mohamed Simakan fór til Al Nassr í Sádi-Arabíu. Marcel Schafer, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, horfði á það sem tækifæri frekar en hindrun. Félagið festi kaup á hinum 19 ára gamla Antonio Nusa sem og Assan Ouédraogo, Arthur Vermeeren á láni, markvörðinn Maarten Vandevoordt og Lutsharel Geertruida. Ekki nóg með það heldur átti félagið meira en fimm milljarða í afgang eftir sölurnar á Olmo og Simakan. Fyrir var liðið svo með hinn eftirsótta Šeško í sínum röðum sem og Xavi Simons sem er annað árið í röð á láni frá París Saint-Germain. Šeško 💫#UCL pic.twitter.com/99Y2UvQHB9— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Schafer gekk í raðir Leipzig fyrr á þessu ári og segist strax sjá merki þess efnis að ungir leikmenn vilji ólmir ganga til liðs við Leipzig vegna fordæmanna hér að ofan. „Þetta er ekki aðeins Olmo heldur er þetta einnig Gvardiol, þetta er Szoboszlai, þetta er Nkunku og svo margir til viðbótar. Ungir leikmenn sjá hvaða möguleika félagið hefur. Þetta er hið fullkomna félag – ekki aðeins í Þýskalandi heldur Evrópu allri – fyrir unga leikmenn,“ sagði Schafer að endingu.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Sjá meira