Innlent

Hlaupið í rénun en gasmengun gæti verið á svæðinu

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Lítið jökulhlaup hófst í Skálm í gær.
Lítið jökulhlaup hófst í Skálm í gær. JÓHANN K. JÓHANSSON

Jökulhlaupið sem hófst í Skálm í gær er í rénum. Rafleiðni og vatnshæð hefur farið lækkandi í Skálm frá því seint í gærkvöldi .

Þetta segir í athugasemd sérfræðings Veðurstofu Íslands um hlaupið. 

„Rafleiðni nálgast nú aftur eðlileg gildi og er hlaupið í rénun. Við viljum biðja fólk um að sýna aðgát við upptök ánnar og nærri árfarvegnum þar sem gasmengun gæti verið á svæðinu,“ segir í athugasemdinni.

Í sumar þurfti að loka hringveginum vegna mikilla skemmda eftir umgangsmikið jökulhlaup úr Skálm. Hlaupið var óvenjustórt, en engin merki voru um að eldgos undir jöklinum hefði valdið því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×