„Við verðum að fylgja lögum“ Hópur listafólks skrifar 23. september 2024 11:03 „Öll börn eru jöfn. Aldrei skal koma fram við barn af óréttlæti.“ „Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ „Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau.“ Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna er skýr. Hann þarf að vera það því honum er ætlað hið mikilvæga hlutverk á heimsvísu, að vernda öll börn. Það er því óbærilegt að íslensk stjórnvöld skuli þráfalt brjóta þennan sáttmála og vísvitandi skjóta sér undan ábyrgð gagnvart börnum með því að fela sig á bak við reglugerð um vegabréfsáritanir frá Dyflinni. „Börn eiga rétt á vernd í stríði.“ Við erum hópur einstaklinga sem störfum við barnamenningu og látum okkur hana varða. Við vinnum með Barnasáttmálann að leiðarljósi og höfum kynnt okkur hann rækilega. Við leggjum okkur fram við að kynna hann fyrir börnum, foreldrum og fólki á vinnustöðum okkar. Auk þess er Barnasáttmálinn er kenndur í öllum grunnskólum landsins. Það er því þungbært að fylgjast ítrekað með því þegar Barnasáttmálinn er brotinn. Þegar löggjafar- og framkvæmdarvaldið í landinu brýtur gegn tólf ára barni í viðkvæmustu stöðu. Langveiku barni er með grófri lögregluaðgerð vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni - barni sem er á flótta undan skelfilegum stríðsátökum. Í kjölfarið koma ráðherrar ríkisstjórnarinnar fram og endurtaka hver á eftir öðrum: „það verður bara að fylgja lögum.“ Og við þessi orð: „að fylgja lögum“ þá brestur eitthvað innra með okkur. Eru alþjóðleg lög til verndar börnum bara hentistefna á tyllidögum? Eru þau einskis virði gagnvart tilfallandi reglugerðum? Nei. Það eru þau ekki og eiga aldrei að vera. Barnasáttmálinn á að vera leiðarstef í öllum aðgerðum stjórnvalda þar sem börn eiga í hlut. Til þess var hann saminn á sínum tíma og sendur af stað út í heim. Sáttmálinn var lögfestur á Alþingi árið 2013. Með þeirri lögfestu skuldbinda stjórnvöld sig til þess að gæta þess að öll börn njóti allra þeirra réttinda sem þar eru upp talin. Barnasáttmálanum var þannig ætlað að ná yfir öll önnur lög þegar taka þarf ákvarðanir sem snerta börn. Við fögnum umræðunni sem hefur átt sér stað undanfarnar vikur um mikilvægi þess að hlúa sérstaklega að börnum þessa lands. Það er og verður hlutverk okkar allra. En um leið hvetjum við stjórnvöld og öll þau sem fara með vald yfir velferð barna til að sækja sér réttindafræðslu UNICEF. Með aukinni þekkingu á réttindum barna er vernd þeirra og umönnun betur tryggð í samfélaginu. Við skorum á ráðamenn, löggæslu og öll þau sem koma að málum barna að kynna sér Barnasáttmálann og virða hann í verki sem og önnur lög sem gilda um velferð og réttindi barna. Við getum ekki breytt því sem gerðist síðastliðinn mánudag. Gert er gert. En við biðlum til ráðamanna að læra af mistökum. Það sem Yazan Tamimi gekk í gegnum þessa nótt má aldrei endurtaka sig. Aude Busson, sviðslistakona og verkefnastjóri Ása Berglind Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri dagskrárgerðar Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri Eva Signý Berger, leikmynda- og búningahönnuður Einar Aron, töframaður og félagsráðgjafi Gunnar Helgason, rithöfundur Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona Ingibjörg Fríða Helgadóttir, tónlistar- og dagskrárgerðakona Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur Maríanna Clara Lúthersdóttir, leikkona og dramatúrg Sigríður Sunna Reynisdóttir, sviðslistakona og hönnuður Sóley Stefánsdóttir, tónlistarkona Tinna Grétarsdóttir, dansari og danshöfundur Þórunn Arna Kristjánsdóttir, leikstjóri og leikkona Ævar Þór Benediktsson, leikari, rithöfundur og sendiherra UNICEF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Yazans Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
„Öll börn eru jöfn. Aldrei skal koma fram við barn af óréttlæti.“ „Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ „Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau.“ Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna er skýr. Hann þarf að vera það því honum er ætlað hið mikilvæga hlutverk á heimsvísu, að vernda öll börn. Það er því óbærilegt að íslensk stjórnvöld skuli þráfalt brjóta þennan sáttmála og vísvitandi skjóta sér undan ábyrgð gagnvart börnum með því að fela sig á bak við reglugerð um vegabréfsáritanir frá Dyflinni. „Börn eiga rétt á vernd í stríði.“ Við erum hópur einstaklinga sem störfum við barnamenningu og látum okkur hana varða. Við vinnum með Barnasáttmálann að leiðarljósi og höfum kynnt okkur hann rækilega. Við leggjum okkur fram við að kynna hann fyrir börnum, foreldrum og fólki á vinnustöðum okkar. Auk þess er Barnasáttmálinn er kenndur í öllum grunnskólum landsins. Það er því þungbært að fylgjast ítrekað með því þegar Barnasáttmálinn er brotinn. Þegar löggjafar- og framkvæmdarvaldið í landinu brýtur gegn tólf ára barni í viðkvæmustu stöðu. Langveiku barni er með grófri lögregluaðgerð vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni - barni sem er á flótta undan skelfilegum stríðsátökum. Í kjölfarið koma ráðherrar ríkisstjórnarinnar fram og endurtaka hver á eftir öðrum: „það verður bara að fylgja lögum.“ Og við þessi orð: „að fylgja lögum“ þá brestur eitthvað innra með okkur. Eru alþjóðleg lög til verndar börnum bara hentistefna á tyllidögum? Eru þau einskis virði gagnvart tilfallandi reglugerðum? Nei. Það eru þau ekki og eiga aldrei að vera. Barnasáttmálinn á að vera leiðarstef í öllum aðgerðum stjórnvalda þar sem börn eiga í hlut. Til þess var hann saminn á sínum tíma og sendur af stað út í heim. Sáttmálinn var lögfestur á Alþingi árið 2013. Með þeirri lögfestu skuldbinda stjórnvöld sig til þess að gæta þess að öll börn njóti allra þeirra réttinda sem þar eru upp talin. Barnasáttmálanum var þannig ætlað að ná yfir öll önnur lög þegar taka þarf ákvarðanir sem snerta börn. Við fögnum umræðunni sem hefur átt sér stað undanfarnar vikur um mikilvægi þess að hlúa sérstaklega að börnum þessa lands. Það er og verður hlutverk okkar allra. En um leið hvetjum við stjórnvöld og öll þau sem fara með vald yfir velferð barna til að sækja sér réttindafræðslu UNICEF. Með aukinni þekkingu á réttindum barna er vernd þeirra og umönnun betur tryggð í samfélaginu. Við skorum á ráðamenn, löggæslu og öll þau sem koma að málum barna að kynna sér Barnasáttmálann og virða hann í verki sem og önnur lög sem gilda um velferð og réttindi barna. Við getum ekki breytt því sem gerðist síðastliðinn mánudag. Gert er gert. En við biðlum til ráðamanna að læra af mistökum. Það sem Yazan Tamimi gekk í gegnum þessa nótt má aldrei endurtaka sig. Aude Busson, sviðslistakona og verkefnastjóri Ása Berglind Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri dagskrárgerðar Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri Eva Signý Berger, leikmynda- og búningahönnuður Einar Aron, töframaður og félagsráðgjafi Gunnar Helgason, rithöfundur Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona Ingibjörg Fríða Helgadóttir, tónlistar- og dagskrárgerðakona Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur Maríanna Clara Lúthersdóttir, leikkona og dramatúrg Sigríður Sunna Reynisdóttir, sviðslistakona og hönnuður Sóley Stefánsdóttir, tónlistarkona Tinna Grétarsdóttir, dansari og danshöfundur Þórunn Arna Kristjánsdóttir, leikstjóri og leikkona Ævar Þór Benediktsson, leikari, rithöfundur og sendiherra UNICEF
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun