Stofna námsstyrk á sviði umhverfismála í nafni Ellýjar Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2024 13:40 Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Magnús Karl Magnússon eiginmaður hennar. Borgarráð samþykkti í gær að koma á árlegum námsstyrk í nafni Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur lögfræðings og fyrrum sviðsstjóra og borgarritara. Ellý lést í júní á þessu ári og var þá 59 ára gömul. Ellý greindist með forstigseinkenni Alzheimersjúkdómsins 51 árs. Í fundargerð borgarráðs segir að styrkurinn verði veittur einu sinni á ári, í september á fæðingardegi Ellýjar, þann 15. september. Styrkurinn verður veittur í fimm ár fyrir meistararitgerð eða meistaraverkefni á sviði umhverfis- og/eða loftslagsmála. Í forgangi verði styrkir til verkefna eða ritgerða sem varða Reykjavíkurborg beint eða sveitarfélög almennt. Tillaga um styrkinn var lögð fram af borgarstjóra, Einari Þorsteinssyni. Gert er ráð fyrir því að styrkurinn verði greiddur út af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Verðlaunafjárhæð verður samkvæmt ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs hverju sinni í samræmi við fjárhagsáætlun. Einar Þorsteinsson er borgarstjóri og lagði tillöguna fram á fundi borgarráðs. Vísir/Arnar Í tillögu borgarstjóra kemur fram að skipa skuli valnefnd til eins árs í senn. Hana skuli skipa þrír aðilar, þar af einn samkvæmt tilnefningu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, einn samkvæmt tilnefningu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og einn samkvæmt tilnefningu frá háskólasamfélaginu. Þá er í tillögunni gert ráð fyrir því að auglýst verði eftir umsóknum fyrir 10. janúar ár hvert og að umsóknum skuli skilað fyrir 30. apríl. Fella má styrkveitinguna niður sé valnefnd á einu máli um að engin umsókn uppfylli þau skilyrði sem sett hafa verið. Hlaut fálkaorðuna 2020 Í frétt um andlát Ellýjar í sumar kom fram að Ellý átti sæti í fjölda nefnda og ráða og var meðal annars kjörin af Alþingi í stjórnlaganefnd. Þá sat hún í stjórn Sæmundar fróða, stofnunar Háskóla Íslands um sjálfbæra þróun. Þá hlaut Ellý heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2020 og riddarakross fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn. Ellý var gift Magnúsi Karli Magnússyni lækni. Saman áttu þau tvö börn. Þau voru afar opinská um veikindi hennar. Reykjavík Umhverfismál Loftslagsmál Háskólar Borgarstjórn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Í fundargerð borgarráðs segir að styrkurinn verði veittur einu sinni á ári, í september á fæðingardegi Ellýjar, þann 15. september. Styrkurinn verður veittur í fimm ár fyrir meistararitgerð eða meistaraverkefni á sviði umhverfis- og/eða loftslagsmála. Í forgangi verði styrkir til verkefna eða ritgerða sem varða Reykjavíkurborg beint eða sveitarfélög almennt. Tillaga um styrkinn var lögð fram af borgarstjóra, Einari Þorsteinssyni. Gert er ráð fyrir því að styrkurinn verði greiddur út af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Verðlaunafjárhæð verður samkvæmt ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs hverju sinni í samræmi við fjárhagsáætlun. Einar Þorsteinsson er borgarstjóri og lagði tillöguna fram á fundi borgarráðs. Vísir/Arnar Í tillögu borgarstjóra kemur fram að skipa skuli valnefnd til eins árs í senn. Hana skuli skipa þrír aðilar, þar af einn samkvæmt tilnefningu umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, einn samkvæmt tilnefningu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og einn samkvæmt tilnefningu frá háskólasamfélaginu. Þá er í tillögunni gert ráð fyrir því að auglýst verði eftir umsóknum fyrir 10. janúar ár hvert og að umsóknum skuli skilað fyrir 30. apríl. Fella má styrkveitinguna niður sé valnefnd á einu máli um að engin umsókn uppfylli þau skilyrði sem sett hafa verið. Hlaut fálkaorðuna 2020 Í frétt um andlát Ellýjar í sumar kom fram að Ellý átti sæti í fjölda nefnda og ráða og var meðal annars kjörin af Alþingi í stjórnlaganefnd. Þá sat hún í stjórn Sæmundar fróða, stofnunar Háskóla Íslands um sjálfbæra þróun. Þá hlaut Ellý heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu sumarið 2020 og riddarakross fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn. Ellý var gift Magnúsi Karli Magnússyni lækni. Saman áttu þau tvö börn. Þau voru afar opinská um veikindi hennar.
Reykjavík Umhverfismál Loftslagsmál Háskólar Borgarstjórn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira