Hafa ekki heyrt frá Hearts: „Kom mér jafn mikið á óvart og þér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. september 2024 20:45 Arnar Gunnlaugsson er orðaður við starf Hearts en Víkingar hafa ekki heyrt frá skoska félaginu. Vísir/Hulda Margrét Forráðamenn hjá Víkingi heyrðu fyrst af mögulegum áhuga Hearts í Skotlandi á starfskröftum þjálfarans Arnars Gunnlaugssonar á vefmiðlum í kvöld. Félagið hefur, í það minnsta ekki ennþá, haft samband við Víking vegna Skagamannsins. Veðbankar í Bretlandi segja 25 prósent líkur á því að Arnar verði næsti þjálfari Hearts sem er í stjóraleit eftir að Steven Naismith var látinn taka poka sinn. Hearts, sem er frá Edinborg, er stórt félag í Skotlandi og gjarnan á meðal þeirra sem keppa um að vera það þriðja besta í landinu á eftir yfirburðaliðunum Celtic og Rangers frá Glasgow. Liðið lenti í þriðja sæti í skosku deildinni í fyrra en hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu sex leikjum sínum á yfirstandandi leiktíð. Arnar hefur enga tengingu við félagið og vakti því athygli að hann skildi vera ofarlega á lista veðbanka, sem bendir til þess að Edinborgarar séu með hann á lista yfir mögulega arftaka Naismith. Hearts hefur hins vegar ekki haft samband við Víking, í það minnsta ekki ennþá, samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins. „Nei, við höfum ekkert heyrt frá þeim. Ég frétti þetta á vefmiðlunum eins og aðrir í kvöld. Þetta kom mér jafn mikið á óvart og þér,“ segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar í samtali við íþróttadeild í kvöld. „Við vitum það að hann er á listum út um allt. Hans starfskraftar eru eðlilega eftirsóttir vegna þess árangurs sem hann hefur náð í Víkinni undanfarin ár,“ segir Heimir enn fremur. Talið er tímaspursmál hvenær Arnar fer erlendis að þjálfa en hann átti í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping síðasta vetur. Þeim viðræðum var slitið og hélt hann kyrru fyrir í Fossvoginum. Arnar þekkir lítillega til í Skotlandi en hann lék með Dundee United fyrri hluta vetrar leiktíðina 2002 til 2003. Í mars 2003 samdi hann við KR ásamt bróður sínum Bjarka og hefur verið á Íslandi síðan. Víkingur Reykjavík Skoski boltinn Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Veðbankar í Bretlandi segja 25 prósent líkur á því að Arnar verði næsti þjálfari Hearts sem er í stjóraleit eftir að Steven Naismith var látinn taka poka sinn. Hearts, sem er frá Edinborg, er stórt félag í Skotlandi og gjarnan á meðal þeirra sem keppa um að vera það þriðja besta í landinu á eftir yfirburðaliðunum Celtic og Rangers frá Glasgow. Liðið lenti í þriðja sæti í skosku deildinni í fyrra en hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu sex leikjum sínum á yfirstandandi leiktíð. Arnar hefur enga tengingu við félagið og vakti því athygli að hann skildi vera ofarlega á lista veðbanka, sem bendir til þess að Edinborgarar séu með hann á lista yfir mögulega arftaka Naismith. Hearts hefur hins vegar ekki haft samband við Víking, í það minnsta ekki ennþá, samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins. „Nei, við höfum ekkert heyrt frá þeim. Ég frétti þetta á vefmiðlunum eins og aðrir í kvöld. Þetta kom mér jafn mikið á óvart og þér,“ segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar í samtali við íþróttadeild í kvöld. „Við vitum það að hann er á listum út um allt. Hans starfskraftar eru eðlilega eftirsóttir vegna þess árangurs sem hann hefur náð í Víkinni undanfarin ár,“ segir Heimir enn fremur. Talið er tímaspursmál hvenær Arnar fer erlendis að þjálfa en hann átti í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping síðasta vetur. Þeim viðræðum var slitið og hélt hann kyrru fyrir í Fossvoginum. Arnar þekkir lítillega til í Skotlandi en hann lék með Dundee United fyrri hluta vetrar leiktíðina 2002 til 2003. Í mars 2003 samdi hann við KR ásamt bróður sínum Bjarka og hefur verið á Íslandi síðan.
Víkingur Reykjavík Skoski boltinn Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira