Hinn 39 ára gamli Ronaldo hefur skorað sjö mörk í sex leikjum til þessa á leiktíðinni eftir að skora 44 í 45 leikjum á síðustu leiktíð.
Samningur hans við Al Nassr rennur út á næsta ári en hann vill ólmur halda áfram að spila þangað til HM 2026 fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Hann yrði þá fyrsti leikmaður sögunnar karla megin til að taka þátt í sex heimsmeistarakeppnum.
Ronaldo skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Al Nassr í desember 2022. Núverandi samningur hans er upp á rúmlega 27 milljarða íslenskra króna á ári. Ekki kemur fram í frétt ESPN hvort nýr samningur kæmi með launahækkun eður ei.
Al Nassr telur að Ronaldo stefni á að enda feril sinn hjá félaginu.