Kennarasambandið hlynnt nýjum matsferli Lovísa Arnardóttir skrifar 30. september 2024 10:59 Magnús Þór er formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir sambandið aldrei hafa verið mótfallið samræmdum prófum. Vísir/Arnar Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir sambandið styðja nýjan matsferil stjórnvalda heilshugar. Það sé mikil þörf á bæta bæði innra og ytra mat skólakerfisins. Námsmatið verði að vera byggt á námsskrá og endurspegla að skólinn er án aðgreiningar, og fyrir alla. Þetta sagði Magnús í pallborði á Menntaþingi um stöðu menntakerfisins. Þingið fer fram á Hilton í dag. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra opnaði þingið. Magnús og Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, tókust nokkuð á um matsferilinn í pallborðinu. Magnús sagði sambandið og Viðskiptaráð að miklu leyti sammála. Það sé skýrt að það sé þörf á gæðastöðlum en það þurfi að horfa til námskrár þegar það er ákveðið hvað sé gert. Ytra mat hafi legið niðri og það sé að miklu leyti pólitíkinni að kenna. Kennarar vilji að starf þeirra sé metið. Hann segir alveg skýrt að Kennarasambandið hafi ekki talað gegn samræmdum prófum. Prófin hafi verið lögð niður af tæknilegum ástæðum en niðurstöðurnar hafi verið vel nýttar innan skólanna. Spurningin um prófin sé hvort niðurstaða úr samræmdu prófi sé sanngjörn aðferð til að meta skólastarfið. Því skólarnir séu fyrir alla og geri meira en sé verið að prófa þar. Neyðarástand í menntakerfi Viðskiptaráð hefur gagnrýnt það nokkuð undanfarið að ekkert samræmt námsmat sé lengur við lok grunnskólans. Hann segir marga hafa furðað sig á því að ráðið væri að tjá sig um matsferilinn en benti á að Viðskiptaráð væru 100 ára gömul samtök sem kæmu að rekstri Verzlunarskólans og Háskólans í Reykjavík. Hann segir neyðarástand í menntakerfinu á Íslandi og staðan sé miklu verri hér en, til dæmis, á öðrum Norðurlöndum. Sjá einnig: Viðskiptaráð biður ráðuneytið um niðurstöður námsmats „Námsmatið er einn mikilvægasti þátturinn,“ sagði Björn. Samræmdu prófin hefðu verið lögð niður og svo kynnt nýr matsferill. Samtökin hafi gert miklar athugasemdir við hann en sérstaklega við gagnsæi. Það sé mat samtakanna að það sé afar mikilvægt að allir viti niðurstöðuna úr matinu á skólakerfið. Þetta hafi að einhverju leyti verið lagað í nýju frumvarpi ráðherra sem nú liggi fyrir á þingi. Björn benti á að í nýja matsferlinum sé gert ráð fyrir að hluti hans sé valkvæður og hluti hans skyldaður. Það sé samræmt mat í 4., 7. og 9. bekk en ekkert samræmt mat við lok skólagöngunnar. Nemendur njóti því ekki jafnræðis þegar þeir sæki um í framhaldsskóla. Skólaeinkunnir séu ekki sambærilegar og hann skilji ekki hvers vegna framhaldsskólarnir eigi að miða við það. Námsmat verði að miða við námsskrá Magnús segir áríðandi námsmatið sem sé miðað við sé miðað við námsskrá. Samræmt próf sem prófi aðeins ákveðna þætti segi ekkert um skólakerfið í heild sinni. Elsa Eiríksdóttir, prófessor og deildarforseti Deildar faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands tók undir þetta. „Það er mikilvægt að vera með samræmt námsmat því við verðum að vita eitthvað um skólakerfið,“ segir Elsa og að hún sé ekki sammála því að námsmatið eigi að vera við lok skólagöngu nemenda. Kennarar þurfi að geta brugðist við og fundið út hvaða stuðning skólar og nemendur þurfa. „Þetta á ekki að vera aðstoð fyrir framhaldsskóla til að velja sér nemendur. Við eigum að nota þessar upplýsingar til að þjóna nemendum,“ segir Elsa. Björn brást við þessu og sagði námsmatið ekki eiga að vera „alpha og ómega“. Það sé margt flott í nýjum matsferli en það sé svo margt sem sé valkvætt. „Það verður að vera samræmd mæling á grunnfærni.“ Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Grunnskólar Börn og uppeldi Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Teljum okkur vera að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi“ Matsferill og aðrar þær breytingar sem til stendur að innleiða í menntakerfinu munu færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta segir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segir matsferil munu nýtast kennurum og nemendum mun betur en gömlu samræmdu prófin gerðu. 30. ágúst 2024 14:47 Matsferillinn sé svar við gagnrýni á samræmd próf Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, segir matsferilinn töluvert víðara fyrirbæri en samræmd próf. Hún skilji gagnrýni á að það taki tíma að búa hann til en að baki hvers matsferils sé mikil vinna. 12. ágúst 2024 10:02 Umfangsmiklar breytingar í menntakerfinu framundan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að framundan séu einhverjar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi sem hafa orðið. Nýtt og betra samræmt námsmat, Matsferill, muni leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. 9. ágúst 2024 08:01 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þetta sagði Magnús í pallborði á Menntaþingi um stöðu menntakerfisins. Þingið fer fram á Hilton í dag. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra opnaði þingið. Magnús og Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, tókust nokkuð á um matsferilinn í pallborðinu. Magnús sagði sambandið og Viðskiptaráð að miklu leyti sammála. Það sé skýrt að það sé þörf á gæðastöðlum en það þurfi að horfa til námskrár þegar það er ákveðið hvað sé gert. Ytra mat hafi legið niðri og það sé að miklu leyti pólitíkinni að kenna. Kennarar vilji að starf þeirra sé metið. Hann segir alveg skýrt að Kennarasambandið hafi ekki talað gegn samræmdum prófum. Prófin hafi verið lögð niður af tæknilegum ástæðum en niðurstöðurnar hafi verið vel nýttar innan skólanna. Spurningin um prófin sé hvort niðurstaða úr samræmdu prófi sé sanngjörn aðferð til að meta skólastarfið. Því skólarnir séu fyrir alla og geri meira en sé verið að prófa þar. Neyðarástand í menntakerfi Viðskiptaráð hefur gagnrýnt það nokkuð undanfarið að ekkert samræmt námsmat sé lengur við lok grunnskólans. Hann segir marga hafa furðað sig á því að ráðið væri að tjá sig um matsferilinn en benti á að Viðskiptaráð væru 100 ára gömul samtök sem kæmu að rekstri Verzlunarskólans og Háskólans í Reykjavík. Hann segir neyðarástand í menntakerfinu á Íslandi og staðan sé miklu verri hér en, til dæmis, á öðrum Norðurlöndum. Sjá einnig: Viðskiptaráð biður ráðuneytið um niðurstöður námsmats „Námsmatið er einn mikilvægasti þátturinn,“ sagði Björn. Samræmdu prófin hefðu verið lögð niður og svo kynnt nýr matsferill. Samtökin hafi gert miklar athugasemdir við hann en sérstaklega við gagnsæi. Það sé mat samtakanna að það sé afar mikilvægt að allir viti niðurstöðuna úr matinu á skólakerfið. Þetta hafi að einhverju leyti verið lagað í nýju frumvarpi ráðherra sem nú liggi fyrir á þingi. Björn benti á að í nýja matsferlinum sé gert ráð fyrir að hluti hans sé valkvæður og hluti hans skyldaður. Það sé samræmt mat í 4., 7. og 9. bekk en ekkert samræmt mat við lok skólagöngunnar. Nemendur njóti því ekki jafnræðis þegar þeir sæki um í framhaldsskóla. Skólaeinkunnir séu ekki sambærilegar og hann skilji ekki hvers vegna framhaldsskólarnir eigi að miða við það. Námsmat verði að miða við námsskrá Magnús segir áríðandi námsmatið sem sé miðað við sé miðað við námsskrá. Samræmt próf sem prófi aðeins ákveðna þætti segi ekkert um skólakerfið í heild sinni. Elsa Eiríksdóttir, prófessor og deildarforseti Deildar faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands tók undir þetta. „Það er mikilvægt að vera með samræmt námsmat því við verðum að vita eitthvað um skólakerfið,“ segir Elsa og að hún sé ekki sammála því að námsmatið eigi að vera við lok skólagöngu nemenda. Kennarar þurfi að geta brugðist við og fundið út hvaða stuðning skólar og nemendur þurfa. „Þetta á ekki að vera aðstoð fyrir framhaldsskóla til að velja sér nemendur. Við eigum að nota þessar upplýsingar til að þjóna nemendum,“ segir Elsa. Björn brást við þessu og sagði námsmatið ekki eiga að vera „alpha og ómega“. Það sé margt flott í nýjum matsferli en það sé svo margt sem sé valkvætt. „Það verður að vera samræmd mæling á grunnfærni.“
Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Grunnskólar Börn og uppeldi Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Teljum okkur vera að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi“ Matsferill og aðrar þær breytingar sem til stendur að innleiða í menntakerfinu munu færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta segir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segir matsferil munu nýtast kennurum og nemendum mun betur en gömlu samræmdu prófin gerðu. 30. ágúst 2024 14:47 Matsferillinn sé svar við gagnrýni á samræmd próf Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, segir matsferilinn töluvert víðara fyrirbæri en samræmd próf. Hún skilji gagnrýni á að það taki tíma að búa hann til en að baki hvers matsferils sé mikil vinna. 12. ágúst 2024 10:02 Umfangsmiklar breytingar í menntakerfinu framundan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að framundan séu einhverjar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi sem hafa orðið. Nýtt og betra samræmt námsmat, Matsferill, muni leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. 9. ágúst 2024 08:01 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
„Teljum okkur vera að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi“ Matsferill og aðrar þær breytingar sem til stendur að innleiða í menntakerfinu munu færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta segir forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Hún segir matsferil munu nýtast kennurum og nemendum mun betur en gömlu samræmdu prófin gerðu. 30. ágúst 2024 14:47
Matsferillinn sé svar við gagnrýni á samræmd próf Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, segir matsferilinn töluvert víðara fyrirbæri en samræmd próf. Hún skilji gagnrýni á að það taki tíma að búa hann til en að baki hvers matsferils sé mikil vinna. 12. ágúst 2024 10:02
Umfangsmiklar breytingar í menntakerfinu framundan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að framundan séu einhverjar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi sem hafa orðið. Nýtt og betra samræmt námsmat, Matsferill, muni leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. 9. ágúst 2024 08:01