Ullarvika til heiðurs íslensku sauðkindinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. september 2024 14:05 Ullarvikan á Suðurlandi er alltaf mjög spennandi enda fjölbreytt dagskrá i boði til heiðurs íslensku sauðkindinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verður mikið um að vera á Suðurlandi næstu sjö daga þegar íslenska ullin er annars vegar því sérstök ullarvika er að hefjast með fjölbreyttri dagskrá eins og fjárlitasýningu, spunasamkeppni og tískusýningu. Nú þegar sauðfjárbændur eru búnir að sækja fé sitt á fjall og sækja það í réttirnar sínar þá heldur gleðin áfram því Ullarvika Suðurlands er að hefjast með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í sjö daga. Hulda Brynjólfsdóttir hjá Uppspuna í Ásahreppi og sauðfjárbóndi veit allt um Ullarviku Suðurlands. „Ullarvika á Suðurlandi er hátíð til heiðurs íslensku sauðkindinni fyrst og fremst og ullinni, sem hún framleiðir og hvað hægt er að gera úr henni, svona brota brot af því hvað er hægt að gera úr henni því að það eru svo endalausir möguleikar,“ segir Hulda. Hulda segir að tilgangur og markmið vikunnar sé fyrst og fremst að auka virðingu fyrir kindinni og ullinni og gefa fólki tækifæri til að læra að vinna úr henni eins og að spinna, prjóna, þæfa og lita svo eitthvað sé nefnt. Dagskrá vikunnar hefst formlega á morgun, sunnudag með fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu skammt frá Hellu frá 14:00 til 16:00 þar sem allir eru velkomnir og svo rekur vikan sig áfram með fjölbreyttri dagskrá. Hulda Brynjólfsdóttir (t.v.) og Maja Siska, sem eru meðal annars allt í öllu varðandi Ullarvikuna á Suðurlandi 2024.Aðsend En hvernig hefur gengið að fá bændur og búalið og fleiri til að taka þátt í ullarvikunni? „Bara mjög vel. Það er mikill áhugi og mikið af skráningum, bæði á námskeiðin, sum eru orðin uppseld og það gekk líka mjög vel að fá kennara, þannig að það er ekki hægt að segja annað en að fólk sé áhugasamt um þetta á allan hátt,“ segir Hulda. En hver verður hápunktur vikunnar? „Ég myndi segja að það væri markaðsdagurinn en hann verður í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi laugardaginn 5. október. Þá er bara gleði þar allan daginn, það er markaður, það verður spunakeppni, það verður tískusýning og kynningar og allt mögulegt í boði og svo er hægt að fá sér kaffi og með því.“ Nokkur mjög spennandi ullarnámskeið verða haldin.Aðsend Alla dagskrá vikunnar er hægt að sjá á heimasíðu vikunnar Ásahreppur Rangárþing ytra Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Nú þegar sauðfjárbændur eru búnir að sækja fé sitt á fjall og sækja það í réttirnar sínar þá heldur gleðin áfram því Ullarvika Suðurlands er að hefjast með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í sjö daga. Hulda Brynjólfsdóttir hjá Uppspuna í Ásahreppi og sauðfjárbóndi veit allt um Ullarviku Suðurlands. „Ullarvika á Suðurlandi er hátíð til heiðurs íslensku sauðkindinni fyrst og fremst og ullinni, sem hún framleiðir og hvað hægt er að gera úr henni, svona brota brot af því hvað er hægt að gera úr henni því að það eru svo endalausir möguleikar,“ segir Hulda. Hulda segir að tilgangur og markmið vikunnar sé fyrst og fremst að auka virðingu fyrir kindinni og ullinni og gefa fólki tækifæri til að læra að vinna úr henni eins og að spinna, prjóna, þæfa og lita svo eitthvað sé nefnt. Dagskrá vikunnar hefst formlega á morgun, sunnudag með fjárlitasýning á bænum Árbæjarhjáleigu skammt frá Hellu frá 14:00 til 16:00 þar sem allir eru velkomnir og svo rekur vikan sig áfram með fjölbreyttri dagskrá. Hulda Brynjólfsdóttir (t.v.) og Maja Siska, sem eru meðal annars allt í öllu varðandi Ullarvikuna á Suðurlandi 2024.Aðsend En hvernig hefur gengið að fá bændur og búalið og fleiri til að taka þátt í ullarvikunni? „Bara mjög vel. Það er mikill áhugi og mikið af skráningum, bæði á námskeiðin, sum eru orðin uppseld og það gekk líka mjög vel að fá kennara, þannig að það er ekki hægt að segja annað en að fólk sé áhugasamt um þetta á allan hátt,“ segir Hulda. En hver verður hápunktur vikunnar? „Ég myndi segja að það væri markaðsdagurinn en hann verður í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi laugardaginn 5. október. Þá er bara gleði þar allan daginn, það er markaður, það verður spunakeppni, það verður tískusýning og kynningar og allt mögulegt í boði og svo er hægt að fá sér kaffi og með því.“ Nokkur mjög spennandi ullarnámskeið verða haldin.Aðsend Alla dagskrá vikunnar er hægt að sjá á heimasíðu vikunnar
Ásahreppur Rangárþing ytra Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira