Versta byrjun í sögu efstu deildar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2024 22:30 Leikmenn Vejle hafa ekki haft margar ástæður til að fagna á leiktíðinni. Vejle Á sunnudagskvöld vann FC Kaupmannahöfn 2-1 útisigur á Vejle. Það var 10. tap Vejle í röð í efstu deild danska fótboltans. Tapið þýðir að Vejle á nú metið yfir slökustu byrjun í sögu efstu deildar þar í landi. Vejle stóð sig með prýði á síðustu leiktíð og þökk sé frábærum endasprett hélt liðið sæti sínu í deildinni. Sumarið reyndist liðinu erfitt þar sem FC Kaupmannahöfn festi kaup á Nathan Trott, markverði liðsins sem var jafnframt valinn besti markvörður deildarinnar. Þá missti liðið stjörnuframherja sinn en FC Kaupmannahöfn keypti einnig German Onugkha eftir að Orri Steinn Óskarsson var seldur til Real Sociedad fyrir metfé. Liðið hefur byrjað skelfilega og þrátt fyrir að standa í mörgum liðum, þar á meðal FCK um liðna helgi, er staðreyndin sú að liðið hefur nú tapað 10 deildarleikjum í röð. Danski miðillinn Bold greinir frá því að aldrei nokkurn tímann hafi lið í efstu deild byrjað tímabil svo illa. Vejle og B93 áttu saman metið yfir verstu byrjun í sögu deildarinnar en tímabilið 2006-07 fékk Vejle eitt stig úr fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni. Sömu sögu varað segja af B93 tímabilið 98-99. Til að bæta gráu ofan á svart tapaði Vejle einnig gegn C-deildarliði Bronshöj í dönsku bikarkeppninni. Vejles sæsonstart er Superligaens dårligste nogensinde https://t.co/FsuTAmE3oZ— Bold (@bolddk) September 30, 2024 Vejle situr sem fastast á botni efstu deildar enda án stiga. Þar fyrir ofan eru Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby með 7 stig. Íslendingalið Sönderjyske með Daníel Leó Grétarsson og Kristal Mána Ingason er þar fyrir ofan með 8 stig á meðan Nóel Atli Arnórsson og liðsfélagar í Álaborg eru með 12 stig í 9. sæti. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Vejle stóð sig með prýði á síðustu leiktíð og þökk sé frábærum endasprett hélt liðið sæti sínu í deildinni. Sumarið reyndist liðinu erfitt þar sem FC Kaupmannahöfn festi kaup á Nathan Trott, markverði liðsins sem var jafnframt valinn besti markvörður deildarinnar. Þá missti liðið stjörnuframherja sinn en FC Kaupmannahöfn keypti einnig German Onugkha eftir að Orri Steinn Óskarsson var seldur til Real Sociedad fyrir metfé. Liðið hefur byrjað skelfilega og þrátt fyrir að standa í mörgum liðum, þar á meðal FCK um liðna helgi, er staðreyndin sú að liðið hefur nú tapað 10 deildarleikjum í röð. Danski miðillinn Bold greinir frá því að aldrei nokkurn tímann hafi lið í efstu deild byrjað tímabil svo illa. Vejle og B93 áttu saman metið yfir verstu byrjun í sögu deildarinnar en tímabilið 2006-07 fékk Vejle eitt stig úr fyrstu tíu leikjum sínum í deildinni. Sömu sögu varað segja af B93 tímabilið 98-99. Til að bæta gráu ofan á svart tapaði Vejle einnig gegn C-deildarliði Bronshöj í dönsku bikarkeppninni. Vejles sæsonstart er Superligaens dårligste nogensinde https://t.co/FsuTAmE3oZ— Bold (@bolddk) September 30, 2024 Vejle situr sem fastast á botni efstu deildar enda án stiga. Þar fyrir ofan eru Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby með 7 stig. Íslendingalið Sönderjyske með Daníel Leó Grétarsson og Kristal Mána Ingason er þar fyrir ofan með 8 stig á meðan Nóel Atli Arnórsson og liðsfélagar í Álaborg eru með 12 stig í 9. sæti.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira