„Ég hitti ungt fjölskyldufólk sem er gjörsamlega að kikna“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2024 15:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. aðsend „Engum, sem beitir aðra manneskju ofbeldi, líður vel. Við vitum sem er að aukin vanlíðan ungmenna, samfélagsmiðlanotkun, einmanaleiki, tilgangsleysi, félagsleg einangrun, fíknisjúkdómar og ofbeldi – allt eru þetta hlutir sem tengjast á einn eða annan hátt. Vanlíðan ungs fólks er eitt mikilvægasta málið í okkar samfélagi. Og hún tekur á sig ólíkar myndir, í sumum tilfellum þær dimmustu og sorglegustu hliðar lífsins sjálfs.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í ræðu sinni á Haustþingi Viðreisnar fyrir fullum sal í Hlégarði í Mosfellsbæ. Í fréttatilkynningu frá flokknum kemur fram að skráning á þingið hafi gengið vel og að Viðreisn ætli sér að vera í lykilstöðu fyrir komandi kosningabaráttu. Þorgerður skaut föstum skotum að ríkisttjórninni og leiðarahöfundum Morgunblaðsins í ræðu sinni. Hún sagði ríkisstjórnina ekki koma neinu í verk vegna rifrilda. Hún lýsti því yfir að kosningabaráttan væri formlega hafin þó að kosningar séu ekki á dagskrá fyrr en næsta haust að öllu óbreyttu. „Allur tími þessarar ríkisstjórnar fer í innbyrðis erjur, þeirra á milli. Þetta skynjar fólk. Þetta er þjóðinni dýrt spaug. Þið munið kæru vinir - að tíminn er dýrmæt auðlind.“ Hún sagði mikilvægt fyrir Viðreisnarfólk að bíta í skjaldarrendur og tryggja sér hygli fólksins í landinu með því að minna á hvað flokkurinn stendur fyrir. „Því eins og okkar kona fyrir vestan segir, hún Kamala Harris, við ætlum ekki til baka,“ sagði hún. Þjóðin ráði en ekki leiðarahöfundar hjá Morgunblaðinu Hún minnti á sérstöðu flokksins þegar það kemur að málefnum er varða Evrópusambandið. Hún sagði það risa hagsmunamál og sérstaklega fyrir ungt fólk. Hún sagði valdið vera hjá fólkinu í þjóðinni en ekki hjá leiðarahöfundum Morgunblaðsins. Margmenni á haustþingi Viðreisnar. Jón Gnarr er í forgrunni ljósmyndar. aðsend „Og við viljum vera þjóð meðal þjóða og við treystum þjóðinni til að taka næstu skref til þess, helst fyrir kosningar. Kæru vinir - hér er ég auðvitað að tala um Evrópusambandið. Að við spyrjum þjóðina hvort eigi að halda áfram með aðildarviðræður og klára þær. Að við hættum að rífast um bók sem ekki hefur verið skrifuð. Fáum inntakið á hreint, leyfum þjóðinni að marka sína framtíð en ekki leiðarahöfundum Moggans og öðrum leigupennum.“ „Þenjum ekki út báknið“ Hún sagði grunngildi Viðreisnar vera almenna skynsemi og réttlætiskennd. Hún ítrekaði jafnframt vilja flokksins til að hafa ríkisfjármálin í lagi og frjálslynt stjórnmálastarf. „Að við eigum fyrir því sem við ætlum að eyða. Þenjum ekki út báknið. Við viljum að mikilvægar hugmyndir um einfaldara kerfi og auðveldara líf verði að veruleika. Ég hitti fólk sem hefur áhyggjur af dýrri matarkörfu og áhrifum hennar á heimilisbókhaldið. Sem stendur sig núna að því að taka upp úr matarkörfunni hluti sem það hafði áður efni á. Ég hitti ungt fjölskyldufólk sem er gjörsamlega að kikna, álagið hjá þeim er mikið og í mörg horn að líta. Þess vegna verðum við að vinna að því að brúa bilið og styðja við þennan mikilvæga hóp samfélagsins með afgerandi hætti. Gleymum ekki að öll mál, öll mál sem við snertum eru fjölskyldumál!