Liðsfélagi Arnórs með bitför eftir andstæðing Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2024 22:45 Milutin Osmajic virtist bíta Owen Beck í leik Preston og Blackburn í dag. Dave Howarth - CameraSport via Getty Images Milutin Osmajic, liðsfélagi Stefáns Teits Þórðarsonar hjá Preston North End í ensku B-deildinni, gæti verið á leið í langt bann fyrir að bíta andstæðing sinn í leik liðsins gegn Blackburn Rovers í dag. Preston og Blackburn gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í ensku B-deildinni í dag, í leik þar sem Stefán Teitur sat á bekknum allan tímann. Arnór Sigurðsson er leikmaður Blackburn, en hann var ekki í leikmannahópi liðsins í leik dagsins. Owen Beck, sem leikur með Blacburn á láni frá Liverpool, var sendur af velli með beint rautt spjald á 89. mínútu í leik liðsins gegn Preston fyrir að ráðast að Duane Holmes, leikmanni Preston. Í kjölfarið brutust út mikil læti og að þeim loknum reyndi Beck að útskýra fyrir dómaranum að hann hefði verið bitinn í látunum. Beck sakaði áðurnefndan Osmajic um verknaðinn og fékk Svartfellingurinn að lokum að líta gult spjald. Preston’s Osmajic has literally tried to take a chunk out of his neck!!!🤯🤯🤯Yellow card given… #rovers #pnefc pic.twitter.com/BXWndo4f9s— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) September 22, 2024 Í endursýningum í sjónvarpi, sem má sjá á X-færslunni hér fyrir ofan, má sjá þegar Osmajic virðist bíta Beck af miklu afli í bakið. „Owen er með stórt bitfar aftan á hálsinum og það er skammarlegt að dómarinn hafi ekki séð atvikið,“ sagði John Eustace, þjálfari Blackburn, í viðtali eftir leikinn. Gera má ráð fyrir því að Osmajic eigi yfir höfði sér langt bann fyrir verknaðinn, en Luis Suarez, þá leikmaður Liverpool, fékk tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic í leik gegn Chelsea árið 2013. Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Sjá meira
Preston og Blackburn gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í ensku B-deildinni í dag, í leik þar sem Stefán Teitur sat á bekknum allan tímann. Arnór Sigurðsson er leikmaður Blackburn, en hann var ekki í leikmannahópi liðsins í leik dagsins. Owen Beck, sem leikur með Blacburn á láni frá Liverpool, var sendur af velli með beint rautt spjald á 89. mínútu í leik liðsins gegn Preston fyrir að ráðast að Duane Holmes, leikmanni Preston. Í kjölfarið brutust út mikil læti og að þeim loknum reyndi Beck að útskýra fyrir dómaranum að hann hefði verið bitinn í látunum. Beck sakaði áðurnefndan Osmajic um verknaðinn og fékk Svartfellingurinn að lokum að líta gult spjald. Preston’s Osmajic has literally tried to take a chunk out of his neck!!!🤯🤯🤯Yellow card given… #rovers #pnefc pic.twitter.com/BXWndo4f9s— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) September 22, 2024 Í endursýningum í sjónvarpi, sem má sjá á X-færslunni hér fyrir ofan, má sjá þegar Osmajic virðist bíta Beck af miklu afli í bakið. „Owen er með stórt bitfar aftan á hálsinum og það er skammarlegt að dómarinn hafi ekki séð atvikið,“ sagði John Eustace, þjálfari Blackburn, í viðtali eftir leikinn. Gera má ráð fyrir því að Osmajic eigi yfir höfði sér langt bann fyrir verknaðinn, en Luis Suarez, þá leikmaður Liverpool, fékk tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic í leik gegn Chelsea árið 2013.
Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Sjá meira