Til í að taka skóna af hillunni fyrir Barcelona Valur Páll Eiríksson skrifar 24. september 2024 22:32 Síðustu leikir Wojciech Szczesny voru með Póllandi á EM í sumar. Nú gæti hann snúið aftur á fótboltavöllinn. Getty/Mikolaj Barbanell Neyðarfundir hafa verið haldnir í Katalóníu í dag vegna alvarlegra meiðsla markvarðar Barcelona, Marc-André ter Stegen. Pólverjinn Wojciech Szczesny er sagður tilbúinn að taka skóna af hillunni til að leika fyrir félagið. Ter Stegen varð fyrir meiðslum á dögunum og er á leið í aðgerð. Líklegt þykir að hann verði frá í átta til níu mánuði og því ljóst að tímabili Þjóðverjans er lokið. Börsungar skoða nú að fá markvörð inn í hans stað en ljóst er að sá markvörður þarf að vera án félags, þar sem hinn almenni félagsskiptamarkaður er lokaður. Þrír eru sagðir koma til greina, Pólverjinn Wojciech Szczesny, Sílebúinn Claudio Bravo, sem lék áður með Barcelona 2014 til 2016, og Kosta Ríkumaðurinn Keylor Navas. 🔵🔴🇵🇱 Wojciech Szczesny’s agents CAA Stellar have been approached by Barcelona to discuss potential terms.Szczesny announced his retirement this summer but Barça want to understand his situation, as @wlodar85 reports.Keylor Navas and one more candidate remain in the list. pic.twitter.com/1nPNr9HGph— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 24, 2024 Bravo hætti fótboltaiðkun í sumar en hafði verið á mála hjá Real Betis frá 2020 þar til í sumar. Samningur Navas við Paris Saint-Germain rann út í sumar en hann var varamarkvörður félagsins á síðustu leiktíð, en lék þó fjóra deildarleiki. Szczesny var markvörður Juventus á Ítalíu frá 2017 þar til í sumar en hann lagði knattspyrnuskóna á hilluna eftir að samningur hans í Tórínó rann út. Szczesny er sagður líklegri til að semja við Barcelona og greinir blaðamaðurinn Fabrizio Romano frá því að Barcelona hafi þegar sett sig í samband við umboðsmenn Pólverjans. Hann er sagður opinn fyrir því að hætta við að hætta fyrir eins stórt félag og Barcelona. Hjá Börsungum er einn annar markvörður í aðalliðshópi félagsins, hinn 25 ára gamli Iñaki Peña, sem er uppalinn hjá félaginu. Hann hefur spilað 13 deildarleiki fyrir Katalóníuliðið, þar af einn á síðustu leiktíð. Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Ter Stegen varð fyrir meiðslum á dögunum og er á leið í aðgerð. Líklegt þykir að hann verði frá í átta til níu mánuði og því ljóst að tímabili Þjóðverjans er lokið. Börsungar skoða nú að fá markvörð inn í hans stað en ljóst er að sá markvörður þarf að vera án félags, þar sem hinn almenni félagsskiptamarkaður er lokaður. Þrír eru sagðir koma til greina, Pólverjinn Wojciech Szczesny, Sílebúinn Claudio Bravo, sem lék áður með Barcelona 2014 til 2016, og Kosta Ríkumaðurinn Keylor Navas. 🔵🔴🇵🇱 Wojciech Szczesny’s agents CAA Stellar have been approached by Barcelona to discuss potential terms.Szczesny announced his retirement this summer but Barça want to understand his situation, as @wlodar85 reports.Keylor Navas and one more candidate remain in the list. pic.twitter.com/1nPNr9HGph— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 24, 2024 Bravo hætti fótboltaiðkun í sumar en hafði verið á mála hjá Real Betis frá 2020 þar til í sumar. Samningur Navas við Paris Saint-Germain rann út í sumar en hann var varamarkvörður félagsins á síðustu leiktíð, en lék þó fjóra deildarleiki. Szczesny var markvörður Juventus á Ítalíu frá 2017 þar til í sumar en hann lagði knattspyrnuskóna á hilluna eftir að samningur hans í Tórínó rann út. Szczesny er sagður líklegri til að semja við Barcelona og greinir blaðamaðurinn Fabrizio Romano frá því að Barcelona hafi þegar sett sig í samband við umboðsmenn Pólverjans. Hann er sagður opinn fyrir því að hætta við að hætta fyrir eins stórt félag og Barcelona. Hjá Börsungum er einn annar markvörður í aðalliðshópi félagsins, hinn 25 ára gamli Iñaki Peña, sem er uppalinn hjá félaginu. Hann hefur spilað 13 deildarleiki fyrir Katalóníuliðið, þar af einn á síðustu leiktíð.
Spænski boltinn Fótbolti Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira