AP greinir frá málinu en það eru synir hennar Chris Larkin og Toby Stephens sem staðfesta að hún hafi andast fyrr í dag.
Smith vakti heimsathygli fyrir hlutverk sitt sem Violet Crawley í þáttunum Downton Abbey og vann hún til fjölda verðlauna fyrir túlkun sína. Þá fór hún með hlutverk Minervu McGonagall prófessor í kvikmyndunum um Harry Potter á árunum 2001 til 2011.
Hún vann tvívegis til Óskarsverðluna, annars vegar fyrir aðalhlutverk í myndinni The Prime of Miss Jean Brodie frá árinu 1969 og svo fyrir aukahlutverk í myndinni California Suit frá árinu 1978.
Maggie Smith hét Margaret Natalie Smith réttu nafni og fæddist í Ilford í Englandi 28. desember 1934.