Gjaldeyriskaup lífeyrissjóða skreppa saman um fjórðung
Talsvert hefur hægt á kaupum lífeyrissjóðanna á erlendum gjaldeyri á undanförnum mánuðum samhliða meðal annars því að fjármagnsinnflæði í íslensk hlutabréf og ríkisskuldabréf var nánast hverfandi. Eftir að hafa veikst nokkuð í ágústmánuði, einkum þegar fjárfestar fóru að vinda ofan af framvirkum stöðum sínum, hefur gengi krónunnar styrkst undanfarið og er að nálgast að nýju gildið 150 á móti evrunni.
Tengdar fréttir
Áhyggjuefni ef „við sitjum föst eftir“ meðan stóru seðlabankarnir lækka vexti
Haldist verðbólga þrálát á sama tíma og vaxtalækkunarferli helstu seðlabanka heimsins er að byrja, einkum í Bandaríkjunum, er það „áhyggjuefni“ ef Ísland mun þá sitja eftir sem gæti ýtt undir frekari hækkun á raungenginu og dregið úr samkeppnishæfni, að sögn seðlabankastjóra. Hann viðurkennir að viðvarandi háar langtímaverðbólguvæntingar séu til marks um vantrú á öllu kerfinu – peningastefnunni, ríkisfjármálunum og aðilum vinnumarkaðarins – að það muni takast að ná niður verðbólgunni, en það sé samt engin afsökun fyrir Seðlabankann að hafa ekki náð þar meiri árangri.
Dvínandi áhugi erlendra sjóða á íslenskum ríkisbréfum þrátt fyrir háa vexti
Þrátt fyrir tiltölulega háan vaxtamun við útlönd hefur fjármagnsinnflæði vegna kaupa erlendra fjárfesta á ríkisskuldabréfum stöðvast á undanförnum mánuðum eftir að hafa numið tugum milljarða króna á liðnum vetri. Gengi krónunnar hefur að sama skapi farið nokkuð lækkandi og ekki verið lægri gagnvart evrunni frá því undir árslok 2023.