Demókratar uggandi yfir niðurstöðum skoðanakannana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2024 07:43 Afgerandi sigur Harris í kappræðum forsetaefnanna hefur ekki sýnt sig í skoðanakönnunum. Getty/Robert Nickelsberg Demókratar eru sagðir uggandi yfir skoðanakönnunum vestanhafs og óttast að stuðningur við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaefnis Repúblikanaflokksins, sé vanmetinn. Kamala Harris, varaforseti og forsetaefni Demókrataflokksins, hefur verið að mælast með um þriggja prósenta forskot á Trump á landsvísu og þá er einnig afar mjótt á munum í svokölluðum barátturíkjum. Harris hefur verið að mælast með allt að sex prósent forskot á Trump í Pennsylvaníu, þar sem sigur tryggir 19 kjörmenn. Hún er hins vegar með aðeins eins til tveggja prósenta forskot í Michigan og Wisconsin. Þá sýna niðurstöður nýjustu skoðanakannana New York Times og Siena College að Trump hefur náð Harris og aukið fylgi sitt í Norður-Karólínu, Arizona og Georgíu, þar sem hann nýtur nú tveggja til fimm prósenta forskots. Áhyggjur Demókrata byggja meðal annars á því að Trump fékk töluvert meira fylgi í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin í kosningunum 2016 og 2020 en hann mældist með í skoðanakönnunum. Ef skekkjan reynist jafn mikil nú myndi hann fara með sigur af hólmi í öllum barátturíkjunum sjö, en þar er ónefnt Nevada. Samkvæmt spá Focaldata, sem tekur tillit til samsetningu kjósenda á hverjum stað, fengi Harris líklega að meðaltali 2,4 prósent færri atkvæði í barátturíkjunum en kannanir sýna. Demókratar horfa einnig til þess að bæði Hillary Clinton og Joe Biden mældust með meira forskot á Trump árin 2016 og 2020 en Harris nú. Ljósi punkturinn í myrkrinu er hins vegar sá að ef skoðanakannanir reynast jafn „skakkar“ og þær reyndust fyrir þingkosningarnar 2022 þá myndi Harris taka öll barátturíkin utan Georgíu. Demókratar: 0 Repúblikanar: 0 Spá 2. okt Sveifluríkin Úrslit 2020 /> Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Kamala Harris, varaforseti og forsetaefni Demókrataflokksins, hefur verið að mælast með um þriggja prósenta forskot á Trump á landsvísu og þá er einnig afar mjótt á munum í svokölluðum barátturíkjum. Harris hefur verið að mælast með allt að sex prósent forskot á Trump í Pennsylvaníu, þar sem sigur tryggir 19 kjörmenn. Hún er hins vegar með aðeins eins til tveggja prósenta forskot í Michigan og Wisconsin. Þá sýna niðurstöður nýjustu skoðanakannana New York Times og Siena College að Trump hefur náð Harris og aukið fylgi sitt í Norður-Karólínu, Arizona og Georgíu, þar sem hann nýtur nú tveggja til fimm prósenta forskots. Áhyggjur Demókrata byggja meðal annars á því að Trump fékk töluvert meira fylgi í Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin í kosningunum 2016 og 2020 en hann mældist með í skoðanakönnunum. Ef skekkjan reynist jafn mikil nú myndi hann fara með sigur af hólmi í öllum barátturíkjunum sjö, en þar er ónefnt Nevada. Samkvæmt spá Focaldata, sem tekur tillit til samsetningu kjósenda á hverjum stað, fengi Harris líklega að meðaltali 2,4 prósent færri atkvæði í barátturíkjunum en kannanir sýna. Demókratar horfa einnig til þess að bæði Hillary Clinton og Joe Biden mældust með meira forskot á Trump árin 2016 og 2020 en Harris nú. Ljósi punkturinn í myrkrinu er hins vegar sá að ef skoðanakannanir reynast jafn „skakkar“ og þær reyndust fyrir þingkosningarnar 2022 þá myndi Harris taka öll barátturíkin utan Georgíu. Demókratar: 0 Repúblikanar: 0 Spá 2. okt Sveifluríkin Úrslit 2020 />
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira