Pavel nýr liðsmaður Bónus Körfuboltakvölds Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. september 2024 10:21 Pavel reynir fyrir sér á nýjum vettvangi í vetur. vísir/bára Pavel Ermolinskij, margfaldur Íslandsmeistari í körfubolta sem leikmaður og þjálfari, verður í hópi sérfræðinga í Bónus Körfuboltakvöldi á komandi keppnistímabili í Bónus deild karla. Pavel þarf vart að kynna fyrir áhugafólki um körfubolta enda einn farsælasti körfuboltamaður Íslands frá upphafi. Sem leikmaður var hann lykilmaður í landsliði Íslands, atvinnumaður í Frakklandi, Spáni og Svíþjóð til fjölda ára og áttfaldur Íslandsmeistari KR og Val. Að leikmannaferlinum loknum gerðist hann þjálfari Tindastóls og undir hans stjórn varð félagið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Samtal við áhorfendur Auk þess að vera álitsgjafi í Bónus Körfuboltakvöldi mun Pavel sjá um að lýsa einum leik í hverri umferð Bónus deildar karla. Það verður þó ekki hefðbundin leiklýsing, heldur mun Pavel ásamt gesti ræða um leikinn á sinn máta og miðla þannig af þekkingu sinni og reynslu um körfubolta til áhorfenda Stöðvar 2 Sports. Leiklýsingin verður í anda hlaðvarpsins „GAZið“ sem Pavel hleypti nýverið af stokkunum. Hlaðvarpsþátturinn er unnin í samstarfi við Tal, hlaðvarpsþjónustu Sýnar, og verður aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hermann snýr aftur á skjáinn Það er Stöð 2 Sport einnig mikið ánægjuefni að tilkynna um leið að Hermann Hauksson snýr aftur í hóp álitsgjafa. Hermann hafði verið með í sérfræðingahópi Körfuboltakvölds frá upphafi þáttarins en kemur nú á skjáinn á ný eftir eins árs frí. Aðrir sérfræðingar sem snúa aftur eru Helgi Már Magnússon, Jón Halldór Eðvaldsson, Matthías Orri Sigurðarson, Ómar Örn Sævarsson, Sævar Sævarsson og Teitur Örlygsson. Magnús Þór Gunnarsson og Rúnar Ingi Erlingsson, sem voru í teyminu á síðasta keppnistímabili, einbeita sér nú alfarið að þjálfarastörfum í deildinni og kann íþróttadeild þeim bestu þakkir fyrir samstarfið. Þáttastjórnandi Bónus Körfuboltakvölds er Stefán Árni Pálsson og framleiðandi er Stefán Snær Geirmundsson. Bónus Körfuboltakvöld hefur göngu sína þetta tímabilið laugardagskvöldið 28. september með upphitunarþætti sínum. Keppni í Bónus deild karla hefst svo fimmtudaginn 3. október. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Leik lokið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
Pavel þarf vart að kynna fyrir áhugafólki um körfubolta enda einn farsælasti körfuboltamaður Íslands frá upphafi. Sem leikmaður var hann lykilmaður í landsliði Íslands, atvinnumaður í Frakklandi, Spáni og Svíþjóð til fjölda ára og áttfaldur Íslandsmeistari KR og Val. Að leikmannaferlinum loknum gerðist hann þjálfari Tindastóls og undir hans stjórn varð félagið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Samtal við áhorfendur Auk þess að vera álitsgjafi í Bónus Körfuboltakvöldi mun Pavel sjá um að lýsa einum leik í hverri umferð Bónus deildar karla. Það verður þó ekki hefðbundin leiklýsing, heldur mun Pavel ásamt gesti ræða um leikinn á sinn máta og miðla þannig af þekkingu sinni og reynslu um körfubolta til áhorfenda Stöðvar 2 Sports. Leiklýsingin verður í anda hlaðvarpsins „GAZið“ sem Pavel hleypti nýverið af stokkunum. Hlaðvarpsþátturinn er unnin í samstarfi við Tal, hlaðvarpsþjónustu Sýnar, og verður aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hermann snýr aftur á skjáinn Það er Stöð 2 Sport einnig mikið ánægjuefni að tilkynna um leið að Hermann Hauksson snýr aftur í hóp álitsgjafa. Hermann hafði verið með í sérfræðingahópi Körfuboltakvölds frá upphafi þáttarins en kemur nú á skjáinn á ný eftir eins árs frí. Aðrir sérfræðingar sem snúa aftur eru Helgi Már Magnússon, Jón Halldór Eðvaldsson, Matthías Orri Sigurðarson, Ómar Örn Sævarsson, Sævar Sævarsson og Teitur Örlygsson. Magnús Þór Gunnarsson og Rúnar Ingi Erlingsson, sem voru í teyminu á síðasta keppnistímabili, einbeita sér nú alfarið að þjálfarastörfum í deildinni og kann íþróttadeild þeim bestu þakkir fyrir samstarfið. Þáttastjórnandi Bónus Körfuboltakvölds er Stefán Árni Pálsson og framleiðandi er Stefán Snær Geirmundsson. Bónus Körfuboltakvöld hefur göngu sína þetta tímabilið laugardagskvöldið 28. september með upphitunarþætti sínum. Keppni í Bónus deild karla hefst svo fimmtudaginn 3. október.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Leik lokið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Stjarnan - ÍR | Bæði lið í leit að sigri eftir slæma skelli „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira