Rutte tekur við af Stoltenberg Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2024 06:34 Mark Rutte lét af embætti sem forsætisráðherra Hollands í sumar, en hann hafi gegnt þeirri stöðu síðan 2010. EPA Hinn norski Jens Stoltenberg mun láta af embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, NATO, í dag eftir tíu ár í embætti. Mark Rutte, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, tekur við stöðunni. Röð viðburða eru á dagskrá í Brussel í dag til að marka tímamótin en Rutte verður sautjándi maðurinn til að gegna embættinu. Þeir Stoltenberg og Rutte munu takast í hendur og koma fyrir blómkransi við höfuðstöðvar bandalagsins í Brussel og svo funda með sendiherrum aðilarríkja. Að því loknu mun Rutte formlega taka við embættinu. Stoltenberg tók við stöðunni árið 2014, sama ár og Rússar innlimuðu Krímskaga. Hann hefur þar með stýrt bandalaginu í tíu ár og hefur einungis hinn hollenski Joseph Luns leitt bandalagið lengur. Luns gegndi embætti framkvæmdastjóra NATO í tólf ár, frá 1971 til 1984. Meðal þeirra verkefna sem verða á borði Rutte eru innrás Rússlands í Úkraínu, sem brátt hefur staðið í þúsund daga, og þá hafa mörg aðildarríki áhyggjur af stöðu bandalagsins fari svo að Donald Trump verði kjörinn forseti Bandaríkjanna á nýjan leik í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember. Í forsetatíð sinni á árunum 2017 til 2021 þrýsti Trump mjög á önnur aðildarríki að leggja meira fjármagn til bandalagsins, auk þess að hann varpaði ákveðinni óvissu á gildi 5. greinar stofnsáttmálans þar sem lýst er yfir að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll. Rutte lét af embætti sem forsætisráðherra Hollands í sumar, en hann hafi gegnt þeirri stöðu síðan 2010. NATO Holland Noregur Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Staðfesta skipun Ruttes Framkvæmdastjórn Atlantshafsbandalagsins, NATO, hefur staðfest skipun Marks Rutte, forsætisráðherra Hollands, í stöðu framkvæmdastjóra NATO. 26. júní 2024 10:31 Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. 20. júní 2024 18:43 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Röð viðburða eru á dagskrá í Brussel í dag til að marka tímamótin en Rutte verður sautjándi maðurinn til að gegna embættinu. Þeir Stoltenberg og Rutte munu takast í hendur og koma fyrir blómkransi við höfuðstöðvar bandalagsins í Brussel og svo funda með sendiherrum aðilarríkja. Að því loknu mun Rutte formlega taka við embættinu. Stoltenberg tók við stöðunni árið 2014, sama ár og Rússar innlimuðu Krímskaga. Hann hefur þar með stýrt bandalaginu í tíu ár og hefur einungis hinn hollenski Joseph Luns leitt bandalagið lengur. Luns gegndi embætti framkvæmdastjóra NATO í tólf ár, frá 1971 til 1984. Meðal þeirra verkefna sem verða á borði Rutte eru innrás Rússlands í Úkraínu, sem brátt hefur staðið í þúsund daga, og þá hafa mörg aðildarríki áhyggjur af stöðu bandalagsins fari svo að Donald Trump verði kjörinn forseti Bandaríkjanna á nýjan leik í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember. Í forsetatíð sinni á árunum 2017 til 2021 þrýsti Trump mjög á önnur aðildarríki að leggja meira fjármagn til bandalagsins, auk þess að hann varpaði ákveðinni óvissu á gildi 5. greinar stofnsáttmálans þar sem lýst er yfir að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll. Rutte lét af embætti sem forsætisráðherra Hollands í sumar, en hann hafi gegnt þeirri stöðu síðan 2010.
NATO Holland Noregur Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Staðfesta skipun Ruttes Framkvæmdastjórn Atlantshafsbandalagsins, NATO, hefur staðfest skipun Marks Rutte, forsætisráðherra Hollands, í stöðu framkvæmdastjóra NATO. 26. júní 2024 10:31 Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. 20. júní 2024 18:43 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Staðfesta skipun Ruttes Framkvæmdastjórn Atlantshafsbandalagsins, NATO, hefur staðfest skipun Marks Rutte, forsætisráðherra Hollands, í stöðu framkvæmdastjóra NATO. 26. júní 2024 10:31
Rutte næsti framkvæmdastjóri NATO Forsætisráðherra Hollands, Mark Rutte, verður næsti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það varð ljóst í dag þegar eini andstæður Rutte, Klaus Iohannis, forseti Rúmeníu, dró framboð sitt til framkvæmdastjóra NATO til baka. 20. júní 2024 18:43
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent