Ungmenni í viðkvæmri stöðu hagnýtt í afbrot hér á landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2024 12:00 Runólfur Þórhallson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir vísbendingar um að ungmenni séu hagnýtt til afbrota hér á landi. Vísir/Einar Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir lítinn hóp ungmenna í viðkvæmri stöðu hagnýttan í skipulagða brotastarfsemi hér á landi. Fylgjast þurfi sérstaklega með þessum hópi og nálgast ungmennin með fjölbreyttum leiðum. Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra fundaði með dómsmálaráðherrum hinna Norðurlandanna um skipulagða glæpastarfsemi á föstudag. Guðrún sagði í viðtali við dönsku fréttastofuna TV2 að sænsk glæpagengi hafi sent fólk til Íslands til að fremja afbrot og vísaði til þess þegar kveikt var í bíl lögreglumanns fyrir utan heimili hans fyrir um ári síðan. Gerendur í málinu hafi unnið eftir pöntun frá sænsku glæpagengi. „Við búum við mjög fjölþjóðlegt afbrotaumhverfi á Íslandi, sem hefur verið að þróast þannig undanfarin tíu, fimmtán ár,“ segir Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Ekki jafn slæmt og í Svíþjóð og Danmörku Á fundinum voru jafnframt fulltrúar stóru samfélagsmiðlanna, þar á meðal Snapchat, TikTok, Meta og Google. Til umræðu var einnig hvernig skipulögð glæpastarfsemi beitir samskiptaforritum til að fá börn og ungmenni til liðs við sig. „Við sjáum að ungt fólk í viðkvæmri stöðu, það eru vísbendingar um það að það sé verið að hagnýta það í afbrot. Á engan hátt sambærilegt við það sem við sjáum fréttir af frá Svíþjóð og Danmörku en við erum með vísbendingar um ákveðna þróun hér á landi í þá átt.“ Hann segir stöðu ungmenna almennt góða hérlendis og um sé að ræða afmarkaðan hóp í viðkvæmri stöðu en þróunin innan hans hafi verið á verri veg. Ná þurfi til þeirra með fjölbreyttum leiðum. „Það eru þau sem eru að sinna barnavernd, það er heilbrigðiskerfið, það er menntakerfið - skólarnir. Við erum með mörg kerfi sem þurfa að tala saman. Það hefur verið mikil bragarbót í því að undanförnu að þessi kerfi eru að tala betur saman til að finna þessi ungmenni sem eru í þessari viðkvæmu stöðu. En það er alltaf hægt að gera betur,“ segir Runólfur. Lögreglumál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sænsk glæpagengi sendi fólk til Íslands Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir sænsk glæpagengi hafa sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. 21. september 2024 23:42 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra fundaði með dómsmálaráðherrum hinna Norðurlandanna um skipulagða glæpastarfsemi á föstudag. Guðrún sagði í viðtali við dönsku fréttastofuna TV2 að sænsk glæpagengi hafi sent fólk til Íslands til að fremja afbrot og vísaði til þess þegar kveikt var í bíl lögreglumanns fyrir utan heimili hans fyrir um ári síðan. Gerendur í málinu hafi unnið eftir pöntun frá sænsku glæpagengi. „Við búum við mjög fjölþjóðlegt afbrotaumhverfi á Íslandi, sem hefur verið að þróast þannig undanfarin tíu, fimmtán ár,“ segir Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Ekki jafn slæmt og í Svíþjóð og Danmörku Á fundinum voru jafnframt fulltrúar stóru samfélagsmiðlanna, þar á meðal Snapchat, TikTok, Meta og Google. Til umræðu var einnig hvernig skipulögð glæpastarfsemi beitir samskiptaforritum til að fá börn og ungmenni til liðs við sig. „Við sjáum að ungt fólk í viðkvæmri stöðu, það eru vísbendingar um það að það sé verið að hagnýta það í afbrot. Á engan hátt sambærilegt við það sem við sjáum fréttir af frá Svíþjóð og Danmörku en við erum með vísbendingar um ákveðna þróun hér á landi í þá átt.“ Hann segir stöðu ungmenna almennt góða hérlendis og um sé að ræða afmarkaðan hóp í viðkvæmri stöðu en þróunin innan hans hafi verið á verri veg. Ná þurfi til þeirra með fjölbreyttum leiðum. „Það eru þau sem eru að sinna barnavernd, það er heilbrigðiskerfið, það er menntakerfið - skólarnir. Við erum með mörg kerfi sem þurfa að tala saman. Það hefur verið mikil bragarbót í því að undanförnu að þessi kerfi eru að tala betur saman til að finna þessi ungmenni sem eru í þessari viðkvæmu stöðu. En það er alltaf hægt að gera betur,“ segir Runólfur.
Lögreglumál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sænsk glæpagengi sendi fólk til Íslands Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir sænsk glæpagengi hafa sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. 21. september 2024 23:42 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Sænsk glæpagengi sendi fólk til Íslands Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir sænsk glæpagengi hafa sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. 21. september 2024 23:42