Er lýðræðislegt að senda vopn til Úkraínu? Hildur Þórðardóttir skrifar 25. september 2024 12:02 Maður nokkur sagði mér að hann væri að styðja lýðræði með því að mótmæla ekki vopnakaupum yfirvalda fyrir íslenska skattpeninga. Hvað með lýðræði okkar hér á landi? Höfum við fengið að ræða og kjósa um hvort við viljum kaupa vopn og senda út? Við Íslendingar höfum alltaf verið stolt af því að vera friðsöm, herlaus og vopnlaus þjóð allt frá sjálfstæði landsins, fyrir utan útlenskan her sem tók sér bólfestu hér í nokkra áratugi. Við tökum ekki þátt í stríðum annarra landa og sú aðstoð sem við veitum stríðshrjáðum löndum er að senda hjúkrunarfólk og flugvallarstarfsmenn á svæðið. Þetta hefur veitt okkur öryggi og góðvild annarra þjóða. Nú allt í einu hefur ríkisstjórnin ákveðið að íslenska þjóðin sé fylgjandi stríðsrekstri, vilji ólm kaupa vopn fyrir milljarða og styðja dráp á saklausu fólki. Á fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir tæplega 7 milljörður í stríðsrekstur. Árið 2022 sendum við 2,2 milljarða og árið 2023 3,5 milljarða. Þetta gera tæpa 16 milljarða. Fengum við að ræða þetta? Þessi vopnakaup fóru leynt og passað var að almenningur heyrði ekkert um kaupin fyrr en þau voru afstaðin. Er það lýðræði? Með vopnakaupum eru ráðamenn að breyta Íslandi í hernaðarskotmark. Öryggi okkar er ógnað, ekki vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, heldur vegna gjörða ríkisstjórnarinnar og ábyrgðarleysi gagnvart eigin þegnum. Við höfum sett af stað undirskriftalista þar sem forseti er hvattur til að vísa þessu lagafrumvarpi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ekkert í núverandi lögum sem mælir gegn því að fjárlagafrumvarpi sé vísað til þjóðarinnar. Auk þess setti Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti fordæmi með vísu IceSave frumvarpsins til þjóðarinnar, en það frumvarp fól í sér fjárhagslegar skuldbindingar. Hægt er að skrifa undir á austurvollur.is Höfundur er rithöfundur og fyrrum forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Maður nokkur sagði mér að hann væri að styðja lýðræði með því að mótmæla ekki vopnakaupum yfirvalda fyrir íslenska skattpeninga. Hvað með lýðræði okkar hér á landi? Höfum við fengið að ræða og kjósa um hvort við viljum kaupa vopn og senda út? Við Íslendingar höfum alltaf verið stolt af því að vera friðsöm, herlaus og vopnlaus þjóð allt frá sjálfstæði landsins, fyrir utan útlenskan her sem tók sér bólfestu hér í nokkra áratugi. Við tökum ekki þátt í stríðum annarra landa og sú aðstoð sem við veitum stríðshrjáðum löndum er að senda hjúkrunarfólk og flugvallarstarfsmenn á svæðið. Þetta hefur veitt okkur öryggi og góðvild annarra þjóða. Nú allt í einu hefur ríkisstjórnin ákveðið að íslenska þjóðin sé fylgjandi stríðsrekstri, vilji ólm kaupa vopn fyrir milljarða og styðja dráp á saklausu fólki. Á fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir tæplega 7 milljörður í stríðsrekstur. Árið 2022 sendum við 2,2 milljarða og árið 2023 3,5 milljarða. Þetta gera tæpa 16 milljarða. Fengum við að ræða þetta? Þessi vopnakaup fóru leynt og passað var að almenningur heyrði ekkert um kaupin fyrr en þau voru afstaðin. Er það lýðræði? Með vopnakaupum eru ráðamenn að breyta Íslandi í hernaðarskotmark. Öryggi okkar er ógnað, ekki vegna innrásar Rússlands í Úkraínu, heldur vegna gjörða ríkisstjórnarinnar og ábyrgðarleysi gagnvart eigin þegnum. Við höfum sett af stað undirskriftalista þar sem forseti er hvattur til að vísa þessu lagafrumvarpi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ekkert í núverandi lögum sem mælir gegn því að fjárlagafrumvarpi sé vísað til þjóðarinnar. Auk þess setti Ólafur Ragnar Grímsson þáverandi forseti fordæmi með vísu IceSave frumvarpsins til þjóðarinnar, en það frumvarp fól í sér fjárhagslegar skuldbindingar. Hægt er að skrifa undir á austurvollur.is Höfundur er rithöfundur og fyrrum forsetaframbjóðandi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun