Segir Vinstri græn ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 26. september 2024 23:09 Svandís Svavarsdóttir gaf það út í vikunni að hún býður sig fram til formanns Vinstri grænna. Landsfundur flokksins fer fram þarnæstu helgi. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að búið sé að gera nóg af breytingum á útlendingalögunum og að flokknum hugnist ekki lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur. Útlendingalögunum var breytt bæði við þinglok í vor og í fyrra. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum í þingmálaskrá ríkisstjórnar. Í þingmálaskrá er fjallað um nokkur frumvörp er snerta útlendingalögin. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði í stefnuræðu sinni á Alþingi í september um mikilvægi þess að ná utan um útlendingamálin. Sjá einnig: Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni „Þau eru mjög erfið, og hafa verið það og munu vera það,“ sagði Svandís um útlendingamálin í Samtalinu hjá Heimi Má Péturssyni á Vísi og Stöð 2 í dag. Hún sagðist taka undir orð Guðmundar Inga Guðbrandssonar, formanns flokksins, um að það þurfi ekki frekari breytingar á útlendingalögunum. Þó svo að slíkar breytingar séu á þingmálaskrá þá sé komið nóg. Ekki erindi á þingið „Ég tel ekki að slík frumvörp eigi erindi inn í þingið,“ segir Svandís um frumvörp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögunum. Breytingarnar fjalla annars vegar um breytingar í takt við löggjöf annarra Evrópuríkja og hins vegar um það sem kallað er á ensku detention center, eða lokað búsetuúrræði eins og dómsmálaráðherra hefur kallað það. Detention center er líka þýtt sem varðhaldsbúðir í orðabók. Sjá einnig: Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál „Við höfum ekki fallist á þetta sjónarmið og höfum ekki viljað breytingar í þá veru að koma hér á laggirnar lokuðu búsetuúrræði,“ segir Svandís. Það sé ekki á stefnuskrá Vinstri grænna. Þau leggi frekar áherslu á inngildingu í samfélagið og að tryggja betri aðkomu og þátttöku innflytjenda í samfélaginu. Svandís segir það miklu meira viðfangsefnið að ræða þennan stóra hóp sem er hér á landi en fólk hafi verið fast í því að ræða hælisleitendur, sem sé lítið brot af þeim sem eru til umræðu. „Við höfum ekki áformað að taka þátt í frekari breytingum á útlendingalögum.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Svandísi í heild sinni hér að ofan. Samtalið sem fjallað er um hér að ofan á sér stað í kringum 29. mínútu þáttarins. Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir Svandís Svavarsdóttir mætir í Samtalið Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætir í Samtalið hjá Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan tvö í dag. Hún býður sig fram til embættis formanns Vinstri grænna fyrir landsfund flokksins í næstu viku þar sem liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. 26. september 2024 10:12 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Í þingmálaskrá er fjallað um nokkur frumvörp er snerta útlendingalögin. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði í stefnuræðu sinni á Alþingi í september um mikilvægi þess að ná utan um útlendingamálin. Sjá einnig: Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni „Þau eru mjög erfið, og hafa verið það og munu vera það,“ sagði Svandís um útlendingamálin í Samtalinu hjá Heimi Má Péturssyni á Vísi og Stöð 2 í dag. Hún sagðist taka undir orð Guðmundar Inga Guðbrandssonar, formanns flokksins, um að það þurfi ekki frekari breytingar á útlendingalögunum. Þó svo að slíkar breytingar séu á þingmálaskrá þá sé komið nóg. Ekki erindi á þingið „Ég tel ekki að slík frumvörp eigi erindi inn í þingið,“ segir Svandís um frumvörp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögunum. Breytingarnar fjalla annars vegar um breytingar í takt við löggjöf annarra Evrópuríkja og hins vegar um það sem kallað er á ensku detention center, eða lokað búsetuúrræði eins og dómsmálaráðherra hefur kallað það. Detention center er líka þýtt sem varðhaldsbúðir í orðabók. Sjá einnig: Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál „Við höfum ekki fallist á þetta sjónarmið og höfum ekki viljað breytingar í þá veru að koma hér á laggirnar lokuðu búsetuúrræði,“ segir Svandís. Það sé ekki á stefnuskrá Vinstri grænna. Þau leggi frekar áherslu á inngildingu í samfélagið og að tryggja betri aðkomu og þátttöku innflytjenda í samfélaginu. Svandís segir það miklu meira viðfangsefnið að ræða þennan stóra hóp sem er hér á landi en fólk hafi verið fast í því að ræða hælisleitendur, sem sé lítið brot af þeim sem eru til umræðu. „Við höfum ekki áformað að taka þátt í frekari breytingum á útlendingalögum.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Svandísi í heild sinni hér að ofan. Samtalið sem fjallað er um hér að ofan á sér stað í kringum 29. mínútu þáttarins.
Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Hælisleitendur Tengdar fréttir Svandís Svavarsdóttir mætir í Samtalið Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætir í Samtalið hjá Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan tvö í dag. Hún býður sig fram til embættis formanns Vinstri grænna fyrir landsfund flokksins í næstu viku þar sem liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. 26. september 2024 10:12 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir mætir í Samtalið Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætir í Samtalið hjá Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan tvö í dag. Hún býður sig fram til embættis formanns Vinstri grænna fyrir landsfund flokksins í næstu viku þar sem liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. 26. september 2024 10:12
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent