Enn ein reikistjarnan í „bakgarði“ sólkerfisins Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2024 12:00 Teikning listamanns af því hvernig Barnard b gæti litið út þar sem hún þeytist í kringum stjörnu Barnards á aðeins þremur jarðneskum sólarhringum. ESO/M. Kornmesser Reikistjarna er fundin við næstu stöku stjörnuna í nágrenni sólkerfisins okkar. Þótt hún sé ekk lífvænleg bætist reikistjarnan í hóp smærri fjarreikistjarna sem er að finna í bakgarði okkar í alheiminum. Stjarna Barnards er í „aðeins“ sex ljósára fjarlægð frá jörðinni, meira en 56 billjón kílómetra í burtu. Hún er næsta staka stjarnan við sólkerfið okkar. Proxíma í Mannfáknum í þrístirnakerfinu Alfa í Mannfáknum er næst jörðinni, í um 4,2 ljósára fjarlægð. Tvær reikistjörnur á stærð við jörðina eða minni hafa fundist á braut um Proxímu. Reikistjarnan sem fannst á braut um stjörnu Barnards með VLT-sjónauka evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) er einnig smávaxin. Hún hefur að minnsta kosti helming massa Venusar og árið þar er um þrír jarðneskir sólarhringar. Barnard b, eins og reikistjarnan er kölluð, er tuttugu sinnum nær stjörnunni en Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar, er sólinni. Langsótt er að líf gæti þrifist á Barnard b enda er talið að yfirborðshitinn þar sé í kringum 125°C. Þrátt fyrir að stjarna Barnards sé svonefndur rauður dvergur og um 2.500 gráðum svalari en sólin okkar er reikistjarnan fyrir innan lífbelti stjörnunnar, því svæði þar sem vatn gæti verið á fljótandi formi. Það er talið grunnforsenda lífs. Vísbendingar fundust um reikistjörnu á braut um stjörnu Barnards árið 2018 en stjörnufræðingunum tókst ekki að staðfesta þann fund við athuganir sínar með VLT. Hins vegar bendir ýmislegt til þess að þrjár aðrar reikistjörnur gætu gengið um stjörnuna. Frekari rannsóknir þarf til þess að þefa þær uppi, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. „En uppgötvun þessarar reikistjörnu ásamt fyrri uppgötvunum eins og á Proxíma b og d sýna að bakgarður okkar í alheiminum er fullur af litlum reikistjörnum,“ segir Alejandro Suárez Mascareño frá Stjarneðlisfræðistofnun Kanaríeyja og einum rannsakendanna. Rauðir dvergar hentugir til að leita smærri reikistjarna Langflestar þeirra þúsunda fjarreikistjarna sem stjarnfræðingar hafa fundið á braut um fjarlægar stjörnur eru gas- og ísrisar sem eru margfalt stærri en jörðin enda auðveldara að finna stærri reikistjörnur en minni. Þeirra er leitað með því að skima fyrir því þegar þær ganga fyrir móðurstjörnur sínar frá jörðinni séð og þyngdaráhrifum þeirra á stjörnurnar. Til þess að finna minni reikistjörnur, hugsanlega á stærð við jörðina, beina stjarnfræðingar oft sjónum sínum að rauðum dvergum eins og stjörnu Barnards. Lífbelti dverganna er mun nær þeim en heitari stjarna eins og sólarinnar okkar. Reikistjörnur í lífbeltinu hafa því gjarnan stuttan umferðartíma sem er talinn í dögum eða vikum frekar en árum. Það styttir verulega athugunartímann sem þarf til þess að sjá þær ganga fyrir móðurstjörnurnar. Barnard b fannst með svonefndri Doppleraðferð sem gengur út á að mæla vagg stjarna þegar þær færast örlítið nær og fjær jörðinni vegna þyngdartogs reikistjarna. Vegna þess að rauðir dvergar eru mun massaminni en stjörnur eins og sólin vagga reikistjörnur þeim hlutfallslega meira en þeim massameiri sem auðveldar stjörnufræðingum að finna þær. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49 Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. 10. febrúar 2022 22:44 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Stjarna Barnards er í „aðeins“ sex ljósára fjarlægð frá jörðinni, meira en 56 billjón kílómetra í burtu. Hún er næsta staka stjarnan við sólkerfið okkar. Proxíma í Mannfáknum í þrístirnakerfinu Alfa í Mannfáknum er næst jörðinni, í um 4,2 ljósára fjarlægð. Tvær reikistjörnur á stærð við jörðina eða minni hafa fundist á braut um Proxímu. Reikistjarnan sem fannst á braut um stjörnu Barnards með VLT-sjónauka evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) er einnig smávaxin. Hún hefur að minnsta kosti helming massa Venusar og árið þar er um þrír jarðneskir sólarhringar. Barnard b, eins og reikistjarnan er kölluð, er tuttugu sinnum nær stjörnunni en Merkúríus, innsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar, er sólinni. Langsótt er að líf gæti þrifist á Barnard b enda er talið að yfirborðshitinn þar sé í kringum 125°C. Þrátt fyrir að stjarna Barnards sé svonefndur rauður dvergur og um 2.500 gráðum svalari en sólin okkar er reikistjarnan fyrir innan lífbelti stjörnunnar, því svæði þar sem vatn gæti verið á fljótandi formi. Það er talið grunnforsenda lífs. Vísbendingar fundust um reikistjörnu á braut um stjörnu Barnards árið 2018 en stjörnufræðingunum tókst ekki að staðfesta þann fund við athuganir sínar með VLT. Hins vegar bendir ýmislegt til þess að þrjár aðrar reikistjörnur gætu gengið um stjörnuna. Frekari rannsóknir þarf til þess að þefa þær uppi, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. „En uppgötvun þessarar reikistjörnu ásamt fyrri uppgötvunum eins og á Proxíma b og d sýna að bakgarður okkar í alheiminum er fullur af litlum reikistjörnum,“ segir Alejandro Suárez Mascareño frá Stjarneðlisfræðistofnun Kanaríeyja og einum rannsakendanna. Rauðir dvergar hentugir til að leita smærri reikistjarna Langflestar þeirra þúsunda fjarreikistjarna sem stjarnfræðingar hafa fundið á braut um fjarlægar stjörnur eru gas- og ísrisar sem eru margfalt stærri en jörðin enda auðveldara að finna stærri reikistjörnur en minni. Þeirra er leitað með því að skima fyrir því þegar þær ganga fyrir móðurstjörnur sínar frá jörðinni séð og þyngdaráhrifum þeirra á stjörnurnar. Til þess að finna minni reikistjörnur, hugsanlega á stærð við jörðina, beina stjarnfræðingar oft sjónum sínum að rauðum dvergum eins og stjörnu Barnards. Lífbelti dverganna er mun nær þeim en heitari stjarna eins og sólarinnar okkar. Reikistjörnur í lífbeltinu hafa því gjarnan stuttan umferðartíma sem er talinn í dögum eða vikum frekar en árum. Það styttir verulega athugunartímann sem þarf til þess að sjá þær ganga fyrir móðurstjörnurnar. Barnard b fannst með svonefndri Doppleraðferð sem gengur út á að mæla vagg stjarna þegar þær færast örlítið nær og fjær jörðinni vegna þyngdartogs reikistjarna. Vegna þess að rauðir dvergar eru mun massaminni en stjörnur eins og sólin vagga reikistjörnur þeim hlutfallslega meira en þeim massameiri sem auðveldar stjörnufræðingum að finna þær.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49 Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. 10. febrúar 2022 22:44 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49
Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi. 10. febrúar 2022 22:44