“ Fólk virtist í stuði á fundinum.aðsend Viðreisn Fjármál heimilisins Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í ræðu sinni á Haustþingi Viðreisnar fyrir fullum sal í Hlégarði í Mosfellsbæ. Í fréttatilkynningu frá flokknum kemur fram að skráning á þingið hafi gengið vel og að Viðreisn ætli sér að vera í lykilstöðu fyrir komandi kosningabaráttu. Þorgerður skaut föstum skotum að ríkisttjórninni og leiðarahöfundum Morgunblaðsins í ræðu sinni. Hún sagði ríkisstjórnina ekki koma neinu í verk vegna rifrilda. Hún lýsti því yfir að kosningabaráttan væri formlega hafin þó að kosningar séu ekki á dagskrá fyrr en næsta haust að öllu óbreyttu. „Allur tími þessarar ríkisstjórnar fer í innbyrðis erjur, þeirra á milli. Þetta skynjar fólk. Þetta er þjóðinni dýrt spaug. Þið munið kæru vinir - að tíminn er dýrmæt auðlind.“ Hún sagði mikilvægt fyrir Viðreisnarfólk að bíta í skjaldarrendur og tryggja sér hygli fólksins í landinu með því að minna á hvað flokkurinn stendur fyrir. „Því eins og okkar kona fyrir vestan segir, hún Kamala Harris, við ætlum ekki til baka,“ sagði hún. Þjóðin ráði en ekki leiðarahöfundar hjá Morgunblaðinu Hún minnti á sérstöðu flokksins þegar það kemur að málefnum er varða Evrópusambandið. Hún sagði það risa hagsmunamál og sérstaklega fyrir ungt fólk. Hún sagði valdið vera hjá fólkinu í þjóðinni en ekki hjá leiðarahöfundum Morgunblaðsins. Margmenni á haustþingi Viðreisnar. Jón Gnarr er í forgrunni ljósmyndar. aðsend „Og við viljum vera þjóð meðal þjóða og við treystum þjóðinni til að taka næstu skref til þess, helst fyrir kosningar. Kæru vinir - hér er ég auðvitað að tala um Evrópusambandið. Að við spyrjum þjóðina hvort eigi að halda áfram með aðildarviðræður og klára þær. Að við hættum að rífast um bók sem ekki hefur verið skrifuð. Fáum inntakið á hreint, leyfum þjóðinni að marka sína framtíð en ekki leiðarahöfundum Moggans og öðrum leigupennum.“ „Þenjum ekki út báknið“ Hún sagði grunngildi Viðreisnar vera almenna skynsemi og réttlætiskennd. Hún ítrekaði jafnframt vilja flokksins til að hafa ríkisfjármálin í lagi og frjálslynt stjórnmálastarf. „Að við eigum fyrir því sem við ætlum að eyða. Þenjum ekki út báknið. Við viljum að mikilvægar hugmyndir um einfaldara kerfi og auðveldara líf verði að veruleika. Ég hitti fólk sem hefur áhyggjur af dýrri matarkörfu og áhrifum hennar á heimilisbókhaldið. Sem stendur sig núna að því að taka upp úr matarkörfunni hluti sem það hafði áður efni á. Ég hitti ungt fjölskyldufólk sem er gjörsamlega að kikna, álagið hjá þeim er mikið og í mörg horn að líta. Þess vegna verðum við að vinna að því að brúa bilið og styðja við þennan mikilvæga hóp samfélagsins með afgerandi hætti. Gleymum ekki að öll mál, öll mál sem við snertum eru fjölskyldumál!“ Fólk virtist í stuði á fundinum.aðsend
Viðreisn Fjármál heimilisins Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira